Síðbúin en þörf fyrsta játning.

Kannski steig Geir Haarde fyrsta skrefið í óhjákvæmilegu uppgjöri Sjálfstæðisflokksins við fortíð sína. Ekki var þennan tón að heyra hjá honum í átakanlegu viðtali við hann í bresku sjónvarpi í vetur en nú steig hann fyrsta skrefið á þeirri braut sem hlýtur að vera honum þungbært að feta í lok pólitísks ferils síns.

Það var því tilfinningaþrungin stund að horfa og hlýða á Geir þegar hann sagði þessa erfiðu setningu um mistök flokksins og baðst afsökunar á þeim. Hann ber þá ábyrgð þó alls ekki einn og á það ber að líta. Ég á aðeins bjartar og góðar um Geir og óska honum persónulega alls hins besta á þessum tímamótum.

Flokkurinn er fallin niður um deild eins og knattspyrnufélag og nauðsynlegt er fyrir hann og þjóðina að hann spili eitt keppnistímabil / kjörtímabil hið minnsta til að taka sig upp á eyrunum og koma að nýju til leiks sem alvöru valkostur fyrir þjóðina.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég trúi því hreint ekki Ómar á þig að þú hvorki hafir ekki séð , né sést búinn að gleyma hrokanum í þessum manni , þó ekki væri nema á síðasta ári . Þarfnist þú upprifjunnar þá hnypptu í mig ; þegar símahlerunarmálið upplýstist , þegar fréttamaður einn spurði ISG um loforð hennar um útstrokun eftirlaunaósómans , hvernig GHH varði ISG með óhróðri í garð fréttamanns (GHH var einnig í viðk. fréttaviðtali) . Á ég að halda áfram ?

Hörður B Hjartarson, 26.3.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hann var Flokksmaður að tala til Flokksins, til landsfunarfulltrúa. Hann var ekki að tala til þjóðarinnar, Ómar. Þetta var ekki ávarp til þjóðarinnar - engan veginn.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 21:05

3 identicon

Þessi svokallaða afsökun var léttvæg samanborið við að hann hefur ítrekað neitað ábyrgð afdráttarlaust. Hann var á vaktinni í 18 ár!

Kolla (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:15

4 identicon

Seint og lítið og aðeins í hópi "góðra" manna og kvenna. Þjóðin er ekki nógu góð fyrir haardarann.

Ég móðgaðist mjög við að heyra þetta. Hann hefur haft mörg tækifæri til að biðjast afsökunar.

Þetta er gunguskapur.

Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var einmitt að segja það að hann hefði haft mörg tækifæri til að biðjast afsökunar og dapurlegast var að horfa á hann í breska viðtalinu.

Þegar ég tala um bjartar og góðar minningar mínar um Geir þá á ég við persónuleg kynni.

Það má ekki rugla þeim saman við frammistöðu í pólitík sem ég get ekki séð að ég hafi tekið neinum vettlingatökum á skrifum mínum.

Hana hef ég gagrýnt harðlega, ekki hvað síst veruleikaflóttann, undanbrögðin, afneitunina og axarsköftin, sem ég hef rakið skilmerkilega lið fyrir lið. Þú þarft ekki að halda áfram, Hörður, ég gerði það strax síðastliðið haust.

Og meðal annarra orða, - ég næ ekki uppí það að tæp 30% þjóðarinnar vilji kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og skoðanakannanir benda til.

Ómar Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 00:37

6 identicon

Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.

Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:12

7 Smámynd: Magnús Már Halldórsson

Þetta er vel orðað hjá þér Ómar.

Það sem var átakanlegast lengst af vetri var að hafa ríkisstjórn sem stjórnað var af flokki sem var óhæfur um að takast á við raunveruleikann. Í stað þess að gangast við þeim mistökum sem flokksmenn höfðu staðið fyrir, var eins og sumir byggju í Undralandi Lísu. Stundum gengur það upp að saka benda á alla aðra, en ekki nú. 

Sú myndlíking að tala um að flokkurinn hafi fallið í deild er einnig vel heppnuð. Því fyrr sem gengist er við þeim mistökum og ábyrgð sem allir sjá, því fyrr er hægt að líta á Sjálfstæðisflokkinn sem raunhæfan valkost. 

Magnús Már Halldórsson, 27.3.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband