6.4.2009 | 14:13
Málþóf um málþóf ?
Það svo að sjá þessa stundina að í gangi sé málþóf um það hvort það sé málþóf á Alþingi. Til að sanna mál sitt um að ekki sé málþóf dundar Sjálfstæðisþingmaður sér við það að draga fram tölur um lengd málþófs á fyrra þingi, sem á að sanna, að ekki sé málþóf núna vegna þess hve málþófið um útvarpslögin var langt á sínum tíma.
Hér er ólíku saman að jafna. Þingið núna starfar í miklu tímahraki við að afgreiða mál sem enga bið þola. Í stað þess að leggja fram breytingartillögur um það sem Sjálfstæðismenn telja óskýrt í frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar syngja þeir og rifja upp lengd málþófa frá fyrri tíð.
Ein af athugasemdunum sem borist hafa frá umsaganaraðilum vegna orðalags í tillögum um stjórnarskrárbreytingar fjallar um það að menn séu ekki sammála um það hvað sé "sjálfbær þróun" og þvi eigi það orð ekki rétt á sér í lögum.
Þetta er rangt. Hugtakið "sjálfbær þróun" er útlistað í einni alþjóðlega viðurkenndri setningu á þennan hátt
"Sjálfbær þróun (starfsemi, framkvæmdir, nýting) er þróun sem kemur ekki í veg fyrir að kynslóðir framtíðarinnar geti valið sér sína þróun.
"Sjálfbær þróun" er hugtak sem helstu leiðtogar heimsins hampa mjög. Margir hér á landi gera það líka án þess að séð verði að þeir hafi hugmynd um hvað hugtakið þýðir.
Þeir sem vilja það í burtu úr stjórnarskrá gera það vísast af tveimur ástæðum:
1. Hugtakið er ekki skýrt. Það er hins vegar rangt eins og ég hef rakið hér að ofan.
2. "Sjálfbær þróun" er eitur í beinum þeirra sem vilja halda áfram rányrkju orku- og auðlinda hér á landi.
17 árum eftir að Íslendingar tóku þátt í Ríó-ráðstefnunni og þóttust ætla að vera í fararbroddi um sjálfbæra þróun og að láta náttúruna njóta vafans er leitun að þjóð sem hefur valtað eins gersamlega yfir þessi tvö hugtök.
Þingmenn syngja og dansa darraðardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tómt bull, Ómar.
Meira en 18.000 manns eru atvinnulausir á landinu og þínir menn leika sér að einhvers konar umræðupólitík um „sjálfbæra þróun“.
18.000 manns og þú heldur því fram að sá stjórnmálaflokkur sem vill að þingið fjalli um atvinnumál sé að tefja tímann.
Við höfum hingað til komist af án þess að hafa „sjálfbæra þróun“ í stjórnarskránni og hljótum að geta gert það í nokkur misseri í viðbót.
Hins vegar getum við ekki komist af með 18.000 manns án atvinnu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2009 kl. 15:20
Sjálfbær þróun er í sjáfarútvegnum og áliðnaðinu. Kannski ekki eins sjálfbær og Ómar vill hafa hana því enn vantar okkur súrefnisframleiðslu til mótvægis við koltvísýringsframleiðslu okkar. Ég er hlyntur sjálfbærni þótt ég sé forfallinn stóriðjusinni.
Offari, 6.4.2009 kl. 16:03
Það var skortur á sjálfbærri þróun í nýtingu skóganna sem leiddi Íslendinga öðru fremur á braut fátæktar í landi þar sem þessari mikilvægu auðlind var eytt.
Andstaða hugtaksins "sjálfbær þróun" er hið gamla og auðsilda orð "rányrkja." Sigurður Sigurðarson virðist telja rányrkju réttlætanlega þótt afleiðingarnar komi niður á komandi kynslóðum.
Ómar Ragnarsson, 6.4.2009 kl. 21:29
Það er ekki sjálfbær þróun sem stefnt er að með áliðnaði sem byggja mun á rányrkju á jarðvarmanum á Reykjanesskaga.
Ómar Ragnarsson, 6.4.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.