21.10.2009 | 22:51
Agi, þekking og fyrirhyggja, - nei !
Við landnám Íslands hófst fyrsta íslenska "gróðærið", byggt á þeim hernaði gegn landinu sem fólst í skefjalausu skógarhöggi og beit.
Rannsóknir sýna að Ari fróði hafði rétt fyrir þegar hann segir 250 árum síðar að við landnám hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru og að meirihluti þess viðarklædda lands hafi þá þegar verið búið að höggva og beita.
Orð Ara fróða sýna líka að menn vissu mætavel hvað þeir voru að gera og í hvað stefndi.
En þeir kærðu sig kollótta heldur sögðu það sama og íslenski ráðamaðurinn sagði fyrir tíu árum: "Það verður vandamál þeirra kynslóða sem þá verða uppi."
1262 neyddust Íslendingar til að beygja sig fyrir afleiðingunum af þessu landlæga agaleysi og skorti á fyrirhyggju. Aðeins Noregskonungur gat tryggt samgöngur við landið og frið í því.
Á átjándu öld var svo komið að Íslendingum fækkaði um fjórðung á sama tíma og Norðmönnum fjölgaði um helming. Viðleitni Landsnefndarinnar sem stofnuð var til að vinna að umbótum var unnin fyrir gýg vegna þess að hinn íslenski aðall, stórbændur og embættismenn hélt í völd sín af alefli.
Þegar Framtíðarlandið fer nú fram á eðlileg vinnubrögð við nýtingu landsins er það á skjön við þetta þjóðareinkenni Íslendinga sem Nóbelskáldið lýsti svo vel í grein sinni um hernaðinn gegn landinu.
Nú, á öld upplýsingar, hefur meðvitað þekkingarleysi bæst við agaleysið og fyrirhyggjuleysið.
Það þykir af hinu illa að kanna mál og fá yfirsýn yfir þau. Slíku er líkt við hryðjuverk, öfgar og þaðan af verra og talað um óvini einstakra landshluta og jafnvel þjóðarinnar allrar.
Í sumar átti ég í mestu erfiðleikum með að svara spurningum erlendra fjölmiðlamanna um íslensk virkjanamál.
Sama segir við mig Guðmundur bóndi Ármannsson á Vaði í Norðurbyggð á Héraði.
Ítalir sem spurðu hann gátu ekki skilið hann fyrr en hann prófaði þá skýringu að Davíð og Halldór hefðu gert hrossakaup. "Þú styður einkavæðinguna" sagði Davíð "og þá skal ég koma virkjununum þínum í gegn." Þetta skildu Ítalirnir. "Aha, Berlusconi" sögðu þeir.
Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Forsjámenn framtíðarlandsins hafa en ekki boðað neina atvinnu starfsemi hvað þá komið henni á laggirnar, hinsvegar lofuðu þeir þegar kosið var um stækkun í Straumsvík annarri starfssemi ásamt VG ekkert er en komið og nú eru að líða þrjú ár loforði var eldfjallagarður ásamt skemmti garði dýragarði og tívoli, það er ekki einu sinnu búið að fjárfesta í einu einasta Kanarýju fugli hann er víst dýr á fóðrum.
Er hægt að taka marka á slíkum mönnum.?
Rauða Ljónið, 21.10.2009 kl. 23:16
Hún er alveg makalaus þessi álverbygging í Helguvík.
Það er byrjað að reisa álverið.
Það er engin vissa með orkuafhendingu , bæði vegna fjármögnunar virkjana og óvissu með orkumagn.
Háspennulagnir eru í óvissu. M.a ekki endanlega vitað hver upphafstaðurinn er- þó endastöðin sé þekkt-Helguvík. Umhverfismatið er núna í byrjunarferli.
Hafnargerð hangir í lausu lofti. Reykjanesbær er nær gjaldþrota og þar með hafnarsjóður. Kröfur eru um að ríkissjóður byggi höfnina. Ekkert fé er á samgönguáætlun til þess verks.
Hér hefur verið staðið að verki með hreinu fúski.
Verkefnastjórn er nákvæmlega engin.
Bara vonað að þetta reddist einhvernveginn.
Þetta er væntanlega Ísland í dag ?
Sævar Helgason, 21.10.2009 kl. 23:17
Sævar þetta kemur allt sem betur fer byggjum landið upp veitum atvinnu sköpum gjaldeyrir framtíð lands er í húfi.
Rauða Ljónið, 21.10.2009 kl. 23:36
Hafði ekki kólnandi veðurfar líka nokkuð mikið að segja í hvarfi skóganna?
Hvaða orð Ara má lesa þannig að menn vissu hvað þeir væru að gera. Geturðu bent mér á það. Var nýlega að lesa kaflana um norrænu víkingana á Grænlandi og Íslandi í bókinni Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir Jared Diamond prófessor við Kalíforníuháskóla og þar les ég út úr textanum hjá höfundi að víkingarnir hafi gert þetta af gáleysi. Þegar farið er t.d. yfir ákveðin mörk er ekki snúið tilbaka varðandi jarðvegsrof og ekkert sem maður getur gert, víkingarnir hafa ekki þekkt þessi mörk nógu vel og haldið að betri tíð myndi koma.
p.s. Það kom einhver með þá kenningu um árið að Ari hafi skrifað "víði vaxið" en ekki viði.
Ari (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:36
Svo mun nú vera ,, Það kom einhver með þá kenningu um árið að Ari hafi skrifað "víði vaxið" en ekki viði."
En frumhandritið brann í Viðeyjarkirkju klaustri um eða eftir 1360 hafði áður verið í vörslu Styrmis Fróða.
Rauða Ljónið, 22.10.2009 kl. 00:27
Á að vera 1379 bæði handriti það fyrsta og svo Íslendingarbók Hauksbók Styrmisbók og Melsbók eru eftirrit.
Rauða Ljónið, 22.10.2009 kl. 00:46
Viður: 1. Tré, hrís, kjarr. 2. Skógur. 3. Timbur.
Sjá Íslenska orðabók Menningarsjóðs.
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 05:21
"Árið 2009 er fyrir fjöldamörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eitt besta rekstrarár í langan tíma og má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn komi með u.þ.b. 150 milljarða króna í erlendum gjaldeyri inn í landið – en það gera u.þ.b. 400 milljónir á dag að meðaltali."
Ferðaþjónustan: 150 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á þessu ári, 2009
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 05:34
Í fyrra, árið 2008, nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 181 milljarði króna og verðmætið jókst um 42,3% frá árinu 2007.
Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru í fyrra 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 5,6% til Asíu og 3,4% til Norður-Ameríku.
Útflutningur sjávarafurða 2008
Um 183 krónur fást nú fyrir evruna, tvöfalt meira en í árslok 2007, en þá fékkst 91 króna fyrir hana.
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 06:22
3.10.2009: "Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi.
Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 06:46
7.4.2009: "Hugbúnaðarfyrirtækið CCP skilaði fimm milljóna dala, 629 milljóna króna, hagnaði á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var birtur í dag. Það er umtalsvert meiri hagnaður en árið áður þegar CCP græddi um þrjár milljónir dala, eða um 377 milljónir króna."
Tölvuleikjafyrirtækið CCP skilaði um 630 milljóna króna hagnaði í fyrra
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 06:58
27.9.2009: Tíu tölvuleikjaframleiðendur hér stofna samtök.
"Á Íslandi starfa um 300 manns við þróun, markaðssetningu og sölu á tölvuleikjum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira síðasta ár þrátt fyrir niðursveiflu í öðrum greinum. Sameiginlegar tekjur leikjafyrirtækja í ár stefna í rúmlega 10 milljarða króna og flest leita þau að starfsfólki til að mæta aukinni eftirspurn.
Stærstu fyrirtækin eru CCP sem rekur EVE Online og hefur tvo aðra leiki í þróun, Betware sem þróar lausnir fyrir happdrætti og Gogogic sem smíðar iPhone og fjölspilunarleiki. Auk þeirra eru smærri fyrirtæki í vexti."
Tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér á þessu ári, 2009
Þorsteinn Briem, 22.10.2009 kl. 07:38
UM ALL ANNAÐ!!!!
Ómar fræddu mig nú um eitt. Það byrtist í fréttum um daginn, frá nýjum kennsluflugvélum sem Keilir var búinn að fá.
Á báðum stöðvum var talað um að þær væru með Diesel vélar og brenndu þotueldsneyti.
Sem gamall bifvélavirki þá stend ég í þeirri merkingu að diesel vélar brenni diesel olíu, á einn eða annan hátt ( í því dæmi finnst mér svolítið skrýtið að tala um diesel vélar með beinni innspítingu, ég meina hvað annað).
Gufuvélar brenna að sjálsögðu ekki gufu, en ganga fyrir henni.
Annað, er ekki erfitt tæknilega séð að nota diesel vélar í mikilli hæð og þunnu lofti.
Með baráttukveðjum í öllu þínu streði og von um svar á netfangið mitt ( mér leiðast bloggskrif )
Guðjón Guðvarðarson
Skyggn@gmail.com
Guðjón Guðvarðarson, 22.10.2009 kl. 09:30
Rauða ljónið kl. 23:16.......hafa en ekki boðað neina atvinnu starfsemi.....
Atvinnu starfsemi; hvað er það?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:30
Var fyrst að koma núna á gamla litla pallbílnum "Örkinni" til Reykjavíkur eftir akstur frá austurhálendinu.
Flugvéladísilvélarnar brenna þotueldsneyti og gera það vel. Ef ná á bestu nýtingu og hámarksafli úr bensínhreyfli verður að vera með gírað drif á milli skrúfu og hreyfils en dísilvélarnar elska að vera á ca 2000-2500 snúningum og því er hægt að sleppa því að hafa drif.
Þær eru allar nú orðið með forþjöppu og elska að fara upp í þunna loftið.
Útkoma: Mun minni eyðsla en á bensínhreyflunum og betri afköst í hæð.
Tvennt er í Diamond-vélunum sem ekki er einsdæmi fyrir þær. Það eru komin nýtísku mælaborð með skjám í flugvélar keppinautanna og dísilhreyflarnir eru líka á dagskrá hjá keppinautunum.
Ari fróði ritaði áreiðanlega ekki "víði vaxið" því að nútíma rannsóknir sýna að landið var "viði vaxið".
Víðirinn er þess utan sú jurt sem ofbeit eyðir rétt eins og kjarri og skógum.
Nýjustu rannsóknir sýna að á dögum Ara fróða var búið að högga meirihlutann af skógum landsins.
Ari fróði setur því fróðleik sinn inn sem nokkurs konar fréttaefni þess tíma og kannski líka sem áminningu um það sem landar hans hafa þá gert.
Á dögum Ara fróða hafði veðurfar ekki kólnað eins mikið og það gerði síðar og því ekki hægt að kenna því um.
Hér á landi hefur ríkt mikil tregða við að viðurkenna það að það var þjóðin fyrst og fremst sem olli uppblæstrinum.
Ef við berum landið saman við mannshendur með viðkvæmri húð gagnvart kulda og álagi, þá stuðlar góð meðferð húðarinnar að því að hún haldist heilbrigð.
Ef hins vegar henni er misboðið með álagi í kulda og vosbúð þá springur hún og verður blóðrisa.
Eyðing viði vaxins lands stóð linnulaust allt fram á árið 1935 þegar síðasta hrístekjan var á Strandarheiði.
Í árdaga voru hún og Suðurnes viði vaxin og væru það enn ef ekki hefði verið níðst á gróðrinum, sums staðar allt fram undir þennan dag eins og í landi Grindavíkur.
En Diamond-vélarnar fljúga hraðar vegna straumlínulögunar og þess, að þær eru gerðar úr koltrefjaefnum þar sem yfirborðið er eggslétt en ekki með hnoðum.
Ómar Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.