Enginn skal álitinn sekur...

"Enginn skal álitinn sekur nema sekt hans sé sönnuð." Þetta er hin gullna meginregla nútíma réttarfars. En gætum betur að því hver er forsenda þessarar reglu.

Skoðum orðin "...nema sekt hans sé sönnuð." Forsenda þeirra er að almennileg rannsókn hafi farið fram sem leiði fram sannleikann, sekt eða sýknu. Ef þetta er ekki gert dettur botninn úr hinn gullnu reglu og enginn ætti að fagna því meira að öllum efa sé eytt en sá sem rannsóknin beinist að.

Slík rannsókn er eðlileg í ljósi umræðna að undanförnu og nauðsynleg til að varpa ljósi á aðdraganda hrunsins og beitingu Breta á hryðjuverkalögum. Ég hef áður bloggað um Ísland-Enron og það hve margt var líkt með því hvernig Enron var blásið upp í himinhæðir fyrir hrunið og hvernig svipaðar aðferðir voru notaðar hér í hliðstæðu "efnahagsundri."

Rannsókn í anda Evu Jolin er öllum fyrir bestu.

Sjálfur varð ég að sæta rannsókn vegna starfa minna fyrir níu árum. Bornar voru upp alvarlegar ásakanir á hendur mér, meðal annars á fjöldafundi, fyrir að hafa misnotað aðstöðu mína hjá Sjónvarpinu og stundað hlutdrægan fréttaflutning í langan tíma. Þess var krafist að ég yrði rekinn og jafnvel yfirmenn mínir líka.

Ég minnist þess enn hvað ég var því feginn því að þessar ásakanir voru bornar fram af svo miklu þunga að það kostaði sérstaka rannsókn. Í ljósi hótana við konu mína nokkru fyrr hafði ég verið viðbúinn aðför sem hrekti mig úr starfi en kannski ekki svona stórkostlegri, heldur lúmskari þar sem smám saman yrði grafið undan mér.

Niðurstaðan af ítarlegri rannsókn varð sú að ég hefði ekkert brotið af mér. Þetta var að sjálfsögðu óþægilegt á meðan á því stóð en án þessarar rannsóknar hefði allt starf mitt árin á eftir verið stórum erfiðara.

Nú þarf að fara ofan í orðin "...nema sekt hans sé sönnuð" og orða má gullnu regluna á þennan veg: "Enginn skal álitinn sekur sem sannað er að sé sýkn saka."


mbl.is Liechtenstein veitir upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég gat aldrei skilið þennan hlutdræga fréttaflutning þinn þar sem þú yfirleitt leyfðir skoðunum hvort sem menn voru með eða á mót að koma fram. Þín skoðun reyndar kom fram en enginn getur bannað þér að hafa skoðanir.

Offari, 12.3.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta minnir mig á að Esjulendingin var talin í þágu sonar en ekki sjónvarpsins.....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir skulu álitnir sekir þar til þeir hafa sannað sakleysi sitt.

Það er miklu skynsamlegri regla.

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum ...

Þorsteinn Briem, 12.3.2009 kl. 10:21

4 identicon

Ég hef heyrt marga Sjálfstæðismenn sem ég þekki ( of mikið af ) bölva hingað komu Evu Jolin. Það er eitthvað sem Sjálfstæðismenn óttast varðandi alvöru rannsóknir.

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:33

5 identicon

Við þurfum réttláta, óháða rannsókn á þessum málum.  Ég er samt ekkert hissa á því að sjálfstæðismenn eða aðrir sem líklegir eru að verða viðfang rannsókna, séu á móti og hræddir.

Því dómskerfið og ríkisvaldið er ekki endilega réttlátt.  Það sást vel í Baugsofsóknunum, þar átti bara að þeyta nægri mykju þar til eitthvað festist, það er að segja, bera á mennina nógu mikið þannig að þeir verði fundnir sekir um eitthvað.

Ég er ekki að segja að Baugur og Baugsmenn hafi verið saklausir, nú virðist ýmislegt skrítið vera að koma upp á yfirborðið, nei, ég er að tala um það að ofsóknirnar byggðust upp á ofbeldi, það var ekkert miklu púðri eytt í rannsóknir, bara safna einhverjum upplýsingum, túlka þær allar sem sönnunargögn um sekt, og flengja nógu mörgum ákærum á Baugsmennina.

Ef venjulegur maður með lítil ráð hefði lent fyrir þessari bunu, þá hefði sá aðili verið fundinn sekur um endalaus brot. 

Hugsið um þetta og segið svo mér er sama um myndavélar og eftirlit, "ég hef ekkert að fela" (tm).  Það er afar barnalegt viðhorf, sjá t.d. Glæpamenn við stjórn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðanir mínar komu aldrei fram í fréttaflutningnum sem gagnrýndur var. Það var ekki fyrr en ég var hættur sem starfandi fréttamaður hjá RUV sem ég varð frjáls til að segja hug minn.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem sjálfstæðismaður fagna ég komi Evu og vænti mikils af hennar færni og samböndum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2009 kl. 13:03

8 identicon

Hér er maður sekur, uns hann sannaði sakleysi sitt - eða Ríkinu þótti ekki vært að hafa hann lengur í haldi: http://www.dv.is/frettir/2009/3/12/faer-engar-baetur-fyrir-manadar-gaesluvardhald/

"Allir skulu álitnir sekir þar til þeir hafa sannað sakleysi sitt." Þetta er meira viðkvæðið í dag, hvað varðar ákveðna glæpi - en það skiptir eflaust engu máli fyrir Ómar Ragnarsson, þar sem hann er hlyntur slíkri meðhöndlun, miðað við svör hans og hans flokks fyrir síðustu kosningar, á meðferð fíkniefnamála Ríkisins. En kynferðisglæpir gagnvart börnum eflaust ekki eins mikilvægir, eða hvað?

Menn geta ekki valið og hafnað hvenær lögum skal beitt. En það skiptir víst máli um hvaða málaflokk er fjallað um. Sumir eru sekari en aðrir. Er það ekki Ómar?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband