Að rugga ekki bátnum.

Handtaka blaðamanns sem var sendiboði válegra tíðinda sýnir í hnotskurn eina af ástæðum þess að þar og hér á landi ríkti hræðsla við að "rugga bátnum" með því að segja frá váboðum í efnahagslífinu.

Sagt var að ef talað væri of opinskátt um þetta væri verið að vekja athygli þeirra, sem hefðu hag af árás í íslenska bankakerfið á því hve tæpt þessi mál stóðu öll hjá okkur.

Þessi afstaða held ég að hafi byggst á hættulegu vanmati á klókindum þeirra sem gátu haft hag að því að gera áhlaup á íslenska bankakerfið. Þeir voru áreiðanlega búnir að finna þetta út áður sjálfir.

Í maí 2008 sagði Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri í skýrslu bankans að íslensku bankarnir hefðu staðist álagspróf. Maður spyr sig hvers konar álagspróf það hefðu verið, hvort þau hefðu verið raunhæf eða hvort hér var aðeins um mannalæti að ræða til að breiða yfir hina raunverulegu stöðu sem sami Davíð kvaðst hafa hvíslað í eyru nánustu vina mestallt árið.


mbl.is Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Mikið á Davíð á samviskunni. Búinn að stúta Íslandi, er að klára Lettland, hvaða land næst ??

Kannski á Davíð eftir að koma Tunglinu af braut sinni þannig að það rekist á Jörðina.

Já mikill er máttur Davíðs, kannski hefur Davíð varað þennan unga hagfræðiprófessor  ( blaðamann ??? ) við þessu öllu saman á sínum tíma??

Ætli Lettarnir eigi ekki sína SILFURSKOTTU ásamt gömlum Moskvu-Kommum til að kippa málunum í lag eins og Íslendingar.

Björn Jónsson, 20.3.2009 kl. 01:46

2 identicon

Tel nú Geir bera nokkuð mikla ábyrgð að hafa sagt umheiminum að Ísland væri að stefna í þjóðargjaldþrot, það eyðilagði ímynd Íslands og skapaði ímyndina af hinni gjaldþrota eyþjóð sem enginn treystir lengur einmitt af því að það er búið að stimpla hana gjaldþrota. Þjóðargjaldþrot er ekki til, lífið heldur áfram, fólk heldur áfram að vinna og skapa einhvern auð í hvernig formi sem hann er.

Ari (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:49

3 identicon

Sagði Geir það?  Spyr sá sem ekki veit.  Man eftir Geir segja nokkrum sinnum opinberlega, og að vísu í október sl. og kannski nóvember, að landið væri ekkert gjaldþrota.  Og held líka að harðasti dómur útlendinga á okkur, af þeim fáu sem eru yfir höfuð nokkuð að hugsa um okkur, sé dómur um óstjórn og fjárhagslega spillingu.  Og vegna þeirra útlendinga sem töpuðu peningum af völdum peningagróðaníðinga landsins.

EE elle (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:51

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má heldur gleyma 14. ágúst 2008:

Fjármálaeftirlitið gefur út heilbrigðisvottorð um að bankarnir séu við hestahelsu og hafi allir staðiðst álagspróf - með prýði!

Hálfum öðrum mánuði síðar veltust þeir um koll hver á fætur öðrum!

Hver bar ábyrgðina?

Svo virðist vera að mikill trúnaðarbrestur hafi orðið milli SJálfstæðisflokksins og þjóðarinnar. Hvað vissu forkólfar Sjálfstæðisflokksins um hvað bankastjórnaendur aðhöfðust árið 2008?

Aðeins einn braskari gengur út með 280 milljarða sem er tæp milljón á hvert mannsbarn í landinu! Það eru þurftartekjur vísitölufjölskyldunnar fyrir brýnustu nauðsynjum í heilt ár!

Hvað aðhöfðust ráðamenn þjóðarinnar meðan bönkunum var breytt í ræningabæli? Voru þeir kannski vitorðsmenn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2009 kl. 11:48

5 identicon

EE elle, það þarf nú bara að googla "geir haarde þjóðargjaldþrot" þá færðu þessa frétt: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item229939/

Erlenda pressan lapti þetta upp, að Ísland væri að verða þjóðargjaldþrota og það skapaðist ímyndin af hinni gjaldþrota þjóð.  Auðvitað reyndi Geir að draga úr skaðanum seinna með því að draga úr þessu eða eiginlega draga þetta tilbaka, hann varð að gera það til að verja hagsmuni Íslands og breyta ímyndinni sem hann hafði skapað af gáleysi. Ímynd er jafn mikilvæg og raunverulegur auður.

Ari (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband