Austurvöllur, staður minninganna.

Það hefur verið einstaklega gefandi að taka þátt í mótmælafundum á Austurvelli í vetur sem og öðrum samkomum og mótmælum. Mér eru þessar stundir einkar kærar vegna þess að á þessum stað í september 2006 slóst ég fyrst opinberlega í hóp með því hugsjónafólki sem hafði þá staðið vaktina þar við erfiðar aðstæður frá sumri 2002 fram á útmánuði 2003 og hóf merkið að nýju þremur árum seinna.

Hugsjónamaðurinn Hörður Torfason og fleiri hafa verið kallaðir "atvinnumótmælendur" í niðrunarskyni. Sumir þer sem notað hafa þetta orð sem skammaryrði hafa sjálfir verið í hálaunastörfum við það sem verið er að mótmæla en enginn talar um þá sem "atvinnumeðmælendur" þótt þeir vinni beinlínis við það og þiggi há laun fyrir.

Orðið "atvinnumótmælandi" er rangnefni hvað Hörð Torfason snertir og fjölmarga aðra sem af hugsjónum einum saman hafa gerst raddir hrópandanna án þess að þiggja krónu fyrir það.

Fyrir hluti orðsins "atvinnu"mótmælandi hittir þá sjálfa fyrir sem hafa jafnvel af því ævistarf á háum launum að þjóna vafasömum og stundum vondum málstað. Þeir eru þeir einu sem eru atvinnumenn.


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mótmælin á Austurvelli felldu ríkisstjórnina og breyttu Íslandssögunni.

Engin mótmæli - engin breyting.

Sigurður Kári Kristjánsson ætlar að leysa Jón Sigurðsson "Vér mótmælum allir!" af á Austurvelli sem atvinnumótmælandi númer eitt.

Ótækt að hettumávurinn skíti alltaf á kollinn á sama kallinum.

Þorsteinn Briem, 21.3.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Sævar Helgason

 15 þúsund manna og kvenna mótmælagangan í septenber 2006- markaði tímamót.  Mótmælt var virkjanaæðinu og stórfelldri rústun á náttúru Íslands m.a.  Þverskurður af þjóðinni mætti. Áhrifin urðu  mikil og vara ennþá.

Við efnahagshrunið í byrjun október 2008  hófust vikuleg mótmæli á Austurvell - mótmælum sem lauk með Búsáhaldabyltingunni í lok janúar 2009. Tugir þúsunda tóku þátt.

Borgarafundir þar sem þúsundir mættu- voru áhrifamiklir. Öll áherslumál mótmælanna náðu fram að ganga.  Stjórnum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits var vikið frá .Ríkisstjórnin sagði afsér og boðað var til kosninga vorið 2009. Allir helstu forystumenn stjórnmálaflokkanna sem ábyrgð bera - eru horfnir frá áhrifum.

En uppgjör efnahagshrunsins er eftir og ljóst að víða eru lappirnar dregnar við að koma málum uppá yfirborðið .  Spillingin er ekki langt undan. Stórfelldum fjármunum virðist hafa verið komið til leyndra skattaskljóla- þjóðarauðnum.

Það eru enn mikil verkefni fyrir mótmælendur.

Þetta finnst mér

Sævar Helgason, 21.3.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: TARA

Heyr,heyr...

TARA, 21.3.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband