Flugvélarlagaða bensínstöðin.

Ég man vel eftir því hvað bensínstöðin að Laugavegi 180 var allt öðruvísi og nýtískulegri en aðrar bensínstöðvar þegar hún var reist. Á þeim tíma voru hönnuðir mjög hrifnir af flugvélum og sást það til dæmis vel á bílum fram til 1960.

Þegar horft var á bensínstöðina úr vestri leit hún út eins framendi á flugvél þar sem stöðin sjálf var framendi flugvélarskrokksins með tvo vængi, sem bílunum var ekið undir.

Bensínstöð með þessu lagi hef ég hvergi séð í öðrum löndum.

Illu heilli var þessu gjörbreytt í það horf að gera bensínstöðina sem líkasta öðrum bensínstöðvum í stað þess að endurbæta upprunalegt lag hennar og viðhalda sérstæðu lagi hennar. Þetta hefði aldrei fengið að gerast ef þetta hefði verið kirkja eða opinber bygging og sýnir hvernig menn hafa litið niður á mannvirki á borð við bensínstöðvar sem skjól fyrir óæðri starfsemi.

Hér á landi virðist unnið að því hörðum höndum að gera allar bensínstöðvar og áningarstaði við þjóðvegina eins og gengur og gerist í öðrum löndum. Þetta er orðið þannig að þegar komið er í Staðarskála og helstu bensínstöðvar á Íslandi gæti maður verið í bensínstöð í hvaða landi sem er.

Aðeins einstaka staðir eins og Litla kaffistofan halda velli en hið staðlaða og tilbreytingarsnauða form ryður sér til rúms.

Einhvern tíma rennur upp sá tími að endurnýja þurfi hið 60 ára afmælisbarn dagsins og mig dreymir um að hún verði þá færð í sem líkast form og hún var í upphafi.


mbl.is Fagna 60 ára afmæli bensínstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég bý í gömlu pósthúsi á Stöðvarfirði. Þú þekkir eflaust húsið um leið og þú sérð það. Staðlað form getur verið hundleiðinlegt til lengdar.

Offari, 4.6.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband