Ekki talað um það sem menn vissu ekki um.

Það er vafalaust rétt hjá Geir Haarde að fyrir kosningarnar 2007 talaði enginn um að bankarnir væru of stórir. Á því er hins vegar skýring. Ég minnist þess ekki að það hafi komið þá fram í fjölmiðlum eða annars staðar hvað þeir væru orðnir stórir á þessum tíma.

Veit einhver enn svarið við því hvað fjármálakerfið okkar var þá orðið stórt?

Hver átti að fylgjast með því? Að sjálfsögðu fulltrúar almennings og fjölmiðlarnir.

Almenningur hafði ekki hugmynd um að einu og hálfu síðar hefði bankakerfið margfaldast. Hverjir áttu að fylgjast með því? Fulltrúar almennings og fjölmiðlarnir.

Hvenær fékk almenningur að vita um stærð bankakerfisins og að skuldir þjóðarinnar væru orðnar sem svaraði fimmfaldri árlegri þjóðarframleiðslu? Í september 2008. Hverjir voru í aðstöðu tl að fylgjast með þessum ósköpum?
Fulltrúar þjóðarinnar og stofnanirnar sem heyrðu undir þá.


mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heill og sæll Ómar!

Nei, ekki er með góðu móti hægt að ræða um eða vita hluti sem engin hefur talað um. En samt var það ekki alveg þannig, því ég hygg að bæði Ragnar Önundarson og Þorvaldur Gylfason auk kannski fleiri hafi á þessum tíma og raunar mun fyrr haft uppi einhvers lags varnaðarorð um fjármálakerfið.

En hvað sem því líður, það sem ég hef nú séð vitnað í þetta viðtal, sá það ekki, til viðbótar nú endurteknum skýringum D flokksins um að stefnan hefði ekki brugðist heldur fólkið, þá er ekki´skrýtið að staða þessa flokks sé erfið og hann ekki traustvekjandi sem sakir standa.

Þér sjálfum vil ég hins vegar færa þakkir fyrir góðan þátt þinn í að minnast hákonar hjá Agli í Kiljunni, mjög merkur og sannur höfðingi þar fallin frá!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í aðdraganda kosninganna 2007 tóku margir stjórnvöld í gegn og tættu ranga efnahagsstefnu í sundur, svo sem Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmundur Ólafsson og fleiri.

Ofan á það sem þeir fundu að var síðan bankablaðrarn sem var að blása upp með vaxandi hraða án þess að á almanna vitorði væri.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 00:47

3 identicon

Sagan á eftir að geyma þá staðreynd að formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins taldi sig enga ábyrgð bera, þótt bankarnir hryndu á hans vakt.

Geir hefur gert út um áframhaldandi pólitískt líf með aðgerðarleysi sínu, fyrir - á meðan - og eftir hrun.

Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband