24.9.2009 | 19:20
Afturhvarf um 35 ár.
Ráðning Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins er afturhvarf til þess tíma þegar dagblöð landsins voru öll flokksmálgögn.
Fyrsta glufan í það virki flokkspólitískra blaða var stofnun DV 1975.
Það á eftir að koma í ljós hve afskiptasamur Davíð verður en í ljósi þess að fágætt er að einn maður hafi haft eins mikið ofurvald yfir þjóðfélaginu og hann hafði á síðustu árum sínum í embætti forsætisráðherra verður að teljast bjartsýni að ætlast til þess að afskiptasemi hans verði haldið niðri á nýjum vinnustað.
Það liggur afar beint við að álykta að hagsmunir voldugra afla í Sjálfstæðisflokknum hafi ráðið því sem nú hefur gerst en verður síðan að koma í ljós hve mikil áhrif það mun hafa á fréttaflutning og efni blaðsins. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni há trúverðugleika og óhlutdrægni blaðsins.
Lengst af síðustu öld voru Morgunblaðið og Þjóðviljinn andstæðir pólar meðal íslensku blaðanna.
Ég varð heltekinn af stjórnmálaáhuga tíu ára gamall og megin stjórnmálaskoðanir mínar hafa breyst lítið síðan þá, kjörorð frönsku byltingarinnar, frelsi-jafnrétti-bræðralag þar sem keppti yrði að frelsi sem flestra í heiminum með því að beita jafnrétti og bræðralagi.
Þegar ég fór að bera út blöð eyddi ég hluta þeirra peninga til að gerast áskrifandi að Þjóðviljanum vegna þess að foreldrar mínir, sem voru flokksbundið Sjálfstæðisfólk, voru aðeins áskrifendur að Morgunblaðinu.
Ég vildi alast upp á heimili þar sem andstæðar skoðanir fengju að njóta sín í jafnvægi svo að ég og aðrir á heimilinu hefðu sem bestar aðstæður til að mynda sér sjálfstæða skoðun.
Ég er enn sama sinnis og þá og mun því ekki segja upp áskrift að Morgunblaðinu þótt mér finnist það afturför að hér sé aftur að renna upp gömul tíð þar sem fréttaflutningur og efnisval verði lituð af þröngum hagsmunum.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins þá hefði ég skoðað það með jafn opnum huga og að Davíð Oddson hefur nú verið ráðinn. Vona að á Morgunblaðinu séu blaðamenn sem eru með mismunandi sjónarhorn á mál.
Sigurður Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 19:58
Davíð náði óvenjulegu kverkataki á þjóðlífinu þegar afskiptasemi hans var sem mest. Ástandið var orðið þannig að hann þurfti ekki lengur að beita sér, - allir töldu það öruggast að gera ekkert sem honum gæti mislíkað. Honum tókst að ná þessu valdi án þess að vera beint nálægur sjálfur.
Í Hádegismóum verður hann inni í sama húsi og blaðamennirnir. Davíð er enginn venjulegur maður. Hann fyllir hvern þann stað sem hann er staddur á með gríðarlegri útgeislun og áhrifavaldi sem jaðrar við dáleiðsluhæfileika.
Þetta er stærsti kostur þessa stórbrotna persónuleika en jafnfram sá varasamasti.
Ég endurtek að hvorki mun ég að svo stöddu segja upp áskrift að Morgunblaðinu né hætta að blogga á mbl.is.
Um hið síðarnefnda gildir hins vegar annað en um áskriftina. Ef farið verður að vera með óeðlileg afskipti af blogginu verður hver bloggari að bregðast við slíku eftir aðstæðum.
Ég vona svo sannarlega Morgunblaðsins vegna og bloggsins vegna að þetta fari betur en mörgum finnst líklegt að það fari.
Við skulum láta á þetta reyna og halda ró okkar.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 20:14
Skiptir það máli hvaða sjónarhorn blaðamenn hafa? Er Davíð ekki þekktur fyrir skuggann sem af honum fellur? Hver fer að segja eigin skoðanir með skuggann af Davíð og fallöxinni (uppsagnir) yfir öllu?
Sem betur fer höfum við netið og þar með möguleika á frjálsum fjölmiðlum. Það ætti því að verða erfiðara en áður að heilaþvo okkur.
Villi Asgeirsson, 24.9.2009 kl. 20:18
Er þetta ekki svolítill hystería sem fólk sýnir við ritstjóraskiptin? Er ekki í lagi að bíða og sjá hvað setur? Er ekki þörf á sterkum straumum sem koma upp á yfirborðið? Þegar sterkar persónur koma til verður umbylting. Kyrrstaðan skilar engu en umbrotin þyrla upp þörfu moldviðri. Og þá er að sjá til sólar. Finna stefnuna og halda henni.
Við þjóðin verðum að vita hvert stefna skal. Til þessa hefur stefnan verið óljós og reikul. Nú verður spennandi að sjá hvort DO tekst að hrista upp í okkur öllum?
Auður M (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:41
Ómar, ég skal taka undir með þér að það var ákveðin hræðsla að tjá sig í þjóðfélaginu á ákveðnu tímabili. Vona að það taki sig ekki upp. Vona að skoðanaskipti í Morgunblaðinu, á Mbl.is og hér á blogginu verði hreinskiptin og opin.
Það er vel hægt að velta því fyrir sér hvort það sé viðeigandi nú ári eftir hrun að einn helsti útrásarvíkingurinn hafi getað keypt upp stóran hluta af fjölmiðlum landsins. Var það gert til þess að verja ,,flóttann". Mér finnst furðu lítið hafa verið fjallað um það mál.
Við þurfum að fá upp rökræðu í þessu samfélagi, vonandi eru verða tíðindi dagsins til þess að stuðla að því.
Sigurður Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 20:51
Fréttablaðið reið á vaðið með því að ráða Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra. Þá heyrðist ekki hljóð úr horni talsmanna frjálsrar fjölmiðlunar, eða hvað? Það var þá væntanlega Ómar sem var farið 35 ár aftur í tímann. Svo má ekki gleyma því að Össur Skarphéðinsson var ritstjóri DV.
Jón Baldur Lorange, 24.9.2009 kl. 21:24
Ritstjórar Morgunblaðsins hafa að sjálfsögðu verið pólitískir. Matthías Johannessen, ritstjóri Moggans í 41 ár, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri blaðsins í 36 ár, höfðu mikil völd í þjóðfélaginu og margir héldu því fram að þeir hefðu jafn mikil völd og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, óháð því hver hún var á hverjum tíma.
En völd þeirra Matthíasar og Styrmis byggðust ekki eingöngu á titlinum, heldur þeirra eigin persónuleika, hæfileikum og þekkingu á þjóðfélaginu, mönnum og málefnum. Þá heimsótti fólk úr öllum þjóðfélagshópum og stjórnmálaflokkum.
Og Davíð Oddsson er miklu meiri persónuleiki en Ólafur Þ. Stephensen, sem var aldrei ráðherraígildi, í mesta lagi eitt þorskígildi.
Matthías Johannessen var í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1954-1956, Styrmir Gunnarsson var formaður félagsins 1963-1966 og Ólafur Þ. Stephensen 1987-1989.
Fréttir eru ekki skoðanir höfundanna. Hins vegar ræðst það af skoðunum ritstjóra og fréttastjóra á hversu áberandi stað fréttirnar birtast í viðkomandi miðli og jafnvel einnig hvaða fréttir eru skrifaðar.
En síðustu ár mín á Mogganum skipti sér enginn af því hvaða fréttir og fréttaskýringar ég skrifaði og þær voru allar birtar, oft á útsíðum blaðsins. Þó hef ég aldrei verið sjálfstæðismaður.
Ályktanir höfunda geta aftur á móti birst í fréttaskýringum sem skrifaðar eru undir nafni höfundanna, þar sem þeir hampa einni eða fleiri skoðunum á kostnað annarra í niðurstöðunni, ályktuninni.
Og skoðanir höfunda birtast í leiðurum dagblaða en þeir eru ekki í öllum tilfellum skrifaðir af ritstjórum dagblaðanna, heldur þeim sem hafa sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði.
Þorsteinn Briem, 24.9.2009 kl. 21:59
Það verður að koma í ljós síðar, hvort þessi ákvörðun var nokkurs konar harakiri.
En, ég myndi sakna Moggans, ef hann hætti að koma út.
---------------------
Ljóst er þó, að Mogginn mun nú fara í mjög eindregna stjórnarandstöðu.
Mjög líklega, verður þar einnig eindreginn andstaða gegn ESB ráðandi, héðan í frá.
Tja, síðan reikna ég með, að ritstjóragreinar verði ofta á milli tannanna á fólki, þ.s. hann mun ekki standast það að rífa kjaft.
----------------------
Það verður allavegna fjör í kringum Moggan, héðan í Frá - "for better or for worse".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2009 kl. 22:08
Góð færsla Ómar og þetta með þörfina fyrir svigrúm fyrir ólíkar skoðanir. Er þá kominn þörf á að fara líka aftur í tímann og stofna róttækt og vinstrisinnað blað? Er það ekki rökrétt ályktun?
Nei, ég held það sé öflugri leið að sameinast um að segja blaðinu upp. Það ætlum við hjúin að gera í fyrramálið eftir um áralanga áskrift. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.9.2009 kl. 22:27
Er ekki hægt að virkja allan þennan æsing yfir ráðningu Davíðs. Þetta hlýtur að vera endurnýjanleg orka.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:34
Ómar: Ég man sem ungur drengur þegar Dagblaðið (síðar DV) var stofnað. Ég var 11 ára þegar ég keypti hlutabréf í því vegna þess að mér fannst það nýtt og spennandi. Þá seldi ég Vísi og síðar Dagblaðið í miðbænum og notaði peningana til að kaupa hlutabréf til að styrkja útgáfuna. Ég hef enn mikla trú á fjölbreytri fjölmiðlun (frjálsri fjölmiðlun) og tel að netið hafi verið stærsta breytingin á síðustu 100 árum. Ráðning Davíðs er að mínu mati til þess fallin að skoðanaskipti verði meiri en undanfarið hefur borið allt of mikið á því að fjölmiðlar birti fréttatilkynningar óskoðaðar og séu ekki nægjanlega gagnrýnir. Ég hef haft áhyggjur af því að sömu aðilar og áttu bankana og fyrirtækin áttu líka alla fjölmiðlana (utan RÚV). Það er miklu alvarlegra mál en einstök ráðning ritstjóra. Ég treysti Davíð vel í starfið. Haraldi sömuleiðis.
Eyþór Laxdal Arnalds, 24.9.2009 kl. 22:50
Gunnlaugur - þ.e. skynsemi að lesa reglulega skoðanir andstæðar manns eigin lífsskoðunum, því þ.e. rétt "enginn hefur rétt fyrir sér öllum stundum - enginn hefur rangt fyrir sér öllum stundum".
Að sjálfsögðu er þitt mál, hvað þú lest, en mín skoðun er að, skynsamt sé að lesa bæði vinstri sinnaða pressu og hægri sinnaða.
Rétta skoðunin liggi vanalega einhvers staðar á milli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2009 kl. 23:00
Af hverju ætti Davíð að nenna að standa í þessu nema af því að hann ætlar það sér til framdráttar? Maðurinn er þekktur fyrir ofríki og fyrirfram hefur maður ekki mikla trú á því að þeir sem munu starfa undir stjórn hans fái að sýna mikið sjálfstæði í starfi. Þessar fjöldauppsagnir gefa það til kynna, svona fyrirvaralausar og ber upp á sama daginn og ráðning Davíðs er tilkynnt. En það verður bara að koma í ljós.
Ég ólst upp við að pabbi keypti bæði Moggann og Þjóðviljann. Hann sagðist kaupa Moggann til þess eins að geta séð moggalýgina svart á hvítu en ég held að það hafi verið til að fá Lesbókina og allt menningarefnið sem hefur verið aðalsmerki Moggans. Ef Davíð einhendir sér í að rífa upp Lesbókina og efla menningarumfjöllun, þá væri það alveg stórkostlegt, þar ætti hann að vera á heimavelli.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.9.2009 kl. 23:54
Ráðningar Þorsteins Pálssonar og Össurar Skarphéðinssonar voru umdeilanlegar en báðir hófu þó ferla sína sem blaðamenn og ritstjórar.
Þegar Þorsteinn kom á Fréttablaðið hafði hann verið í burtu frá pólitík í áraraðir sem sendiherra og setið að því leyti á friðarstóli, fjarri vígamálum íslenskra stjórnmála.
Þorsteini þótti ávallt vænt um uppruna sinn eins og sást best á því að hann titlaði sig árum saman sem blaðamann í símaskrá þótt hann hefði orðið forsætisráðherra.
Davíð hefur hvergi nærri sömu reynslu af blaðamennsku og þessi tveir fyrrnefndu menn og þess utan kemur hann beint af vígvelli Sturlungastjórnmála samtímans blóðugur upp fyrir axlir úr póltískum mannvigum.
Hvorki Þorsteinn né Össur eru búnir hinu mikla eðlislæga ráðríki sem Davíð átti æ erfiðara með að ráða við eftir því sem árin færðust yfir.
Hann að því leyti til búinn að skapa sér vissan vanda í því starfi sem hann hefur tekið að sér.
Hans vegna og allra vegna væri æskilegt að hann réði við það og sýndi á sér sínar bestu hliðar, nýjar og ferskar.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 23:59
Kæri vinur, Ég er ekki sammála þeim lærdómi sem þú dregur af ályktunum þínum að þessu sinni. Skoðum "ofurvald Davíðs á þjóðfélaginu síðustu ár hans sem forsætisráðherra", og hitt að "hagsmunir voldugra afla hafi ráðið því sem nú hefur gerst". Allir vita sem vilja að á síðustu árum sínum í stóli forsætisráðherra átti Davíð Oddson í skæðri rimmu við Jón Ásgeir Jóhannesson sem endaði með frægum ósigri í fjölmiðlamálinu, þegar forsetinn vék frá hefðum og hljóp undir bagga með auðmanninum. Við sjálfstæðismenn gætum alveg eins snúið þessu við og talað um "ofurvald Jóns Ásgeirs á þjóðfélaginu" þar sem geysileg sókn í völd og auð með skuldsettum yfirtökum skilaði sér í yfirráðum á fyrirtækjum, fjármálastofnunum og fjölmiðlum, sókn sem náði miklum þunga á síðustu árum forsætisráðherratíðar Davís. Enginn þorði að segja múkk, nema Davíð, enda stóð og stendur ekki enn á árásunum á hann í fjölmiðlum andstæðingsins. Heilaþvotttur fjölmiðla Jóns Ásgeirs hefur jafnvel smitað starfsmenn "hins hlutlausa Ríkisútvarps" og vinstrisinnaða blaðamenn Moggans! Lægst lagðist þó DV í þjónkun sinni við eiganda sinn þegar það hóf að skrifa í tíma og ótíma að Davíð Oddson væri "höfundur hrunsins"! Hvergi annarsstaðar í hinum vestræna heima halda menn að einhver einn embættismaður hafi getað komið heimskreppunni af stað, ekki einu sinni Ben Bernankee, seðlabankstjóri Bandaríkjanna var álasaður fyri fall Lehman brothers þrátt fyrir að yfir 70 bankar og fjármálafyrirtæki legðust á hliðina í kjölfarið í USA í byrjun kreppunnar. Hin ályktunin "að hagsmunir voldugra afla í Sjálfstæðisflokknum hafi ráðið því sem nú hefur gerst" stenst betur, en þú dregur ekki þann lærdóm af álytuninni sem nauðsynlegur er. Hann er nefnilega sá, að þeir aðilar sem standa traustum fótum í íslensku atvinnulífi og kjósa að Íslendingar hafi áfram fulla stjórn á auðlindum sínum, telja það góðan kost að eiga málsvara eins og Morgunblaðið. Málsvara sem getur reynst ómetanlegt sverð í baráttu komandi missera fyrir fullveldi og frelsi íslenskrar þjóðar. Slíkt sverð verður hárbeitt sem Excalibur Artúrs konungs í höndum Davíðs Oddsonar. Með vinarkveðju,
Óttar Felix Hauksson, 25.9.2009 kl. 00:49
Hvar fæ ég aðgang að þessu vinstri sinnaða blaði Einar Björn? Spurning mín var hvort það væri kominn tími á að endurvekja mótvægið til vinstri þegar Davíð er búin að endurvekja Moggann sem flokksmálgagn.
Helstu höfundar heimshrunsins voru 25 samkvæmt úttekt TIME þannig að það er rétt hjá þér Óttar að það var ekki hann einn. Hann hefur ekkert traust og mun skaða ímynd Morgunblaðið sem fjölmiðils mjög mikið.
Sú staðreynd fer ekkert þó að einhverjir oflátungar úr Flokknum séu drjúgir með sig og sitt.
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2009 kl. 01:21
Veffjölmiðlar, eins og Smugan, eru að verða töluvert víðlesnir.
Framsóknarmenn, hafa ekki heldur gefið út Tímann, að staðaldri, um langt skeið.
En Samfó gæti sjálfsagt, fræðilega endurvakið 'Dag' - sem t.d. netfjölmiðil, er gæti einni líka haft prentað helgarblað.
Svipað mætti gera fyrir Tímann, ef út í þ.e. farið,
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.9.2009 kl. 01:45
Ég fagna komu Davíðs í ritstjórastól Mbl. Að sjálfsögðu fagna óvildarmenn hans því ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 01:46
Þessi ráðning er íslenskum fjölmiðlum og Íslandi í heild sinni til háðungar og veldur því að Ísland verður að meira aðhlátursefni erlendis en nokkru sinni fyrr. Var þó af nógu að taka, m.a. hafði Davíð sjálfur lent á lista Time Magazine yfir þá sem bera mesta ábyrgð á heimskreppunni, hvorki meira né minna.
Umræðan er á tómum villigötum þegar verið er að bera saman við Bjarna Ben á Mogga, Össur á DV eða Þorstein á Fréttablaðinu. Það hefði verið sambærilegt, ef Davíð hefði farið á Moggann árið 2003, eða eitthvað álíka. Þá hefði auðvitað ekki verið hægt að reka upp ramakvein einsog nú. En núna, eftir að Ísland varð gjaldþorta undir hans stjórn, er slíkur samanburður fullkomlega fáránlegur.
Ráðning Davíðs er sambærileg því ef Nixon hefði verið gerður að ritstjóra Washington Post eftir að hann hröklaðist frá völdum.
Þeir sem kaupa Morgunblaðið áfram eru að fagna komu Davíðs þangað, ekkert minna. Kaupandinn ber alla ábyrgðina, enginn annar.
Þorfinnur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 06:04
Eru ekki flestir miðlar pólitískir í dag?
Axel Þór Kolbeinsson, 25.9.2009 kl. 10:11
Það sem er eiginlega stórkostlegast við þetta blogg, er fyrsta kommentið
hans Sigurðar: " Vona að á Morgunblaðinu séu blaðamenn sem eru með mismunandi sjónarhorn á mál."
Siggi minn, varstu ekkert að fylgjast með uppsögnunum á mbl, hverjir voru látnir fara og hverjum var haldið ?
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 11:46
Með bloggi minu á ég við það að í stað þess að tvö helstu dagblöð landsins verði opin fyrir mismunandi skoðunum þótt þau séu í eigu stríðandi fylkinga verði þetta afturhvarf til þess tíma þegar Morgunblaðið og Þjóðviljinn voru ofan í skotgröfum þar sem hinn pólitíski hernaður var aðalatriðið.
Auðvitað var þetta að vissu leyti ekki alvont. Maður vissi þó hvar þessi blöð stóðu og dró sínar ályktanir.
Fréttablaðið brá á það ráð nýlega að dreifa ritstjórnargreinum sínum yfir á hóp manna til að breikka sjónarhornin sem kæmu þar fram og reyna með því að þvo af sér Baugs-stimpilinn.
Nú er hætt við að afstaðan harðni á báða bóga og það tel ég vera afturför til baka frá hinni frjálsu, opnu og víðsýnu fjölmiðlun sem hér þarf að vera.
Aðalatriðið er þó að nokkurt jafnræði verði með Morgunblaðinu og Fréttablaðinu svo að ekki komi til einokunaraðstöðu á markaðnum. Það er þess vegna sem mér er ekki sama um það hvernig Morgunblaðinu vegnar og vona að ekki hafi verið gerð mistök með ráðningu nýrra ritstjóra.
Ómar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 12:28
Aðalatriðið er Ómar að Morgunblaðið verður einhæfara, ótrúverugt og leiðinlegt.
Ótrúverðugleikinn skýrir sig að sjálfsögðu sjálfur með innkomu Davíðs.
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 12:37
Heldur þá nefndur Davíð ekki öllum sínum ofur og aftur ofureftirlaunum, sem hann barðist svo hatramlega við að fá að halda, og réð sig svo sjálfur í Seðlabankann, að sjálfsögðu ( trúlega ) ofurlaunum sem ritstjóri ?
Mér er í sjálfu sér sama hvar slíkur eiginhagsmunamaður er, ef hann er ekki í landsmálapólitík því þar hefur hann gert nógu illt.
Fyrir mér hefur þessi maður ætíð verið hrokinn uppmálaður og eigi hugsað um annað en sjálfan sig og sína.
Að hann hafi hinsvegar nokkur tíman unnið fyrir launum sínum er mér til efa.
Kveðja.
kunst (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:59
Heldur þá nefndur Davíð ekki öllum sínum ofur og aftur ofureftirlaunum, sem hann barðist svo hatramlega við að fá að halda, og réð sig svo sjálfur í Seðlabankann, að sjálfsögðu ( trúlega ) ofurlaunum sem ritstjóri ?
Laun Davíðs eru 30-40 % lægri en laun fráfarandi ritstjóra og þetta kom fram í viðtali Sölva við Davíð núna rétt áðan á skjá 1.
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:00
Æi Dóra aumingja ræfilinn hann Davíð. Hann er líklega maður er stundar sjálfboða vinnu fyrir " Hitt " auðvaldið.
kunst (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:06
Ég hvet alla bloggara hér á blog.is til að færa sig, á Wordpress eða eitthvert annað og hætta að fjármagna þessa blóðsugu, Morgunblaðið.
Það er ábyrgðarhlutur að styðja spillta fjölmiðla- og kvótakónga sem hafa kostað skattgreiðendur a.m.k. 3 milljarða og fóðra ritstjóra sem henti 350 milljörðum af skattfé út um gluggann sem seðlabankastjóri og er aðalhönnuður íslenska efnahagshrunsins sem forsætisráðherra.
Farið sam helst ekki úr öskunni í eldinn, til Jóns Ásgeirs á blogg.visir.is.
Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 00:41
Ertu nokkur hluthafi í Worpress? Ert nú búinn að auglýsa hana, í nokkrum fj. blogga!
Kv
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:24
Alltaf skemmtilegt þegar koma með fimmaurabrandara í staðinn fyrir rök.
Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 13:31
Eru það ekki einmitt andstæðingarnir sem tryggja að Davíð er settur á stall, sem hann sótti ekki um að fá stæði á ? Eru það ekki einmitt kröfurnar á spádómshæfileika til hans sem gerir hann að þeim Guði sem andstæðingarnir dýrka, að vísu ekki með blómum og konfekti en ákalla engu að síður ? Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að Davíð sé áhrifamesti maðurinn í Samfylkingunni.
Davíð er sem betur fer mennskur og betur færi að andstæðingarnir gæfu honum frí frá þessu Guða-hlutverki sem svo margir aðrir viljið þvinga hann í. Finnið ykkur frekar aðra Guði til að dýrka.
Haraldur Baldursson, 26.9.2009 kl. 16:42
Ert þú Haraldur að segja að menn hafi ekki átt að vera á móti Stalín kommúnismans eða Hitler nasismans? Það er ekki verið að veitast að Davíð út af útliti eða persónu. Það er þessi langa saga um taumlausa valdníðsla og farveg spillingar sem tengist persónu hans. Af þeim ástæðum er full ástæða til að andæfa og mótmæla ráðningu hans.
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.9.2009 kl. 17:13
Ef marka má orð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er efnahagshrunið ÖLLUM að kenna - nema Davíð. ALLIR tóku þátt í geðveikinni - nema Davíð. ALLIR höfðu rangt fyrir sér - nema Davíð.
Það er ekkert víst að marka megi orð Hannesar Hólmsteins allt í einu núna.
Jens Guð, 26.9.2009 kl. 19:01
Gunnlaugur harla velur þú merka skurðgoð við hlið Davíðs. Leyfðu tímanum að leiða sannleikann í ljós. Hver veit nema að Morgunblaðið leiði fram upplýsingar undir ritsjórn Davíðs sem annars hefðu verið hulin. Ég reikna með að aðrir fjölmiðlar reyni að finna göt í þeirri fram setningu og er það vel. Gagnrýnin fjölmiðlun mun þá etv. geysast fram á sjónarsviðið og raunveruleg skoðanaskipti munu eiga sér stað, frekar en hallelúja Samfylkingarinnar og ESB-slefið.
Haraldur Baldursson, 26.9.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.