Tók mikla áhættu og tapaði.

Alex Ferguson er ekki einn um það að hafa sýnst brottvísun Darren Fletchers hafa verið réttmæt. Þetta sýndist mér og mörgum öðrum þangað til búið var að sýna atvikið nógu oft til þess að sjá að eitt ógnarsmátt sekúndubrot snerti fótur Fletchers boltann.

Á hitt verður að líta að miðað við stöðuna og þó einkum stöðu sína tók Fletcher allt of mikla áhættu með því að reyna að teygja fótinn á þennan hátt þvert fram fyrir mótherjann í þeirri að því er virtist alltof veiku von að ná að snerta boltann.

Dómarinn er hluti af vellinum og var ekki í aðstöðu til að sjá þetta fremur en svo margir aðrir.

Það sem maður sá var ævintýraleg, glæfraleg og fífldjörf tilraun sem mistókst. Þótt nákvæmar endursýningar sýni annað er niðurstaða mín sú, að Fletcher var að vísu refsað grimmilega, ranglega miðað við tæknilegar upplýsingar eftirá en að nokkru leyti verðskuldað vegna þeirrar miklu áhættu sem hann tók.


mbl.is Er svartsýnn fyrir hönd Fletchers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur ekki sagt að það sé Fletcher að kenna að dómarinn dæmdi vitlaust.  Þú skoðar ekki hvar dómarinn er staðsettur áður en þú reynir að ná boltanum  Og þar sem boltinn breytti vel um stefnu þá var þetta einfaldlega frábær vörn hjá honum.

kv

Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:51

2 identicon

Ég er alveg sammála þér að í ljósi aðstæðna þá átti Fletcher bara jafnvel að leyfa manninum að skjóta á markið. Arsenal þurftu 5 mörk á 15 mín svo að eitt dauðafæri hefði ekki sakað.

Maggi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:49

3 identicon

Alveg sammála. Hann gróf sína eigin gröf.

Alveg með ólíkindum að gera þetta í stöðunni 0-3, þegar Arsenal hefði þurft að skora 5 mörk til að vinna sigur! - hann átti bara að leyfa honum skjóta á markið, boltinn var skoppandi og alveg óvíst hvort úr yrði mark. Að láta reka sig útaf og fá á sig víti er alveg furðulegt í þessari stöðu.

Annars finnst mér þessi regla almennt bjánaleg; að reka menn útaf fyrir það eitt að gefa víti sem aftasti maður. Það er alveg næg refsing að dæma víti.

Það á að reka menn útaf sem brjóta illa á öðrum leikmönnum, slasa þá og koma í veg fyrir að andstæðingar geta spilað svo mánuðum skiptir. Þannig á að nota rauð spjöld. Þetta brot þarna hjá Fletcher var vægt brot - reyndar fannst mér að klárlega vera víti - en svona brot á ekki að vera brottrekstur.

En Fletcher á að þekkja reglurnar. Hann veit af þessari fáránlegu reglu, að mega ekki brjóta af sér sem aftasti maður, og því hefði hann átt að passa sig.

Af hverju eru menn að vorkenna honum fyrir hans eigin mistök?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband