Vekur fleiri spurningar en svarað er.

Ótrúlega margt hefur þegar komið fram í bókhaldi stjórnmálaflokkanna fyrir aðeins eitt ár, 2006. Hvað myndi þá koma upp úr dúrnum ef birt væri bókhald þeirra frá fyrri árum og áratugum, - árunum sem Sjálfstæðisflokkurinn mátti skiljanlega ekki til þess hugsa að neitt yrði gefið upp um þetta efni.

Hverjir skyldu til dæmis hafa styrkt Framsókn í kosningunum 1999, 2002 og 2003? Eða næstu ár á undan, 1998 og 2001?

Ég nefni þessi ár vegna þess að flokkarnir þurfa mest á styrk að halda á árum eins og 2006 og 2007, þar sem tvö kosningaár fara saman.

Þess vegna var svolítið skondið að heyra fréttamenn segja í dag að "sérstaka athygli vekti" að framlögin voru hærri árið 2006 en næstu ár á undan.

Spillingin er dýr og djúp
og djöfullega hál og gljúp.
Losnar nú um leyndarhjúp
um Landsbankann og Fl Group.


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Sumir mega sukka aðrir ekki, sumir mega segja ósatt aðrir ekki.
Allir eru þeir að sukka.
Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592
2002: 2.368.392
2003: 1.672.386
2004: 3.327.140
2005: 9.144.641
2006: 44.998.898
2007: 10.756.715 rétta tal er hér 38.725.421  http://www.rikisendurskodun.is/files/skyrslur_2009/samfylkingin.pdf

Þeir gefa þessa upp   Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar:

Munurinn er. Ef ég legg saman Framlög einstaklinga og Framlög lögaðila á blaðsíðu 3, þá fæ ég út 38.725.421 . ekki 10.756.715
Hver segir satt eru það þeir sem vinna fyrir flokkinn ?
Ekki eftir þessu að dæma kannski er það RES.

page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->

Samfylkingin er í djúpum skít,

skarni upp að eyrum.

Hvar er þessi heildar hít

falinn fyrir allra augum.


Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 23:49

2 identicon

Lítum í skrárnar, þá stendur:

Reikningarnir ná aðeins yfir Samfylkinguna sem landsflokk, einstök félög, kjördæmisráð og þingflokkur eru með sjálfstæðan fjárhag og sjálfstæð uppgjör. Þessir reikningar sýna því ekki nema hluta af starfsemi stjórnmálaflokksins Samfylkingarinnar.

Á meðan að Ríkisendurskoðun er taka allt inn í reikninginn. Þannig að þetta er mjög skiljanlegt ósamræmi. T.d. gæti félagið í Reykjavík verið að fá styrk sem birtist ekki í reikningi landsflokksins nema í heildaruppgjöri hjá Ríkisendurskoðun.

EJ (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hinir flokkarnir stunduðu sama leikinn, rétt áður en nýju lögin um hámarksstyrki tóku gildi. Að vísu eitthvað lægri upphæðir, en sami gjörningur engu að síður. Siðlaust og ekkert annað.

Áður en ákveðið var að setja lög um hámarksupphæðir, þá var ekki hægt að tala um neitt siðlaust í þessum efnum. Allt tal um hvernig þessu var háttað á árum áður er því út í bláinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 05:18

4 Smámynd: Sævar Helgason

Allt er orðið skýrara hversvegna ráðandi stjórnmálaflokkar undanfarin ár forðuðust alla gagnrýni og aðgerðir sem mátti verða okkur þjóðinni til bjargar gagnvart stórhættulegri útþennslu "einkabankanna"  "Einkabankarnir" einfaldlega keyptu ráðandi stjórnmálaflokka.  Þeir borguðu mest fyrir þann sem mestu gat  ráðið um  stjórnarmyndunum.... ekki er þetta nú flóknara en það. Skýrast kom þetta fram hjá hinni "Vanhæfu ríkisstjórn " sem búsáhaldabyltingin henti úr af þingi. En nú er hreinsunin hafin og siðvæðing að banka upp á -- kjósendur verða að vanda valið 25. apríl 2009

Sævar Helgason, 11.4.2009 kl. 10:20

5 identicon

Glæpabankarnir höfðu valdamikla flokka í vasanum á meðan þeir hvolfdu landinu.  Og á meðan var veikur ómur lærðra´úrtölumanna´kæfður niður eða þaut sem vindur um eyru.

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:14

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gunnar Th.  (Komment 3)

Í fyrri málsgrein segir þú "Siðlaust og ekkert annað".
Í þeirri síðari;  "ekki hægt að tala um neitt siðlaust í þessum efnum".

Viltu kannski ákveða þig ? 

Síðan minni ég á að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skila "mútugreiðslum", eða þeim upphæðum sem eru hærri en 5 milljónir.  Það er þeirra eigin viðmið á því sem eðlilegt má teljast að kallist styrkur.   En svo koma aðrir Sjálfstæðismenn og tala um siðleysi hinna flokkanna,  því þeir hafi líka fengið styrki allt að 5 mkr.   Margt er nú merkilegt í þessari umræðu allri. 

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 11:32

7 identicon

Það  skyldi þó aldrei vera, ef horft  væri  svolítið lengra  til baka, að  þar gæti  komið  nokkuð við  sögu  svipaðra mála  fyrirtæki,sem  fékk  einstaka  sérafgreiðslu stjórnvalda, -   Decode - Íslensk  erfðagreining ? Þetta  flögraði   nú bara að mér.

Eiður (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:39

8 identicon

Eftirfarandi orð var ég að lesa á annarri bloggsíðu:

"Þessa dagana logar sjáLfstæðisFLokkurinn stafna á milli vegna 55 - 60 milljóna króna. Landsmenn fara hamförum gegn flokknum og hysterian ræður ferðinni sem aldrei fyrr.

Það fer hins vegar fáum sögum af þeim gjörningi þegar þjóðbankarnir felldu niður þriggjamilljarða skuld Árvakurs/Morgunblaðsins og seldu blaðið í hendurnar á kvótaeiganda sem náði sér í tvo milljarða á silfurfati, korteri fyrir bankahrun, með dyggri aðstoð innherja í Glitni."

Þessvegna, minn kæri Páll, er Morgunblaðið innvígt og innmúrað flokksblað í dag og . . . "

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:41

9 identicon

Anna Einarsd. : Það vekur líka furðu mína þegar siðleysi er miðað við hvort lög nái utan um verknaðinn eða ekki. Er 50 milljóna króna styrkur til stjórnmálaflokks EKKI siðlaus þegar engin lög eru til sem banna slíkt? Verður það einungis siðlaust eftir að lögin taka gildi? Er siðleysið því bundið lagasetningu?

Annars þarf Samfylkingin að gera hreint fyrir sínum dyrum líkt og framsókn og sjálfstæðisflokkurinn. Og jafnvel enn mikilvægara er að frambjóðendur opinberi sína persónulegu styrki sem þeir fengu í prófkjörsbaráttu.

Í mínum huga er þetta eðlileg krafa svo fólk viti hvaða 'fyrirtæki' það kýs með manninum sem atkvæðið fær. Að öðru leiti er lýðræðið gallað.

Guðgeir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:10

10 identicon

Tek undir með Eiði og Guðgeiri.

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:25

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðgeir.

Lestu kommentið mitt aftur.   Kannski er ég ekki nógu skírmælt ?    Svo það fari ekki á milli mála þá fordæmi ég mútugreiðslur og alla aðra spillingu, hvar sem hún finnst.  Og vona innilega að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti afhroð í næstu kosningum.

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:09

12 identicon

Enda var og er ég fullkomnlega sammála þér í þinni fyrri færslu. :)

Svar mitt var ekki gagnrýni á þitt comment heldur commentaði ég út frá því sem þú varst að segja.

Guðgeir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:07

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé mikinn mun á því að harka út styrki langt yfir 500 þús.kr. mörkunum. rétt áður en lögin um hámarksstyrki  tóku gildi, og svo því sem viðgekkst áður en sú umræða fór fram. Þess vegna finnst mér ástæðulaust að velta sér upp úr því hvað gerðist í þessum efnum áður

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband