Áfram Noregur !

Norska Evróvisionlagið glymur í eyrum eftir þessa kosninganótt. Lagið og uppsetning þess hefur allt til að bera til að ná langt, þessi líka fíni fiðluleikari, íðilsætur drengur með gríðarlega leikgleði og útgeislun.

Það er sagt að þetta sé laga- og söngvakeppni en ekki keppni í framkomu og söng, en mér finnst norska lagið hafa allt til að bera í sjálfu sér og ekki skemmir frábær útfærsla þess og flutningur fyrir.

Ég segi bara: Áfram Noregur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, þeir eru nokkrir sem hafa áhuga á ungum íðilsætum drengjum.

Þannig að þetta ætti að hafast.

Þorsteinn Briem, 26.4.2009 kl. 05:11

2 identicon

Þar allt að vera eitthvað skringilegt í þínum augum?? Steini Briem ???

Kolbrún Harpa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 05:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér finnst nú menntamálaráðherrann okkar sætari.

En hver hefur sinn smekk.

Ég ætla líka að bjóða henni út að borða.

Ómar ræður hvað hann gerir.

Þorsteinn Briem, 26.4.2009 kl. 05:45

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

norski flytjandinn er reyndar rússi :) .. sneaky sneaky hjá nojurum.. en lagið er mjög gott.

Óskar Þorkelsson, 26.4.2009 kl. 08:18

5 Smámynd: Billi bilaði

Verst hvað textinn er hræðilega kjánalegur. 

Billi bilaði, 26.4.2009 kl. 09:30

6 identicon

Billi bilaði: kannski ekki, sumir Norðmenn eru að átta sig á því að Noregur er enþá stjórnað af nasistum (sósíalistum). Noregur er föðurland, Rússland er móðir.

Nasistar og kommúnistar voru/eru í miklu ástarsambandi samkvæmt heimildarmyndinni The Soviet Story.

Haraldur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 10:58

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm besta þjóðfélag í heimi stjórnað af sósíalistum.. þetta segir manni sitthvað :)

Óskar Þorkelsson, 26.4.2009 kl. 12:12

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðalagið "íðilsætur" drengur er nú reyndar fengið að láni hjá konu sem hafði séð lagið á undan mér. Kona þessi telur sig vera fulltrúa gríðarlega stórs hóps kvenna sem er veik fyrir svona piltum.

Hún segist til dæmis hafa nákvæmlega engan áhuga á íþróttum en setjist samt alltaf sem límd fyrir framan sjónvarpið og fái í hnén þegar Tiger Woods er að spila golf. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2009 kl. 14:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.

Þorsteinn Briem, 26.4.2009 kl. 15:50

10 identicon

Ah ekki finnst mér það nú hljóma vel,en stráksi er krútt og sumum líkar það vel greinilega.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband