13.7.2009 | 20:47
Hvað skuldum við mikið?
Mjög áhugaverðar umræður voru á Skjá einum í kvöld, en sjónvarpsstöðin nýtti sér sumarleyfaástandið á hinum sjónvarpsstöðvunum mjög vel.
Að einu var þó aldrei spurt, svo að ég heyrði í þættinum: Hverjar eru heildarskuldir Íslendinga? Þetta er lykilspurning varðandi það hvort það sé mögulegt fyrir okkur að standa við skuldbindingar okkar.
Það var spurt að þessu strax um miðjan síðasta vetur. Ég fæ ekki séð að svarið sé enn fengið.
Davíð í Málefninu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er merkilega erfitt að fá svar við þessari spurningu Ómar.
Önnur spurning sem liggur síðan í láginni er; hvernig gagnast það þjóð sem ræður ekki við erlendar skuldir sínar að taka enn meiri lán?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði reyndar örlítið á þetta í þættinum en svo fjaraði það út. Þetta er líklega ekki gott umræðuefni.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 13.7.2009 kl. 20:56
Þetta er lykil spurning í þessu máli. Af hverju er verið að leyna þessu fyrir Íslendingum?
cindy, 13.7.2009 kl. 21:26
Sjá blogg Marinós G. Njálssonar - http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/912915/
Við erum alla vega búin að vera - kaput!!!!!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 13.7.2009 kl. 21:31
Það er einnig mikið leyndarmál, hve mikið útgerðin skuldar
Kristbjörn Árnason, 13.7.2009 kl. 21:43
Svarið hefur ekki fengist, þar eð menn vita það ekki. Svo einfalt er það mál.
Eitt er hinsvegar víst, Ísland er gjaldþrota, ef greiða yrði allar skuldir í botn.
Og ekki aðeins ríkið, einnig mörg sveitarfélög. Sum eru svo ílla sett, að þeirra neyðarúrræði er að bjóða útlendingum aðgang að orku landsins, og það til tugi ára.
Já, nú eru góð ráð dýr. Því miður, ég sé aðeins eina lausn; ESB
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:03
Skuldir sjávarútvegsins voru 325 milljarðar króna árið 2007 en eigið fé 110 milljarðar króna.
Hagstofan - Efnahagsyfirlit sjávarútvegsins 1997-2007
Sama ár var útflutningsverðmæti sjávarafurða um 130 milljarðar króna en aflaverðmæti um 80 milljarðar króna.
Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Þorsteinn Briem, 13.7.2009 kl. 22:25
"Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 244 milljarða króna í lok 1. ársfjórðungs 2009 samanborið við 45 milljarða króna jákvæða eign á sama ársfjórðungi 2008. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.244 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem nam 88,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins.
Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 572 milljörðum króna á 1. ársfjórðungi 2008 eða sem svarar 39% af landsframleiðslu."
Hagstofan - Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2009
Þorsteinn Briem, 13.7.2009 kl. 22:57
Góð spurning, Ómar. Geir H. Haarde sagði heildarskuldir Íslendinga (eða var það bara bankanna?) í ræðunni 6.10.2008 vera 12- falda þjóðarframleiðslu (1300m), eða 15.600 milljarða króna. Síðan kom í ljós að allt var ekki tínt til, auk þess sem gengið féll hraustlega. Eftir það voru brunaútsölur á eignum bankanna, sem náðu samt ekki að lækka heildarskuldir nema um nokkur þúsund milljarða.
Núna er enn talað um að ríkið skuldi „aðeins“ rúma 2000 milljarða, en þá er augsýnilega gert ráð fyrir því að neyðarlögin standi og allt eignabröltið á nýjum og gömlum bönkum, sem eru í raun sama þrotabúið. Loksins er ríkið að gera sér grein fyrir því að kröfuhafarnir verða að fá bankana og allar eignir þeirra. Ef það er ekki gert og kröfuhafarnir látnir afskrifa mjög hraustlega, þá standa eftir skuldir upp á fjölda þúsunda milljarða sem ríkið hefur gert sig ábyrgt fyrir með óábyrgri hegðun allt frá hruni.
En jafnvel þó að neyðarlögin standi, sem er ólíkleg niðurstaða, þá skuldar ríkið alltaf 2-3000 milljarða króna, sem við náum ekki að greiða og það þarf að borga af þeim um 300 milljónir á dag í vexti.
Ívar Pálsson, 13.7.2009 kl. 23:17
Ég gæti trúað að skuldir Íslands með öllu afskrifaðar og ekki afskrifaðar séu um 14 þúsund milljarðar í íslenskum krónum. Útgerðin skuldar svona 1200 milljarða af því vegna kvótabrasksins eingöngu að ég tel
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:21
Seðlabankinn gaf þetta út 4. júní sl. Skuldir Íslendinga eru þar (31/3/09) um 13.000 milljarðar, þar af innlánsstofnanir um 10.700 milljarðar. Þetta eru víst helstu skuldarar! Icesave er tæpast inni í þessu.
Flest stærstu (og skuldugustu) fyrirtækin eru í umsýslu bankanna, sem eru í greiðslustöðvun, stýrðri af ríkinu.
Hver 1% sveifla í gengi krónu (algeng dagsveifla) hækkar skuldirnar um kannski 130 milljarða, en nettó- áhrif vegna hækkunar erlendra eigna eru minni en það. Þó alltaf 70-90 milljarðar!
Ívar Pálsson, 14.7.2009 kl. 00:28
Björgólfur Thor Björgólfsson greiðir að sjálfsögðu IceSave-skuldirnar.
"Björgólfur Thor var fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heimsins. Í mars 2008 voru eignir hans metnar á 3,5 milljarða dollara, eða um 227 milljarða króna."
Björgólfur Thor Björgólfsson - Wikipedia
"The exact same thing happened as in Iceland, except in a harsher way. I was at the scene, I had a job, I was able to work myself out of it, the Russians were able to work their way out of it, Iceland will do the same. I have seen this before."
Interview with Björgólfur Thor Björgólfsson | IceNews - Daily News
Þorsteinn Briem, 14.7.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.