Álagspróf og ólíkindi.

Ólgusjór ríður nú yfir fjármálaheiminn. Óveðrið hefur staðið yfir í bráðum tvö ár og bankar og fjármálastofnanir hafa lent í óskaplegum hremmingum. Óveðrinu hefur ekki slotað hér á landi nema síður sé.

Á sínum tíma töldu menn fráleitt að banki eins og Lehmann Brothers stæði ekki traustum fótum.

Íslensku bankarnir stóðust svonefnd "álagspróf" með prýði í maí 2008 að sögn þáverandi Seðlabankastjóra.

Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að meta hvenær öllu er óhætt og hvenær ekki. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum að vera viðbúna hinu versta og þessvegna því sem talin eru ólíkindi en vona það besta.


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tel að hér hafi verið gerð mistök. Innistæðufærslan hafi einfaldlega ekki verið til þannig að ef einhver ætlar að taka út innistæður sem ekki eru til falli bankinn aftur.

Offari, 6.4.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband