Ísland skal rísa !

Það blés ekki byrlega fyrir Vestmannaeyjum fyrir rúmum 36 árum. Hraunstraumar ógnuðu bæði byggðinni og höfninni, sem menn sáu fram á að gæti lokast. Ógleymanlegt er kvöldið þegar suðaustan hvassviðri feykti glæringum inn um glugga á húsum og kveikti í þeim.

Í umræðuþætti í sjónvarpi ræddu menn um þann möguleika að flytja byggðina að Dyrhólaósi og gera þar höfn. Þegar sú umræða var komin hvað lengst, sagði Ólafur Jóhannesson hátt og snjallt og af miklum þunga: "Vestmanneyjar skulu rísa!"

Þetta var vendipunktur í umræðunni þetta kvöld og við vitum um framhaldið.

Nú sér maður hugmyndir manna sem eru tilbúnir til að fórna mestu verðmætum landsins, einstæðri náttúru hennar, með því að virkja allt sundur og saman og selja með allt að 30% orkutapi á útsölu og heildsölu til útlanda, og skuli andvirðið renna í Icesave-skuldirnar.

Slíkar hugmyndir eru jafnvel verri en þær að afsala auðlindum landsins til lands og sjávar til útlendinga því að þær bera í sér stórfellda og óáfturkræfa eyðileggingu stærstu auðlindar landsins um þúsundir ára.  

Þessar hugmyndir eru jafnvel verri en að selja handritin útlendingum.  

Það er sótt að Íslandi bæði utan frá og innan frá. Ég heyri fyrir mér í þungri röddu Ólafs Jóhannessonar þegar hún myndi hljóma ef hann væri á lífi: "Ísland skal rísa!"


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mæl manna heilastur Ómar!

Nú verðum við að standa saman en lyppast ekki niður.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnvöld þurfa að fara að komast að því hvort þau ætla sér að vera með okkur í liði gagnvart erlendu kröfuhöfunum eða vera með þeim í liði gegn okkur. Ef þau velja sér að vera handrukkarar þeirra hér á landi munum við taka á þeim sem slíkum.

Héðinn Björnsson, 26.6.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já tek undir meininguna .. en Vestmannaeyjar risu vegna samstillts átak fjölda þjóða og mikillar samstöðu landsmanna.. þessar þjóðir eru fjarverandi núna.. og þjóðin er ekki samstilltari en brotinn gítar...

Óskar Þorkelsson, 26.6.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bretar voru einir í heiminum vorið 1940. Evrópa fallin, kaninn ekki kominn inn í myndina og London í rúst.

Þjóðin hlustaði á forsætisráðherrann og gafst aldrei upp. Mikið vantar okkur þannig leiðtoga núna.

Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 19:56

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já hugsaðu þér Ómar, alveg til í það að gera handónýtan Icesave samning, bara til þess að þóknast einhverju ESB liði. Það þarf kjark til þess að segja nei, en allt of margir fylgja straumnum. Það er sama hvort fjallað er um umhverfisvernd, Icesave eða ESB.

Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2009 kl. 20:01

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tími þess að hafa áhyggjur af eiðileggingu jarðarinnar er liðinn, því það er of seint. Nú er bara eitt eftir í stöðunni og það er að gera eitthvað í málunum. Annars tortímum við okkur öllum, sama hvað hver segir.

Ég er nú eiginlega hlynnt því að selja handritin því þau eru víst gífurlega verðmæt þó ég hafi aldrey lesið þau og reikna ekki með að ég nenni því. Einu sinni þóttu þau merkileg en í nútímanum eru þau einskis virði því og framtíðin mun ekki byggjast á þeim.

Auðvitað getum við komið okkur frá þessu með góðra manna hjálp eins og þín Ómar. Nú þurfum við að virkja gömlu góðu fréttamennina. Langar að benda á "impra.is" sem fær alls enga umfjöllun í ríkisfjölmiðlum eða mjög litla alla vega.

þar er að finna gífurlegan auð og ókynntar briljanthugmyndir sem myndi skila þjóðinni og heiminum gífurlega miklu.

Spillingarklíkan vill bara ekki auglýsa það því hún ætlar líklega að koma því þannig fyrir að hún fái allann gróðann. Heldur vil ég að landið missi sjálfstæðið en að spillingarklíkan hirði ágóðann af því sem þar fer fram.

Ómar það verður einhvernveginn að koma þér aftur í vinnu við opinberan fréttaflutning.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: GunniS

ég mæli með að Björgólfur og félagar verði handteknir og eignir þeirrar. allar eignir verði seldar upp i icesave skuldirnar. og ég vona að fréttir með fyrirsögnum sem vísa í hvað bíður þessara manna verði á forsíðum blaðanna næstu mánuði.

GunniS, 27.6.2009 kl. 03:21

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er rétt.Nú þurfum við Framsóknarmann með kjark, þor og hugmyndir sem forsætisráðherra.Hann heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigurgeir Jónsson, 27.6.2009 kl. 09:21

9 identicon

Ómar !

Var þetta ekki sami Ólafur Jóhannesson sem skrifaði undir landhelgissamning við breta, og Lúðvík Jósepsson sagðist rifta um leið og hann kæmist í ráðherrastól.  Sem hann og gerði.   Er þetta ekki sama  Framsókn sem eru eins og kratar, gera hvað sem er til að halda í völdin.  Og því miður er Steingrímur & co. sama marki brenndir.  Undan skil ég Ögmund,  hann er og verður þeirra perla á skítahaug.

J.þ.A (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:21

10 Smámynd: Björn Emilsson

Kæri Ómar, gamle ven

Þú ert einn merkasti og vinsælasti maður Íslands í dag, það sýna heimsóknir á bloggið þitt. Læt hér fylgja skrif mín um framtíðarland ESB. Ómar þú ert von Islands og sverð og skjóldur. Þú verður að fara að líta raunhæfum augum að gefa upp sjálfstæði okkar, sem tók okkur svo mörg ár áð ná - 700 ár!!

Ný þjóð sest að. Sjá menn ekki fyrir sér ´Nýja Ísland´Evrópubandalagsins. Þarf ekki einusinni að leggja neitt fram. Eiga hólmann sennilega nú þegar og fiskimiðin líka. ESB mun hefjast handa við að byggja upp nýja landið sitt.Straumur fólks til landsins mun fylla yfirgefið húsnæði islendinga Herstöðin endurbyggð á Keflavíkurflugvelli. Fiskimiðin ofnýtt . Olíu borpallar rísa á Drekasvæði. Nægir peningar til að nýta sér gögn og gæði Gamla Fróns. Islensk tunga mun hverfa í daglegu tali. Herskatt fólk með aðra siði og þjóðfána hefur tekið við.

Kannske er bara spurningin, hvor verður fyrri til ESB eða Rússar.

Björn Emilsson, 22.6.2009 kl. 13:44

Björn Emilsson, 27.6.2009 kl. 21:19

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það var reyndar einn möguleiki sem mér datt í hug- Hvað með að segja upp samningnum við alcoa og þvinga þá til þess að borga sama rafmagnsverð og gengur og gerist í gjörvallri Evrópu ? Ég geri þá ráð fyrir því að Alcoa myndi aðsjálfsögðu flýja land í hið snarasta og í kjölfarið gætum við nýtt kárahnúkavirkjun í að leggja sæstrengi til evrópu ?

Þá væri ekki skaðin meiri en er nú þegar og það þyrfti ekki að virkja neitt meira. 

Brynjar Jóhannsson, 27.6.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má ekki dæma einstakar gerðir manna eftir því hvað þeir gerðu annað eða hverjir þeir voru. Álitið á Ólafi Jóhannessyni hefur dalað þegar frá líður, og fleiri heimildir koma fram um þá pólitík sem hann rak og var oft á tíðum ekki til fyrirmyndar.

Raunar er það misminni að Lúðvík Jósepsson hafi ætlað að rifta landhelgissamningum við Breta ef hann kæmist í ráðherrastól því að hann var með Ólafi Jóhannessynií vinstri stjórninni sem sat 1971-74 og færði landhelgina út í 50 mílur.

Ómar Ragnarsson, 28.6.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband