Lögbrot?

Mér skilst að reglur um Fálkaorðuna séu á þann veg að hver orða fyrir sig sé um eilífð eign íslenska ríkisins.

Þeir sem er sæmdir orðunni undirgangast þá skyldu að skila henni aftur við dauða sinn. Getur líklega orðið snúið fyrir hina látnu og erfitt fyrir íslenska ríkið að ganga að þeim og krefja þá um orðuna. 

Gaman væri að fá skýringu á því hvernig Fálkaorða getur gengið kaupum og sölum fyrir dágóðan skilding eins og greint er frá í frétt á mbl.is.

Hlýtur það ekki að vera lögbrot?  


mbl.is Fálkaorða seld fyrir nær hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hér er bara komin ný útflutnigsgrein.

Offari, 5.10.2009 kl. 11:50

2 identicon

önnur sameign þjóðarinnar þarna á ferðinni ?

zappa (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:00

3 identicon

Sæll Ómar; þetta er algerlega rétt hjá þér.  Ég tók einu sinni blaðaviðtal við danska konu í Kaupmannahöfn sem fengið hafði fálkaorðu fyrir að kenna Íslendingum dönsku.  Hún var orðin fullorðin og var ofarlega í huga að orðunni yrði skilað til Íslands þegar hún hyrfi héðan, sem hún gerði fáum árum seinna.

Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það mun alveg rétt að til þess er ætlast að fálkaorðum sé eftir að handhafar eru allir.

Í núverandi árferði er þó ekki að undra að erfingjar orðuþega velti fyrir sér spurningunni skila eða selja ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 14:46

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Menn hafa brotið meira af sér en að selja hégómlegt pjátur og komist upp með það. 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.10.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um íslensku fálkaorðuna gilda svokölluð forsetabréf og þar eru engin viðurlög.

14. gr. Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu."

Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu nr. 145/2005


"Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast hafa lægri réttarstöðu en lög samkvæmt fræðikerfi lögfræðinnar."

Vísindavefurinn: Hvað er forsetabréf?


2. gr.
Forsætisráðuneyti fer með mál, er varða: [...]

11.  Hina íslensku fálkaorðu og önnur heiðursmerki."

Reglugerð um Stjórnarráð Íslands nr. 177/2007

"FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að staðfesta svohljóðandi forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu: [...]"

FORSETABRÉF um hina íslensku fálkaorðu - Stjórnartíðindi

Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 18:19

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lögbrot eru lögbrot, hvort sem bein fyrirmæli eru í viðkomandi lögum um viðurlög við brotum á lögunum eða ekki.

Menn geta deilt um hvort ákvæði laga eigi rétt á sér eða ekki en Fálkaorðan er annars eðlis en til dæmis verðlaunabikarar eða styttur að því leyti að á þær er letrað hverjum þær eru veittar og fyrir hvað.

Engin slík áletrun er á Fálkaorðu, heldur fylgir með henn staðfestingarskjal.

Skilaskylda orðunnar byggist á þessu. Ef orðurnar væru sjálfar eyrnamerktar þeim sem þær fá væri þetta öðruvísi.

Ómar Ragnarsson, 5.10.2009 kl. 19:32

8 identicon

     Orður og titlar úrelt þing, - eins og dæmin sanna-  -  notast oft sem uppfylling  -   í eyður verðleikanna.  Vísan hans Steingríms á vel við í dag -  það ætti að vera löngu búið að leggja orður niður,------ nóg komið af flónskum orðuveitingum..........

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 19:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lögfræðiorðabók með skýringum, 2008, ritstjóri Páll Sigurðsson lagaprófessor:

"Lögbrot - réttarbrot - Hver sú háttsemi sem er andstæð réttarreglum, hvort sem þær eru skráðar eða óskráðar. Einungis þau réttarbrot sem refsing liggur við að lögum teljast til afbrota."

"Afbrot - Hver sú háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem refsing liggur við samkvæmt þeim refsiheimildum sem gildandi eru taldar á hverjum tíma. Fornt í málinu, samanber Járnsíðu."

Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 20:06

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég spurði ekki hvort um afbrot væri að ræða, heldur lögbrot.

Ómar Ragnarsson, 5.10.2009 kl. 22:16

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsetabréf hafa miklu minni þýðingu í heiminum en til að mynda ástarbréf og uppsagnarbréf.

Strákur nokkur átti kærustu í Reykjavík en var sendur í sveit um vorið og honum leist svo vel á heimasætuna á bænum að hann sendi kærustunni í Reykjavík eftirfarandi bréf með mjólkurbílnum:

"Þetta er uppsagnarbréf."

Þorsteinn Briem, 6.10.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband