Enginn betri en keppinautarnir leyfa.

Ofangreint máltæki er grimmur sannleikur íþróttanna og lífsins og það skynjar Eiður Smári Guðjohnsen. Í framlínu Barcelona eru menn sem eru meðal allra bestu leikmanna heims. Það þarf mikið til að taka stöðu þeirra.

Aðeins ef þeir meiðast er von um að komast að einhverju marki inn á völlinn. Þetta er bara svona.

Mörg dæmi eru um hliðstæður.

Á sjöunda og áttunda áratugnum var mesta blómatímabilið í þungavigt hnefaleikanna. Menn eins og Henry Cooper, Jerry Quarry, Ken Norton, Ernie Shavers og Ron Lyle hefðu getað orðið óumdeilanlegir heimsmeistarar á hvaða öðrum áratugum sem var.

En Liston, Ali, Frazier og Foreman leyfðu það ekki.

Það er hægt að nefna nöfn nokkurra frábærra körfuboltamanna á fyrri hluta síðasta áratugs liðinnar aldar sem hefðu getað verið óumdeilanlega bestir hvenær sem var á öðrum tíma.

En Michael Jordan leyfði það ekki.

Alfreð Hitschcock hefði átt að fá Óskarsverðlaun en fékk þau ekki. Hann var svo óheppinn að ævinlega var einhver önnur mynd á ferðinni einmitt á óheppilegasta tíma fyrir hann, sem hreppti verðlaunin.

Eiður Smári verður að taka erfiða ákvörðun og hann hefur ekki mikinn tíma því að í íþróttum er blómatímabil hvers manns ekki langt.


mbl.is Eiður vill fara frá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband