Hvað sagði Göran Persson?

Eftir bankahrunið kom til Íslands Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar til Íslands, og vildi miðla Íslendingum af reynslu Svía af baráttu við samdrátt og kreppu. 

Í fyrirlestri ráðlagði hann Íslendingum að takast strax á við kreppuna af fullum þunga en fresta því ekki. 

Nú er það svo að þetta þarf ekki að þýða það að allar byrðarnar verði lagðar á á örstuttum tíma, en boðskapur Perssons var samt sá að taka mesta skellinn strax. 

Greinilegt er á því sem ýmsir segja þessa dagana að margir halda að hægt verði komast hjá þessu.

Framsóknarmenn veifa 2000 milljarða norsku láni framan í okkur sem mun betri kosti en samstarfið við AGS er.

Rétt er að gæta að því að þessir 2000 milljarðar verða ekki afhentir gefins, - það þarf að borga þetta til baka. Á hve löngum tíma? Með hvaða kjörum?  Á kannski að velta því yfir á komandi kynslóðir?

Af hverju kom þetta ekki fram fyrr?

Hvað um það, - um þetta mál gildir það sama og um Icesave-samningana að allt verður að vera uppi á borðinu og verður að skoða þetta ofan í kjölinn sem fljótast. 

Og því má ekki gleyma, að það er sama hve lánin eru stór, - ef það eru lán þá kemur að skuldadögunum. 


mbl.is Niðurskurður er óhjákvæmilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stemmir ég var á fundinum í Hí og fann að þar talaði maður með reynslu.

Hér var vöxtunum haldið uppi, og sett á gjaldeyrishöft. Bara verið að lengja í ólinni.

Af hverju er ríkissjóður að greiða 100 milljarða í vaxtagreiðslur í ár??? Eru það vextir til fjármagnseigenda, af því að stýrivextir hafa verið svo háir???

Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Jonni

Sammála Göran. Bara láta þetta brenna út svo hægt sé að byrja upp á nýtt með uppbrettar ermar. Moka út skítnum.

Jonni, 1.10.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef við hlustuðum vel á það sem Göran Person sagði, þá var það að taka strax á vandanum og að fara ekki í kosningar. Hvort tveggja hundsuðum við. Svona lítil þjóð á mun erfiðara að taka á erfiðleikunum vegna nálægð fólks við stjórnmálamennina. Þess vegna var hugmyndin að þjóðstjórn svo góð tillaga. Henni hafnaði Samfylkingin.

Þetta með lán, eða réttara sagt lánalínur frá Noregi, er það besta sem fyrir okkur hefur komið ef rétt reynist. Þetta mun spara okkur tugi milljarða árlega í vaxtakostnað. Það hefur ekkert með það að fresta aðgerðum að gera. Spurningin er bara hvaðan við fáum fyrirgreiðslu, hverning og á hvaða kjörum.

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband