Var ráðlagt að fara í endurmenntun.

Hrakspámenn á borð við ítalska jarðfræðinginn sem varaði við jarðskjálftahættu á Ítalíu eru ekki nýtt fyrirbæri. Við munum eftir sérfræðingum Danske bank og ótal öðrum erlendum kunnáttumönnum sem vöruðu við því sem í stefndi í íslenska fjármálakerfinu og voru taldir öfundarmenn og hrakspámenn sem ekkert mark væri takandi á.

Síðsumars 2008 var einn þessara manna hrakyrtur og varaformaður Sjálfstæðisflokksins ráðlagði honum að fara í endurmenntun. Síðar baðst varaformaðurinn afsökunar á ómaklegum og niðurlægjandi orðum í garð þessa fræðimanns sem vissi vel hvað hann var að segja.

Vonandi gera ítölsk yfirvöld það sama gagnvart jarðfræðingnum sem varaði við jarðskjálfanum mikla og þarf greinilega þarf ekki að fara í endurmenntun.

Mesti hrakspámaður allra tíma er líka Murphy sá sem sígilt hrakfaralögmál er kennt við. Engum sem kemur nálægt flugi myndi detta í hug að tala með lítilsvirðingu um lögmál hans né telja að hann hefði þurft að fara í endurmenntun.


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mig minnir einhvernvegin að það hafi fallið mannskæð snjóflóð á vestfjörðum 1995. Sennilega er þetta rangt munað hjá mér eða ímyndun.

Auk mín hefur einn einstaklingur á Íslandi skrifað um þetta á gagnrýnin hátt, hann er geðsjúkur og var lengst af ritstjóri DV. Ég þrái mjög að vita hvernig hann fékk bata því hann hefur ekki skrifað um þetta í tíu ár, skrifar þó margar greinar á dag. Á meðan ég kemst ekki yfir lyfin mun ég líklega halda áfram að skrifa um þetta.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 22:46

2 identicon

Það voru tveir að spá hér nú nýverið. Þeir John Perkins og Michael Hudson. Þeirra spá er að við missum auðlindirnar í hendur erlendra auðhringja.

Skyldi verða hlustað?

Nei, ég held ekki. Það er nú þegar farið að bera á því að það er farið að tala þá niður.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband