Líklegast eina leiðin.

Nú hefur Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins komist að svipaðri niðurstöðu og VG í haust varðandi þjóðaratkvæði um það hvort yfirleitt eigi að leita aðildarsamninga við ESB. Á þessari bloggsíðu hafði þessi hugmynd verið reifuð fyrst, - ekki sem einfaldasta lausn, heldur skásta lausnin í stöðunni og sú eina sem væri framkvæmanleg.

Stjórnmál eru jú list hins mögulega, ekki satt?

Ef fellt yrði að leita samninga yrði málið dautt í bil. Ef ekki, yrði hvort eð er þjóðaratkvæði um samningsniðurstöðu.

Þetta mál hefur klofið alla flokka og valdið vandræðum í samskiptum þeirra og íslenskum stjórnmálum. Þetta er dæmigert mál fyrir nauðsyn þess að binda ekki allt í flokkaræðinu heldur fela valdið beint og millðalaust þangað sem það er fengið, en það er hjá þjóðinni sjálfri.


mbl.is Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ferlið þannig að það þarf að sækja um fyrst áður en farið er að ræða um í hverju samningar felast?

Og nú spyr ég, maður hefur séð marga segja að við þurfum að drífa okkur í aðildarviðræður bara til að bæta álit á okkur erlendis en við þurfum ekki að sækja um, er þetta þá ekki hreinlega ósatt og segir þetta ekki svolítið mikið um okkur ef við sækjum um á þeim forsendum að við ætlum aldrei að klára málið, er það ekki vont fyrir okkur álitslega séð erlendis?

Hvers vegna ætti ESB að fara eyða tíma og peningum í svoleiðis rugl?

Halldór (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:45

2 identicon

"Þetta er dæmigert mál fyrir nauðsyn þess að binda ekki allt í flokkaræðinu heldur fela valdið beint og millðalaust þangað sem það er fengið, en það er hjá þjóðinni sjálfri."

Bingo! I couldn't have put it better myself.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Flott ræðan í kvöld á Landsfundinum hjá Samfylkingunni Ómar! Besta sem heyrst hefur lengi í jafnréttisumræðunni er einmitt þetta um "jafnrétti milli kynslóða". Frábær Ómar, eins og alltaf

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér finnst afar illa að því staðið hjá þér Ómar, að nota í ræðu þinnni myndlíkingar sem hafa verið notaðar á fundum sem þú og kona þín hafa oftlega sótt hjá okkur íhaldinu.

Felsi ein megi ekki verða helsi annars.

Ég notaði þessa grunntóna í ræðu minni í morgun á öðrum landsfundi. þergar ég fór gegn ESB sinnum í mínum Flokki.

Þetta hefur verið kjörorð okkar í afar mörg ár, n.u í ár eru komin 80 ár frá stofnun flokksins.

Mér er afar sárt til þess að vita, að þþu hafir sagt skilið við þann íslenskasta flokk sem til er á landi hér.

Við erum eins íslenskir og fjallalækir semn leika sér við sóley eða grös önnur á fögrum sumardegi.

hjálpaðu mér og öðrum þjóðernissinnum frekar til, að leiða Flokk okkar aftur að lindunum hvar þjóðin má næðis njótaþ

Við erum EKKI á lokastefnu, við erum rétt búnir með V2 á flugtaksbruni .

Með virðingu og afar heitum tilfinningum til ykkar hjóna

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.3.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Morgnublaðsfréttamaðurinn kýs af einhverjum ástæðum að sleppa því sem ég sagði þess efnis að það væri ekki tilviljun að orðið frelsi væri fyrst í rununni: "Frelsi, jafnrétti, bræðralag."

Ég notaði stóran hluta þessa ávarps (tók 4 mín í flutningi) til að skilgreina fjórfrelsi Roosevelts Bandaríkjaforseta og röksemdafærsla mín var sú að hugsunin á bak við jafnréttið væri það, að það væri notað til að tryggja það að frelsi eins rændi ekki annan frelsi.

Síðan þyrfti bræðralag sem tæki til að ná fram því takmarki sem felst í hámarksfrelsi allra sem heildar.

Þú sérð á þessu að ef þetta er rétt sem þú segir um eldri umræður hjá íhaldinu í svipuðum dúr þá sérðu að við erum á svipuðu róli.

En það var í gamla daga en ekki núna þegar frelsi fárra fór úr böndunum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og skerti frelsi fjöldans.

Mér þótti hins vegar vænt um það þegar Mogginn tók það upp úr bloggi mínu þegar ég sagðist eiga mér þann draum að Sjálfstæðisflokkurinn tæki rækilega til í sínum ranni og yrði aftur trúverðugur fulltrúi heilbrigðs og siðlegs framtaks.

Ómar Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband