Vanda þarf til mótmæla.

Hingað til hefur fólk getað verið nokkurn veginn í friði á heimilum sínum á Íslandi og getað gengið frjálst og óhrætt um götur og torg. Ein af fjórum tegundum frelsis í þríeiningunni frelsi-jafnrétti-bræðralag er frelsi frá ótta.

Hver maður á kröfu á því að vera óttalaus ásamt fjölskyldu sinni á eigin heimili sem og á almannafæri. Vinni hann starf sem umdeilanlegt er, getur hann þurft að sæta því að störfum hans sé mótmælt nálægt vinnustað hans.

Þetta var gert við Seðlabankann og á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni og hafði áhrif. Í Jökulsárgöngunni var gengið í gegnum borgina að Alþingishúsinu en ekki að heimili forsætisráðherra eða forstjóra Landsvirkjunar.

Ef mótmælendur hafa ekki lausa stund til að mótmæla nema um helgar og geti þess vegna farið að vinnustaðnum þar sem hið mótmælta atferli fer fram, er málstaður þeirra greinilega ekki meira virði fyrir þá en svo, að þeir láta persónulega hagsmuni sína að þessu leyti ganga fyrir.

Ef þetta er ekki ástæðan finnst mér enn síður hægt að verja þá aðgerð að gera aðsúg að heimilum fólks og þar með aðstandendum þess sem mótmælin beinast gegn og eiga enga sök á því sem mótmælt er.

Það er mikilvægt fyrir mótmælendur sjálfa að mótmælin séu vel ígrunduð og veki ekki að óþörfu andúð almennings á mótmælunum.


mbl.is Mótmælendur enn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Ómar, þetta segir sig sjálft.

Góðar kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.4.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var ömurlegt framferði hjá þessum mótmælendum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 23:02

3 identicon

Algjörlega til háborinnar skammar að blanda einkalífi fólks við atvinnu þeirra!!  OJJ!!  Skammist ykkar skríllinn ykkar!!!  .... og hafið vit á því!!!!

En ég er algjörlega sammála því að skoða verður hverja einustu umsókn mjög gaumgæfilega og vonandi hefur fólk gæfu til að bera, að meta hverja umsókn með sanngirni - eins og þeim mögulegt er!!

Edda (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:31

4 identicon

Það er ENGINN munur á embættismanninum Hauki Guðmundssyni og manneskjunni Hauki Guðmundssyni. Og ef það er einhver sem hefur EKKI virt friðhelgi einkalífsins og heilagleika heimilisins þá er það Haukur Guðmundsson.

Eina leiðin til að fá hann til þess að átta sig á því hvernig það er fyrir hælisleitendur að fá innrás lögregluna inn á sig er þegar mótmælendur koma heim til hans. Og þó... óþægind Hauks eru smávæginleg samanborið við hælisleitenduna. 

Magnús Þór (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 01:00

5 identicon

Hin hliðin á þessu máli er einfaldlega sú að fyrir nokkrum dögum síðan átti að pakka þessum mönnum upp í flugvél og senda til Grikklands með einungis tveggja klukkustunda fyrirvara.

Ég get vel skilið að þeir sem á að senda til lands þar sem þeir telja lífi sínu virkilega ógnað í (einn hælisleitandanna lenti td. á Íslandi eftir að hafa verið stunginn sex sinnum í Grikklandi) skuli ekki hafa þolinmæði til að kvarta kurteisislega fyrir utan Útlendingastofnun á þeim tímum sem Hauki Guðmundssyni henti að mótmælt sé gegn ákvörðunum hans í starfi.

Þar að auki langar mig að benda á að Haukur hélt fund með mótmælendum og hælisleitendum í síðustu viku eftir að hafa séð tilkynningar um að mótmæla ætti fyrir utan heimili hans - að því er virðist einungis til að fyrirbyggja að mótmælt væri fyrir utan heimili hans.

Öllum sem mættu á þann fund gat verið ljóst að hann sæi ekkert athugavert við framferði Íslensku ríkistjórnarinnar gegn hælisleitendum - hann sagðist sjálfur einungis vera búrókrati sem framfylgdi bara lögunum og taldi það augsjáanlega ekki vera í sínum verkahring að bæta kjör þeirra hér. Hann ætti að skammast sín!

Eydi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 01:34

6 identicon

Það væri óafsakanlegt að mótmæla ekki þegar líf manna eru í húfi... Ástæðan fyrir því að í þetta sinn hafi verið farið (þó ekki inn á: ) heimili Hauks er sú að forstjóranum sjálfum virðist ekki þykja mikið mál að nota lögregluna til þess að ráðast inn á heimili þess fólks sem hingað hefur nauðugt leitað og hann getur uppnefnt útlendinga. Með þessu eru mótmælendur rétt að leyfa forstjóranum að finna fnykinn af eigin meðali.

Sorglegt þykir mér að þú skulir setja út á þá aðferð mótmælenda að búa til hávaða fyrir utan heimili manns sem er tilbúinn til þess að senda fólk í dauða sinn án þess einu sinni að líta til manneskjunnar á bakvið pappírana.. hefði heldur búist við þér við hlið þeirra.

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 01:59

7 Smámynd: Alexandra Briem

Ef það sem útlendingastofnun gerir er rangt, þá er það vegna þess að lög og reglugerðir sem fjalla um starfsemi hennar eru röng, ekki vegna þess að einstaka yfirmenn þar séu vondir.

Ég er alveg sammála Ómari í þessu máli, það á að mótmæla þarsem það er viðeigandi. Ef þú ert ósáttur við störf stofnunar og starfsmanna hennar, mótmæltu þá við stofnunina. Það að fara heim til fólks og vera með vesin þar skaðar bara málstaðinn.

Svo bendi ég á að ef það er hægt að réttlæta að fara heim til forstjóra útlendingastofnunar fyrir að uppfylla það hlutverk sem fyrir stofnunina er lagt samkvæmt lögum, þá er alveg eins hægt að segja að mótmælin hafi átt heima fyrir utan hjá ríkislögreglustjóra, fyrir að lögreglan skuli framkvæma sitt hlutverk í þessu máli.

Raunverulega eiga svona mótmæli líklega heima fyrir utan alþingishúsið, eða stjórnarráðið, sem eru einu staðirnir sem geta raunverulega breytt starfsreglunum sem útlendingastofnun vinnur eftir.

Alexandra Briem, 6.4.2009 kl. 03:41

8 identicon

Tek undir mál Magnúsar hér að ofan:

Það er ENGINN munur á embættismanninum Hauki Guðmundssyni og manneskjunni Hauki Guðmundssyni.

Hann verður að gera sér grein fyrir því að það verður ekki látið líðast að hann fái að éta sunnudagssteikina sína í friði á meðan fjöldi fólks óttast um líf sitt og athvarf hverja mínútu sólarhringsins. Hann getur gert eitthvað í þeirra málum og það á hann að gera. Hann á ekki að fá frið fyrr en hann sýnir mannúð, að hann sé mannlegur en ekki bara tölvukerfiskall og hættir að fela sig bakvið skrifstofuna sína.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:13

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um hvort embættismaður eigi að fá að borða sunnudagssteikina í friði. Ég er að tala um hvort börn hans eða fjölskylda eigi að þurfa að upplifa ótta vegna ágangs og aðsúgs út af einhverju sem þau eiga enga sök á.

Hvar ætla menn að draga mörkin?

Ómar Ragnarsson, 6.4.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband