Hvað er svona vanhugsað við persónukjör?

Sjálfstæðismenn tala um vanhugsaðar breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Persónukjör í kosningum er þó fyrirkomulag sem hefur gefið góða raun í nágrannalöndum okkar. Í tillögum um persónukjör núna kveður á um eins litla breytingu og hugsast getur, - einungis það að framboðum sé heimilt að bjóða fram óraðaða lista ef þeir kjósa svo.

Það er enginn að fara fram á að Sjálfstæðisflokkurinn breyti neinu í sínu framboði heldur aðeins að hann láti af þeirri sovésku forræðishyggju og afskiptasemi sem felst í því það meina öðrum framboðum að nota þrautreynda og einfalda aðferð sem talin hefur verið auka á lýðræði og sjálfstæði einstaklinga erlendis.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar afrekað það að fá því framgengt að sjálfbær þróun sé ekki nefnd í stjórnarskrá og vjll ekki að með því sé varinn réttur óborinna milljóna Íslendinga. Slík ákvæði þykja sjálfsögð í stjórnarskrám erlendis og hafa gefist vel þar en Sjálfstæðisflokkurinn má ekki til svo "vanhugsaðra" lagabóta.

Sjálfstæðismenn tala mikið um nauðsyn samstöðu og sáttar um svona breytingar. Það er ágætt takmark í sjálfu sér en þeir hafa með málflutningi sínum sýnt að í þeirra augum snýst slíkt aðeins um það að þeir hafi úrslitavald um smátt og stórt í því efni og geti verið eins hreinræktað íhald og afturhald og hugsast getur.

Nauðsynlegustu og þörfustu stjórnarskrárbreytingar liðinnar aldar voru 1934, 1942 og 1959, einkum sú síðasta sem lagði grundvöll að bestu ríkisstjórn aldarinnar, Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Sjálfstæðismenn stóðu að öllum þessum breytingum í harðri andstöðu við Framsóknarflokkinn.

Sjálfstæðismenn völdu Framsóknarmönnum öll hin verstu orð í þessum orrahríðum. Fróðlegt væri að rifja þau upp og sjá við hvern þau eiga nú.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ekkert athugavert við þetta, RÁNFUGLINN er bara að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að fjarlæga drasl frambjóðendur þeirra, nóg eiga þeir af lélegum frambjóðendum.  Þeir vita að ef boðið verður upp á slíkt þá munu vissir aðilar sem eru á Alþingi til að verja "hagsmuni vissra samtaka" hugsanlega ekki ná þangað inn, það væri skelfilegt fyrir t.d. LÍÚ, en fínt fyrir þjóðina.  Sjálfstæðisflokkurinn setur nefnilega "auðvaldið í fyrsta sæti, sérhagsmuni í annað sæti, flokkshagsmuni í þriðja sæti, eigin rass í fjórða sæti og svo lendir ÞJÓÐIN & hennar hagsmunir svona í áttunda sæti eða svo.  Þjóðin "er og hefur alltaf verið AFGANGSSTÆRÐ í hugum sjálfstæðismanna".  Þetta málþóf RÁNFUGLSINS er vandræðalegt, flokkurinn er 100% falskur í gegn...  Vörusvik að kjósa þennan flokk út frá gildum flokksins, gildum sem flokkurinn hefur ekki haft í heiðri síðustu 10 árin eða svo..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.4.2009 kl. 12:24

2 identicon

Kannski eru ónefndir flokkar óttaslegnir við það vald sem fólkið fengi.  Valdið sem það ætti að hafa og hefur ekki nú.  Valdið sem er eina alvöru lýðræðið.  Við fólkið þurfum að kollvarpa hinu stórhættulega flokkavaldi.  Kannski neita að kjósa fyrr en við fáum að kjósa fólk.  Rant

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er innilega sammála einstaklingskosningum. Bæði Jakob og EE hafa heilmikið til síns máls. Ómar, þú hittir eins og oft áður naglan beint á skallann.

Heimir Tómasson, 2.4.2009 kl. 18:26

4 identicon

Ómar. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ætla að svíkja kjósendur. Létu útbúa fáránlega álitsgerð sem er lögfræðilega fölsuð.  Það er búið að fletta ofan af þeim:  

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/02/lyðræðiskrafa-borgarahreyfingarinnar-um-breytingar-a-kosningalogum-er-til-að-auka-ahrif-almennra-kjosenda-i-kosningum/ 

Rómverji (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband