28.4.2009 | 09:51
Enn erfiðara en 1918.
1918 voru engar flugsamgöngur á milli landa. Til Íslands sigldu tiltölulega fá skip á hverju ári. Samt kom spánska veikin hingað rétt eins og svarti dauði 1402.
Tímarnir eru gerbreyttir og Ísland er ekki meira eyland en önnur lönd í þessu tilliti. Flensan er farin af stað og verður ekki stöðvuð. Spánska veikin, sem var inflúensa, lagði fleiri í gröfina á heimsvísu en féllu í heimstyrjöldinni fyrri.
Margt er líkt með tímunum nú og fyrir 90 árum. 1917 var dýpsti kreppudalur sem komið hefur á íslandi, dýpri en í heimskreppunni miklu. Ofan á það bættist spánska veikin árið eftir auk hafísvetrarins mikla og Kötlugoss.
En það er alltaf ljós í myrkrinu. Fullveldið 1918 var langstærsta skref Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, einkum vegna þess að þá var í fyrsta skipti tryggt að hægt væri eftir ákveðinn tíma hægt að rifta sambandinu við Dani endanlega.
Ónæmisbakteríu þróast hraðar en varnir við þeim. Börn okkar og barnabörn fá mikið verkefni að glíma við.
Það hefur líklega alltaf verið tálsýn að maðurinn gæti sigrast á öllum sjúkdómum. Þeir hafa fylgt öllu lífi frá örófi alda og við það verður að sætta sig og reyna með baráttu að fá það besta út úr því lífi sem okkur hefur þó verið gefið milli vöggu og grafar.
Okkur er áskapað að berjast fyrir lífinu og taka þann slag með þökk fyrir það að hafa fengið að lifa. Ekki er enn vitað hve skæð svínaflensan verður. 1918 fór ungt fólk verr út úr veikinni en gamalt en ekki hefur komið í ljós núna hverjir eru veikastir fyrir.
Á okkar tímum getur heilbrigðiskerfið tekið mun fastar og markvissara á í varnaraðgerðum en 1918, þótt ekki verði hægt að stöðva faraldurinn.
Of seint að hindra útbreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru viðsjárverðir tímar - það er atvinnuþref.
Vel mælt Ómar. VIð tökum öll þennan slag!
Guðmundur St Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 10:12
Við tökum því sem að höndum ber hnarreist og stolt eins og alltaf og flýjum ekki erfið verkefni.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.