13.4.2009 | 17:14
Ekkert nýtt...
Þetta er tákn um eldheitt ástargen /
og ekkert nýtt, sem kemur nú á daginn /
því fyrir hundrað árum prúð og pen /
pörin komu ríðandi í bæinn. /
og ekkert nýtt, sem kemur nú á daginn /
því fyrir hundrað árum prúð og pen /
pörin komu ríðandi í bæinn. /
Stunduðu kynlíf á ofsahraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er rétt Ómar og ef ég fer rétt með þá neitaði Ólafur Ketilsson að taka við greiðslu hjá pari sem kom með honum í bæinn og bar fyrir sig að þau hefðu komið ríðandi í bæinn þó að í aftursæti rútunar hafi verið og honum bæri því engin greiðsla fyrir aksturinn,og par sem ég ók í leigubíl mínum til Kef ferðaðist á sama máta,ég hins vegar rukkaði um afnot af skottlokinu.
Kveðja Laugi,mikill náttúru unnanndi
Laugi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 20:44
Svo er líka hægt að fara á "frúnni" á svaka hraða í a,m,k, 10.000 fetum.
Marta smarta, 13.4.2009 kl. 20:53
Í tíu þúsund feta hæð er engin lögga á ferð.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 21:35
Ert þú nú alveg viss Ómar þarft þú ekki að kíkja í baksýnisspegilinn???????
Sigurlaugur Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 21:42
Eins og Svavar Gests sagði forðum:" Ef Ómar Ragnarsson hefði verið Englendingur eða Bandaríkjamaður væri hann löngu orðinn heimsfrægur". En sem betur fer fyrir okkur er hann Íslendingur og á margfalt Íslandsmet í skemmtilegheitum. Ómar lengi lifi.
Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.