27.3.2009 | 23:03
Fleira einstakt á eftir að koma í ljós.
"Allvíða leynast á Fróni þau firn /
sem finnast´ekki´í öðrum löndum: /
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár /
með glampandi eldanna bröndum. /
Við vitum´ekki´enn að við eigum í raun /
auðlind í hraunum og söndum, /
sléttum og vinjum og auðnum og ám /
og afskekktum sæbröttum ströndum.
Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég á lag við þennan texta. Reyndar 25 ára gamalt en ekki notað.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:49
Einmitt! og má aldrei gleymast
Ragnhildur Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 00:07
Hér er linkur frá Discovery Cannel um eldfjöll:
http://dsc.discovery.com/videos/earth-volcano-planet/
Það koma auglýsingar inn á milli, en þetta er ansi skemmtilegt að skoða
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 00:41
Vonum samt að þetta verði ekki til að eyðileggja stemminguna. Ég hef stundum komið þarna á gönguskíðum og kallað best varðveitta leyndarmál óbyggðanna.
Ingvar Þórisson, 28.3.2009 kl. 00:44
Ótrúlegt hvernig fólk talar, sem jafnvel hefur aldrei komið á þessa staði, vill ákveða og tjáir sig, greiðir atkvæði og vill ráða fyrir þá sem hugsa um framtíðina. Alltaf er þetta fólk sem vill einungis skjótfenginn gróða, meira fé núna, skítt með landið og miðin.
Ofboðslega er kominn tími á breytingar í hugarfari.
Ómar Ragnarsson, þú átt mína aðdáun í því sem þú ert og hefur verið að fást við.
Gústaf Gústafsson, 28.3.2009 kl. 01:39
Við þennan texta, sem er raunar textabrot, er reyndar lag sem þau Diddú og Egill syngja sem lokalag á hljóðdiski og mynddiski undir nafninu Ómar lands og þjóðar, sem Sonet og Sjónvarpið gáfu út fyrir nokkrum árum og fæst í Sjónvarpinu.
En gaman að heyra að til skuli annað lag sem passi við hann.
Ómar Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.