Forsmekkur af því sem koma skal.

Fyrir nokkrum árum barst það mér til eyrna að hús og mannvirki í Sjálandshverfinu í Garðabæ féllu ekki undir fullar viðlagatryggingar vegna þess hve lágt þetta hverfi stæði við sjóinn. 

Vitað er að nesin tvö, Seltjarnanes og Álftanes, síga hægt í sjó á sama tíma og spáð er hækkun sjávar vegna loftslagsbreytinga.

Hverjir tíu sentimetrar sem sjávarborðið hækkar skipta miklu meira máli en virðist í fljótu bragði, hvað þá þegar hækkunin nálgast heilan metra eða fer fram yfir það.

Kvosin í Reykjavík er gott dæmi um þetta. Það er ekki auðleyst dæmi sem verður til við það að sjór flæði inn í Reykjavíkurtjörn og í kjallara í kvosinni.

Frábær grein Michael Gorbasjofs í Morgunblaðinu í gær ætti að verða skyldulesning allra, líka þeirra sem vilja skella skollaeyrum við öllum viðvörunum með þeim orðum að "skrattinn sé leiðinlegt veggskraut" -  og "flaðra upp um þá sem eiga hagsmuna að gæta" eins og Gorbasjof orðar það.  


mbl.is Hlaða sjóvarnargarð við golfvöllinn á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Ómar.

Þetta er gott innlegg,í það,sem koma skal.Fólk vill samt ekki heyra,þessar að varannir.Tumi Guðmundsson jarðfræðingur skrifaði grein í fyrravetur,þar sem að hann varaði við hækkun sjávar.

Ég hef sjálfur bent á þetta hér í Hafnarfirði,vegna uppbyggingu Norðurbakkann hér.Þar sem á háflóði,nær sjórinn,nú þegar upp að efri brún bryggjuþilsins.

Svona er þetta víða,þar sem að uppfyllingar eru notaðar til byggingu mannvirki. Í framtíðinni er hætt að þær uppfyllingar fari í kaf á stórstraumsflóði.

Mér einnig hugsað til eyrarnar,sem eru uppbyggðar á Vestfjörðum.

Við (þú og ég)þurfum kannske að vera hugsa um þetta,þar sem við verðum allir,áður en slíkt skeður.En mín hugsun er sú að hér verði að byggja flóðvarnagarða,líkt og er gert í Holllandi.Þar sem að landið er að miklu leyti undir flóðhæð sjávar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.11.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Var á veitingahúsinu ,,Við fjöruborðið" á Stokkseyri á dögunum.

Þjónninn er frá Hollandi. Hann sagðist kunna afskaplega vel við sig á Stokkseyri. Við göntuðumst með að fyrir honum væri þetta eins og heima. Út um gluggana á veitingastaðnum ,,við fjöruborðið" sést nefnilega hvorki fjaran né sjórinn, heldur aðeins flóðvarnargarðurinn, sem var styrktur eftir flóðin 1990.

Þjónninn var eins og heima, innan við flóðvarnargarð.

Kannske verður bryggjuhverfið í Hafnarfirði ,,Feneyjar norðursins" !, gott í safnið:

Heimaey = Pompei norðursins, Reykjavík = Bangkok Norðursins, Hafnarfjörður = Feneyjar norðursins.

Börkur Hrólfsson, 11.11.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég vil benda á þessa ágætu grein:

http://climatechangepsychology.blogspot.com/2009/08/pine-island-glacier-antarctica-thinning.html

"But this is almost not news anymore — see Startling new sea level rise research: “Most likely” 0.8 to 2.0 meters by 2100. Indeed, an important Science article from 2007 used empirical data from last century to project that sea levels could be up to 5 feet higher in 2100 and rising 6 inches a decade (see Inundated with Information on Sea Level Rise. Another 2007 study from Nature Geoscience came to the same conclusion (see “Sea levels may rise 5 feet by 2100“). "

Hörður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 18:46

4 identicon

Ég heyrði fyrir tilviljun útskýringu á því af hverju húsin í Sjálandshverfi standa svo nærri sjó. Upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir að byggðin væri í 44 m fjarlægð en byggingaraðilar lásu teikningarnar vitlaust og er byggðin nú 4 m frá sjó. Ekki er öll vitleysan eins en auðvitað hefði átt að gera ráð fyrir a.m.k. 100-200 m til að fullnægja kröfum um verndarbelti meðfram sjó, ám og vötnum. En það er önnur saga.

Sigrún P (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hörður, þetta blogg sem þú bendir á er "óvísndalegt" og tölurnar sem þú nefnir um hækkandi sjávarstöðu eru algjörlega út í hött. Svartsýnustu spár tala um 2-3mm. á ári (og reiknaðu svo) og færð hafa verið rök fyrir því að hækkunin sé engin í dag.

Einn fremsti sérfræðingur veraldar, Dr. Nils-Axel Mörner, "Seal level specialist" segir um fals-niðurstöður IPCC:

"I have been the expert reviewer for the IPCC, both in 2000 and last year. The first time I read it, I was exceptionally surprised. First of all, it had 22 authors, but none of them—none—were sea-level specialists. They were given this mission, because they promised to answer the right thing."

Endilega lesið viðtal við Nils-Axel hér:

HÉR

 

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru voðalega skrítin vísindi ef menn ætla að horfa á strendur landa með það fyrir augum að mæla hvort það sé að hækka í sjónum. Hvort er ströndin að síga eða sjórinn að rísa?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 01:17

7 identicon

Gunnar þú bendir mönnum á að fara að reikna og gefur upp tölurnar 2-3 mm á ári. Ég sit þessa stundina á fyrirlestri við Syddansk Universitet i Esbjerg og hef upp skjá fyrir framan mig allskonar tölur um mögulega hækkun sjávar. Það minnsta sem ég sé í tölunum er ca. 6 mm á ári miðað við  það að hitastig hækki ekki umfram  það sem nú er orðið, haldi hitatig jarðar hins vegar áfram að hækka með sama hraða og það hefur gert síðastliðin 50 ár þá tala bjartsýnustu spár um 12 mm ári og svartsýnustu 25-30 mm ári. Ef við nú reiknum með þínum tölum þá fáum við 30 cem hækkun sjávarborðs á einni öld, reiknum við með því að hitastig hætti að hækka og notum þær tölur sem ég er að horfa á þá fáum við 60 cm hækkun á einni öld og ef við miðum við áframhaldandi hækkun hitastigs jarðar erum við að tala um 120 - 300 cm hækkun á yfirborði sjávar á einni öld.

Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst allar þessar tölur uggvænlegar, sama hvort sú hæsta eða lægst er tekin og fyrir mér skiptir engu hvort við erum að tala um lækkun lands eða hækkun sjávar eins og  þú talar um, afleiðingarnar eru þær sömu og það eru afleiðingarnar sem er uggvænlegar.

Við erum nú þegar farin að sjá afleiðingar af hækkun sjávarborðs víða í heiminum, ekki hvað síst í Indlanshafi þar sem eyjar hafa nú þegar horfið og eru að hverfa með tilheyrandi hörmungum fyrir það fólk sem þar býr eða bjó.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 10:00

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lastu ekki viðtalið við Nils-Axel, Hjalti?

Þú getur sagt fyrirlesurunum í Syddansk Universitet í Esbjerg að þeir séu að fara með tómt fleipur og þeir þurfi að læra betur heima áður en þeir beri svona á borð í æðri menntastofnun. Auk þess er raunverulegar mælingar vísindamanna áræðanlegri en reiknilíkön tölvufræðinga. Nákvæmar mælingar sýna annað en reiknilíkönin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 13:16

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hryllingssögur af eyjum sem eru að sökkva í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar í Kyrrahafi og Indlandshafi, hafa verið hraktar. Land sem lækkar er ekki manninum að kenna en þó eru til eihverjar örfáar eyjur sem eru það lágar að þær þola ekki þessa örlitlu hækkun sem orðið hefur síðastliðin 100 ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 13:23

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Feneyjar á Ítalíu er gott dæmi. Fyrir margt löngu var ljóst að að borgin var að "sökkva" og grípa þyrfti til einhverra aðgerða. Í dag reyna sumir, af undarlegum hvötum, að telja fólki trú um að vandamálið sé hækkun sjávar af mannavöldum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 15:09

11 identicon

Sæll aftur Gunnar,

 Jú ég hef lesið þetta viðtal við Nils-Axel og það er örugglega ýmislegt satt og rétt sem þar kemur fram. Hann er einn af þeim mönnum sem töulvert er vitnað í af hinum ýmsu fyrirlesurum. Það er hins vegar rétt að halda því til að haga að þú getur auðveldlega fundið menn sem eru sammála honum en það er MUN auðveldara að finna menn sem ekki eru sammála honum þannig að maður má ekki GLEYPA ALLT HRÁTT sem kemur frá honum né öðrum, heldur reyna eftir fremsta megni að leggja sjálfstætt mat á allar þær upplýsingar sem eru aðgengilegar, bæði þær sem manni hugnast en ekki síður hinar því það er eina raunhæfa leiðin til að komast að einhverri skynsamlegri niðurstöðu.

Ég vil í þessu sambandi minna á að fyrir HRUNIÐ þá vildi enginn hlusta á þá sem reyndu að benda mönnum á að í óefni stefndi en þeir sem sögðu að allt væri í himnalagi fengu gagnrýnislitla hlustun.

Það er nefnilega þannig að fólk vill miklu fremur trúa þeim sem færa góðar fréttir en þeim sem færa slæmar og þá getur eigin dómgreind svikið mann ef maður gleymir að vera gagnrýninn, bara af því að það sem sagt er passar manni vel.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:06

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gunnar, takk fyrir að benda á þessa grein og þennan "vísindamann".

" Not more. 1.1 is the exact figure. And we can check that, because Holland is a subsiding area; it has been subsiding for many millions of years; and Sweden, after the last Ice Age, was uplifted. So if you balance those, there is only one solution, and it will be this figure."

Þeir sem hafa einhverja vísindalega þjálfun ættu að sjá hversu fjarstæðukennd fullyrðing þetta er. Það liggur engin sönnun fyrir um að að staður A lækki NÁKVÆMLEGA jafn mikið og staður B hækkar.

Ennfremur:

" because if the radius of the Earth increases, because sea level is rising, then immediately the Earth’s rate of rotation would slow down."

Ætla mætti þann sem fullyrðir slíkt skorta annað hvort gáfur eða menntun eða hvort tveggja. Hvaðan heldur maðurinn að vatnið komi sem veldur hækkun sjávar? Það kemur að miklu leiti frá jöklum og sá massi sem þeir missa færir sig nær miðju jarðar, ekki fjær og það ætti að leiða til þess að jörðin snýst hraðar, ekki hægar.

Ég viðurkenni að mikil óvissa ríkir um hækkun sjávar, bæði í fortíð og framtíð. Ég læt mér nægja að benda á þá staðreynd að Vestur Suðurskautslandið hefur sýnt sig að vera óstöðugt í fortíðinni og margt bendir til þess að það hagi sér á óstöðugan hátt í framtíðinni.

Þær rannsóknir og upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að fjárfesting í fasteignum nálægt sjónum er í hæsta máta vafasöm, ég myndi halda mig frá slíku...

Hörður Þórðarson, 12.11.2009 kl. 21:47

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek undir það sem þú segir Hjalti, en vil þó árétta að raunverulegar mælingar eru áræðanlegri en tölvuspádómar. Auk þess vakna ákveðnar grunsemdir þegar sendiboðar "slæmu fréttanna" afbaka sannleikann og/eða ýkja, eins og Nils-Axel bendir á. Hvernig er þá restinni háttað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 21:51

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hörður, ekki er allur hluti hækkunnar sjávarborðs skrifaður á bráðnaðan jökulís, heldur er töluverður hluti vegna rúmmálsaukningar vatnsins vegna hærra hitastigs. Því mun rúmmál jarðar aukast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 21:55

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mörner skirfar: 

"But before doing that: There’s another way of checking it, because if the radius of the Earth increases, because sea level is rising, then immediately the Earth’s rate of rotation would slow down. That is a physical law, right? You have it in figure-skating: when they rotate very fast, the arms are close to the body; and then when they increase the radius, by putting out their arms, they stop by themselves. So you can look at the rotation and the same comes up: Yes, it might be 1.1 mm per year, but absolutely not more. It could be less, because there could be other factors affecting the Earth, but it certainly could not be more. Absolutely not! Again, it’s a matter of physics."

http://wapedia.mobi/en/Moment_of_inertia

The (scalar) moment of inertia of a point mass rotating about a known axis is defined by

The moment of inertia is additive. Thus, for a rigid body consisting of N point masses mi with distances ri to the rotation axis, the total moment of inertia equals the sum of the point-mass moments of inertia:

Mörner virðist skilja eðlisfræðina:

"You have it in figure-skating: when they rotate very fast, the arms are close to the body; and then when they increase the radius, by putting out their arms, they stop by themselves."

En siðan virðist hann ekki fera þess fær að beita henni á vandamálið sem liggur fyrir og skýtur sig illa í fótinn. Það getur vel verið að sá massi sem færist niður á við úr jöklum sem bráðna upphefjist af þeim massa sem færist upp á við þegar yfirborð sjávar hækkar. Mér vitanlega hefur þetta ekki verið vandlega rannsakaðar og þess vegna er fullyrðing Mörners óábyrg.

Mörner hafnar grundvallar aðferðafræði nútíma vísinda þegar hann kemur með fullyrðingu á borð við þetta:

"Not more. 1.1 is the exact figure." EXACT figure, og færir síðan rök fyrir þessu sem standast enga skoðun.

Hörður Þórðarson, 12.11.2009 kl. 22:22

16 identicon

Sammála því Gunnar að það er slæmt þegar menn ýkja og mála myndina svartari en hún er, það er líka algjör óþarfi, hún er nógu svört. Hvað Nils-Axel varðar þá myndi ég einmitt flokka hann með einum af þeim mönnum sem taka hlutina og ýkja þá og sníða að eigin smekk, í hans tilfelli bara í átt að mikið ljósari mynd en efni standa til.

Það er rétt sem Gunnar segir að töluverður hluti hækkunar sjávarborðs mun orsakast af rúmmálsaukningu vatns vegna hlýnunar jarðar og restin mun skýrast af bráðnun jökla. Eins og allir vita þá er rúmmál vatns meira eftir því sem hitastigið er hærra með þeirri undantekningu þó að frosið vatn hefur meira rúmmál en fljótandi vatn.

Ég hef aðeins verið að leita að útreikningum um þetta en ekki fundið neinar áreiðanlegar heimildir fyrir hvort heildarrúmmál jarðar kemur til með að aukast eða ekki. Þ.e. hvort rúmmálsminnkun jökla (frosið vatn) vegur upp á móti rúmmálsaukningu sjávar vegna bráðnunar og hlýnunar.

Varðandi það sem Hörður segir hér á undan þá er rétt að benda á að ég held að allir séu sammála um að massinn verður sá sami fyrir og eftir bráðnun, þetta er spurning um rúmmál massans.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 07:51

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Blogg Ágústs er HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband