Kunna að fara í skrúðgöngu.

Gimli er smábær í Manitoba, íbúarnir tæp sex þúsund. Það er upplifun fyrir Íslending að vera þar á Íslendingadaginn. Hvílík skrúðganga í ekki stærri bæ!

Gleðigangan í Reykjavík er fyrsta íslenska skrúðgangan sem minnir á skrúðgönguna í Gimli, nema að skrúðgangan í Gimli er miklu fjölbreyttari þótt fólkið sé skiljanlega fleira hér heima.

Hér heima eru þeir sem horfa á í miklum meirihluta en í Gimli eru þeir sem sjá um skrúðgönguna jafnvel fleiri en áhorfendur.

Bókstaflega allar stofnanir, fyrirtæki, félög og áhugamannahópar um tónlist og leiklist taka þátt í þessari skrúðgöngu. Meira að segja bændurnir í nágrenninu koma á skreyttum dráttarvélum dragandi litskrúðuga heyvagna.

Hver einasta hljómsveit kemur með dynjandi tónlist á vögnum og leikhópar í viðeigandi búningum flytja dagskrár á vögnum sínum eða gangandi í kringum þá. 

Ég lýsi eftir hliðstæðri skrúðgöngu hér heima 17. júní þar sem allir leggja sitt af mörkum! Ekki veitir af í kreppunni ! 


mbl.is Íslenskt veður á Íslendingadeginum í Gimli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gimil er smábær í Manitoba,"

Hér þarf aðeins að taka til og hreinsa út stafavíxl.

Joni (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Joni. Búinn að breyta þessu úr því sem þú lýstir réttilega meðan það stóð.

Ómar Ragnarsson, 5.8.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband