Mistök og leynd á Íslandi.

Mistökin og leyndin varðandi innrásina í Írak voru verri á Íslandi en í Bretlandi. '

Hér á landi var ekki aðeins tekið undir rangfærslur Bandaríkjamanna um gerðeyðingarvopn í Írak heldur tóku tveir menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sér það bessaleyfi að ákveða leynilega tveir einir að Íslendingar skyldu varpa fyrir róða á áberandi hátt utanríkisstefnu þjóðarinnar allt frá 1918 og gerast aðilar að þessari árás á fjarlæga þjóð.

Í skoðanakönnunum kom fram að þetta gerðu þeir í blóra við vilja 70% landsmanna.  

Ofan á þetta sýndu þessir menn gróft vanmat á stefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum þegar þeir héldu að ástand Kalda stríðsins væri enn á Norður-Atlantshafi þótt því stríði hefði lokið fyrir fimmtán árum.

Kvikmyndaskeiðið af Davíð Oddssyni og George Bush yngra á fundi þeirra í Hvíta húsinu á eftir að verða aðhlátursefni um ókomna tíð.

Fyrir kosningarnar vorið 2003 var því haldið leyndu fyrir þjóðinni að Bandaríkjamenn væru í raun búnir að ákveða að leggja herstöðina á Miðnesheiði niður.

Tony Blair og menn hans komust ekki með tærnar þar sem Davíð og Hallór höfðu hælana.

Íslenska þjóðin nöldraði en gerði ekki neitt vegna þessarar niðurlægingar sem hún hafði orðið að þola af hendi ráðamanna sinna.

Þeir voru látnir halda áfram á þeirri braut sem leiddi af sér hrunið mikla.

Það bendir til þess að nokkuð sé til í því sem sagt hefur verið að hver þjóð fái þá ráðamenn sem hún á skilið.  

 


mbl.is Mistök og leynd í Íraksinnrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svo satt Ómar :(

Óskar Þorkelsson, 22.11.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kvitta undir hvert orð í þessari færslu Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef allt fer fram sem horfir þá mun sú ríkisstjórn sem nú situr fá þann dóm sögunnar að hafa verið sú ríkisstjórn á Íslandi sem lengst hefur gengið í því að teyma Ísland til hernaðar. Til stendur eins og allir vita að hingað flytjist 18 gamlar rússneskar herþotur sem á að nota til heræfinga með flugherjum gömlu nýlenduveldanna í Evrópu sem staðsettir eru hér á hverjum tíma og þykjast ætla að verja landið gegn einhverjum sem ekki hefur verið skilgreint.Þessir flugherir ætla að nota Keflavíkurflugvöll til heræfinga fyrir flugmenn sem hugsanlega enda svo í Irak. og í þeim tilgangi á að flytja hingað hinar gömlu rússnesku herþotur frá Hvíta-Rússlandi og ekki er annað vitað en þær verði skráðar hér ásamt einhverjum herþyrlum.Davíð og Halldór eru eins og börn í samburði við Steingrím og Jóhönnu í hernaðarhyggju.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Keflavíkurflugvöllur á að verða útvörður í lofti fyrir ESB í norðri og væntanlega mun ekki líða á löngu þar til ESB herskipin fari að láta sjá sig innan 6 sjómílnanna.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Hvar eru bestu útsýnisstaðirnir til að horfa á lendingar og flugtök í KEF?

Guðmundur Benediktsson, 22.11.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins (NATO - North Atlantic Treaty Organisation) eru langflest í Evrópu en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vilja kannski að Ísland segi sig úr NATO, sem landið hefur átt aðild að í sextíu ár.

Og það yrði að sjálfsögðu algjör nýlunda fyrir þá að sjá herflugvélar á Miðnesheiði. Hins vegar yrðu þessar hvítrússnesku flugvélar óvopnaðar og því engan veginn hættulegri en gamall Framsóknar-Willys.

Og herskip frá Evrópu koma reglulega til Íslands.


"Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi. Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.


Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins, en fastaflotinn heimsótti Ísland síðast í ágúst 1996.


Yfirmaður fastaflotans er þýski flotaforinginn Gottfried A.W. Hoch."


Fastafloti Atlantshagsbandalagsins heimsækir Reykjavík


Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO
og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.

"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála. Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum.

Samstarf Íslendinga og Dana er afar mikilvægt fyrir öryggi við Íslandsstrendur sem og vegna fyrirsjáanlegra breytingar á siglingaleiðum um Norður-Íshafið.
"

Landhelgisgæsla Íslands


"Stofnfélagar NATO (1949):

Ríki sem fengu inngöngu síðar:

Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland og landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATO með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990."

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 17:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

Utanríkisráðuneytið - Varnar- og öryggismál

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 18:23

8 identicon

Íslensk utanríkisstefna breyttist allmikið á tímabilinu frá 1918 til 2003.

T.d. gerðust Íslendingar aðilar að „árásarstríði“ gegn töluvert nálægari þjóð þegar árið 1999. En það skiptir vísu kannski ekki miklu máli þar sem sú þjóð er hvít en ekki brún.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:28

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem: Ísland úr Nató og herinn á brott.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 18:38

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem, þú þarft að afla þér upplýsinga af hverju til að mynda Írland, Svíþjóð og Finnland sjá ekki ástæðu til þess að vera í Nató.Að okkur stafar engin hætta frá nokkurri þjóð og ég tel að það sama eigi við um aðrar Evrópuþjóðir og aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf.Því miður sýnist mér að Nató sé orðið árásarbandalag en ekki varnarbandalag.Og við höfum líka engin efni á þessu hernaðarbrölti, allra síst núna.Það besta sem friðarverðlaunahafi Nóbels, forseti Bandaríkjanna gæti gert í þágu friðar væri að leggja Nató niður.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 18:52

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB er nú þegar með Evrópuher á teikniborðinu.Það er mín skoðun að Ísland eigi ekki að vera æfingastaður fyrir slíkan her, og þurfa þar að auki að borga fyrir það.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 18:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þó að Svíþjóð hafi opinberlega verið hlutlaus á dögum kalda stríðsins sýna sagnfræðilegar rannsóknir á vegum sænskra stjórnvalda á tíunda áratug síðustu aldar að Svíþjóð átti náin tengsl við mörg bandalagsríki NATO í kalda stríðinu.

Sænskir embættismenn töldu sig hafa fullvissu fyrir því, næstum frá því á upphafsdögum NATO, að ef ráðist yrði á landið hefðu þeir haldbærar öryggistryggingar frá sumum bandalagsríkjunum.

Í þeim skilningi má því segja að Svíþjóð hafi alls ekki verið hlutlaust ríki. Og það hefur lengi unnið í kyrrþey með bandalagsríkjum NATO að ýmsum sameiginlegum öryggismálum."

Saga NATO

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 19:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.1994: "Svíþjóð og Finnland hafa nú undirritað samning um aðild að Friðarsamstarfi NATO. Þar með eru aðildarlöndin að samstarfinu orðin sautján.

Þó erlendis sé aðild Svía túlkuð sem endalok hlutleysisstefnunnar er ekki á slíkt minnst heima fyrir. Við undirritunina sagði Margaretha af Ugglas, utanríkisráðherra Svía, að hugmynd um friðarsveitir gerði friðarsamstarfið sérlega eftirsóknarvert fyrir Svía."

11.5.1994: Finnland og Svíþjóð undirrita samning við NATO um friðarsamstarf


9.6.2009: Finland and NATO sign agreement on defence technology

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 19:16

14 identicon

Verði Ísland innlimað inn í ESB er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar muni þurfa „afhenda“ sambandinu viðeigandi mannafla og fjármagn til hernaðar undir yfirstjórn Brussel.

Að minnsta kosti eru svör Utanríkisráðuneytisins til ESB um slíka „þátttöku“ Íslendinga skýr. Ellegar myndu menn ekki geta hlýtt Lissabonsáttmálanum að fullu.

Án viðeigandi íslenskra landvarna geta Íslendingar hinsvegar seint gert sér vonir um það að koma í veg fyrir not erlendra herja á íslensku yfirráðasvæði.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.1994: Finnland og Svíþjóð undirrita samning við NATO um friðarsamstarf

"NATO’s relations with Ireland are conducted through the Partnership for Peace framework, which Ireland joined in 1999. NATO and Ireland actively cooperate on humanitarian, rescue, peacekeeping and crisis management and have developed practical cooperation in a range of other areas, as provided for in Ireland’s Individual Partnership Programme (IPP).

NATO highly values its relations with Ireland. The Allies view Ireland as an effective and pro-active partner and contributor to international security, which shares key values such as the promotion of international security, democracy and human rights. Irish cooperation with NATO is based on a longstanding policy of military neutrality. From this basis Ireland selects areas of cooperation with NATO that match joint objectives.

An important area of cooperation is Ireland's support for NATO-led operations. Ireland is currently contributing to the peacekeeping operations in Kosovo and Afghanistan. In the past, it supported the NATO-led operation in Bosnia and Herzegovina."

13.2.2009: NATO's relations with Ireland

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 19:30

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem:Hvorki Svíþjóð né Finnland eru í Nató.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 20:16

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Okkar framlag til öryggismála er fyrst og fremst Landhelgisgæsla Íslands, sem kostar að öllum líkindum ekki minna á hvern Íslending en herir annarra þjóða kosta þær á hvern mann.

Evrópusambandið er og verður samtök fullvalda ríkja.
Bretum þætti nú einkennilegt ef Bretland væri ekki fullvalda ríki og þeir myndu aldrei samþykkja að Bretland yrði það ekki.

"Alþjóðastofnun eða alþjóðasamtök eru samtök fullvalda ríkja sem hafa ákveðin markmið og reglur sem aðilar að þeim þurfa að fullnægja og fylgja eftir. Sem dæmi má nefna Evrópusambandið, Rauða krossinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Samtök fullvalda ríkja - Wikipedia


Og enda þótt Ísland hafi ekki eigin her hefur landið sjaldan verið herlaust síðastliðna sjö áratugi, frá því í Síðari heimsstyrjöldinni. Og það hefur heldur ekki verið herlaust frá því að Bandaríkjaher fór af Miðnesheiði fyrir þremur árum."

Saga Bandaríkjahers á Miðnesheiði

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 20:18

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem: og ekki Írland.Það er engin spurning að tími Nató er liðin.Hugmyndir ESB um Evrópuher ber að skoða í því ljósi.Bæði Bandaríkjamenn og Bretar töldu enga nauðsyn á hervörnum hér þegar Bandaríkjamenn fóru.Það voru íslensk stjórnvöld sem þóttust hafa meiri hernaðarþekkingu en Bandaríkjamenn sem buðu fram ísland til flugæfinga fyrir herflugvélar Evrópu sem að sjálfsögðu þáðu þetta kostaboð sem þar að auki var á kostnað íslendinga sjálfra.Síðan hafa Bandaríkjamenn þegið þetta líka.Fremst í þessu hernaðarbrölti fer Samfylkingin.Ísland úr Nató og herinn á brott.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 20:28

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Írland, Svíþjóð og Finnland hafa í mörg ár haft mjög mikið samstarf við NATO, sem eru samtök fullvalda ríkja, rétt eins og Evrópusambandið.

Írland, Svíþjóð og Finnland eru í Evrópusambandinu en Ísland og Noregur eru í NATO og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig hafa Ísland og Noregur tekið upp um 70% af reglum Evrópusambandsins.

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 20:31

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem:Það hafa engir hermenn verið til staðar á Íslandi milli þess sem herflugvélar Natóríkjanna hafa  verið hér með tilheyrandi gauragangi og mengun.Og það er ekki nein viðvörun í gangi frá Almannvörnum þess vegna, enda þarf þess ekki.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 20:39

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson.

Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst
um NATO, Evrópusambandið, Bandaríkin og Samfylkinguna. En þú ættir endilega að fara á fund þeirra allra og segja þeim beint hvað þér finnst um þá. Og þeir munu áreiðanlega allir taka mark á þér, elsku kallinn minn.

Og gefðu þeim endilega sviðakjamma af Umferðarmiðstöðinni.

Þorsteinn Briem, 22.11.2009 kl. 20:41

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að Ísland hafði farið inn á mjög grátt svæði þátttöku bæði í aðgerðum á Balkanskaga og í Afganistan.

Það sem gerði þátttökuna í Íraksstríðinu svo afgerandi var að Íslendingar gáfu yfirlýsingu um beina þátttöku í innrásinni í Írak þess efnis að við værum í hópi viljugra innrásarþjóða. 

Þessa yfirlýsingu treystu fjölmargar þjóðir sem hafa herskyldu og herafla sér ekki til að gefa. 

Með yfirlýsingunni létum við skrá nafn Íslands á lista yfir hinar viljugu þjóðir sem setti okkur í sérflokk í samfélagi þjóðanna. 

Allt var þetta gert til þess að halda í þá fráleitu von að við gætum haldið óþörfu varnarliði á Keflavíkurflugvelli í augljósu og algeru ósamræmi við ástand heimsmála. 

Ómar Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 20:44

23 Smámynd: Kama Sutra

Góður pistill.

Stuðningur íslenskra ráðamanna við innrásina í Írak verður svartur blettur á þjóðinni inn í langa framtíð og okkur til ævarandi skammar.

Kjósendur þessara tveggja ráðamanna skulda okkur hinum margfalda afsökunarbeiðni.

Kama Sutra, 23.11.2009 kl. 03:12

24 identicon

Sigurgeir Jónsson!

Ég skil ekkert í þér að vera að munnhöggvast við hann Steina Briem.  Sá maður er nefnilega þeim eiginleikum gæddur, einn í veröldinni, að hafa alltaf rétt fyrir sér.  Þýðir því lítt fyrir dauðlega menn að vera annarrar skoðunar.  Þar að auki er hann afburða skáld.  Og þegar hann þreytist á heimsku annarrarskoðunarmanna, sem fullkomlega eðlilegt er, svarar hann þeim eins og þeir eiga skilið, með skætingi.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:27

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorvaldur Sigurðsson.

Ég svara öðrum hér með rökum en það þola þeir engan veginn vegna þess að þeir sjálfir eru vanir að svara öðru fólki með skætingi, eins og auðvelt er að sjá hér að ofan og hjá þér sjálfum.

Þorsteinn Briem, 23.11.2009 kl. 12:29

26 identicon

Það voru engar meira afgerandi yfirlýsingar um að Íslendingar væru „viljug þjóð“ við innrásina í Írak, en annars staðar, nema af hendi aðdáenda Saddams Hússein.

Ísland var engu minni aðili að hernaðinum í Serbíu en Írak, og var sá hernaður engu minna blóðugur. Meðal annars stóðum við Íslendingar að því að sprengja í tætlur RÚV þeirra Serba, vegna þess hversu öflugt það var í fréttaflutningi.

Allt þetta var vissulega gert með fullum stuðningi ESB og Samspillingarinnar. Það skýrir það augljóslega að hernaðurinn gegn Serbum var bara á „gráu svæði“ á meðan hernaðurinn gegn Saddam var algerlega svívirðilegur.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:01

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pétur, við tókum okkur sérstaklega útúr hópi NATÓ-þjóða til að taka þátt í innrásinni í Írak, og það voru EKKI tveir menn á eintali sem gengu gegn vilja 70% þjóðarinnar að henni forspurðri þegar aðgerðirnar á Balkanskaga stóðu yfir. 

Árásin á útvarpshúsið í Belgrad var glæpsamleg að mínu mati, um það er ég sammála þér.

Það er hins vegar athyglisvert að innrásin í Írak dregur enn dilk á eftir sér hjá þeim sem að henni stóðu með Bandaríkjamönnum, samanber fréttina sem þetta blogg er tengt í.  

Ómar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 15:09

28 identicon

Steini!

Ekki getur þér þótt skætingur að vera sagður óskeikull?

Eða afburða skáld?

Og þá er vonandi ekki skætingur að tíunda að þú fyllist stundum heilagri reiði og látir fáfróða heyra það, eins og þeir eiga skilið?

Þorvaldur (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:39

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorvaldur.

Þegar ég held einhverju fram rökstyð ég það með dæmum en æði ekki um Netið og tilkynni að mér finnist þetta eða hitt, án nokkurs rökstuðnings.

Og ég hringi heldur ekki dyrabjöllunni hjá fólki úti í bæ og segi því hvað mér finnst um Evrópusambandið og NATO. En ég gæti alveg trúað þér til þess.

Þorsteinn Briem, 23.11.2009 kl. 16:44

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni [Atlantshafs]bandalagsins er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

Sú grein var hugsuð til að gera Sovétríkjunum það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu jafngilti stríðsyfirlýsingu við Bandaríkin og allan hernaðarmátt þeirra. Á móti stofnuðu Sovétríkin ásamt leppríkjum sínum í Austur-Evrópu Varsjárbandalagið.

Innrás Sovétmanna varð þó aldrei að veruleika og 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var 12. september 2001 eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Atlantshafsbandalagið - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 23.11.2009 kl. 17:00

31 identicon

Getur það ekki allt eins verið Natóþjóðirnar sem tóku ekki þátt í hernaðinum gegn Serbum sem skáru sig út?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 23:06

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Serbia is one of newest members of the Partnership for Peace (PfP), joining in December 2006. Democratic, institutional and defence reforms are a key focus of cooperation. Serbia agreed its first Individual Partnership Programme (IPP) with NATO in 2009, which sets out priorities for its cooperation with NATO.

In its PfP Presentation Document submitted to NATO in September 2007, Serbia indicates its intention to become an active participant in the Partnership for Peace. NATO stands ready to further develop an ambitious and substantive relationship with Serbia, making full use of its PfP membership.

The country is expected to cooperate fully with the International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia."

NATO's relations with Serbia

Þorsteinn Briem, 23.11.2009 kl. 23:26

33 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steini Briem:Nú ert þú kominn á fornar slóðir í rökleysu þinni.Bandaríkin fóru með her sinn frá Íslandi og það hafði ekkert með skoðanir mínar, né hvað þér finnst um ágæti Nató með að gera og reikna ég ekki með að þeir hafi haft þig með í ráðum né spurt þig hvað þér finndist um það.Það er staðreynd að Bandaríkjamenn fóru vegna þess að þeir töldu að ekki væri þörf á her hér og ekkert af því sem þú hefur verið að setja fram frá Nató hrekur það. Ísland úr Nató og herinn á brott.

Sigurgeir Jónsson, 24.11.2009 kl. 01:22

34 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er mjög góð og rétt greining á dæmalausri atburðarrásinni.  Ég vil bæta við að nokkru eftir innrásina í Írak duttu íslenskir dátar um nokkrar ryðbrunnar og ónýtar bandarískar sinnepstúpur frá dögum stríðs Íraks-Írans.  Halldór Ásgrímssson fagnaði því með orðunum að um heimssögulegan viðburð væri að ræða.  Sagðist "alltaf" hafa vitað að Írakar væru með gereyðingavopn.  Þessi heimssögulegi viðburður rataði ekki í heimsfréttir og Halldór gerði sig enn einu sinni að markleysingja.  "Fallinn er Óli fígúra," segir í kvæði Nóbelsskáldsins.  Halldór toppaði það rækilega.

Jens Guð, 24.11.2009 kl. 01:35

35 identicon

Það er rétt að Bandaríkin gerðu innrás í Írak af ýmsum vafasömum ástæðum. Það er líka rétt að Íslendingar, eða öllu heldur Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fyrir þeirra hönd, tóku viljugan þátt í þessari innrás á vafasömum forsendum.

Ég er hins vegar algerlega ósammála að þessi þátttaka sé svartur blettur á sögu þjóðarinnar. Í Írak var við völd og hafði verið í langan tíma mikill harðstjóri, fantur og fjöldaböðull. Ég veit að Íraska þjóðin, a.m.k. mikill meirihluti, er mikið þakklát þeim sem tóku þátt í að fjarlægja þennan glæpamann þrátt fyrir mikið mannfall og hörmungar. Það var kúguð þjóð, sem innrásin frelsaði. Margar þjóðir þ.m.t. Írakar kunna að meta frelsið vegna þess að þær hafa beina reynslu af andhverfu þess. Það er reynsla sem við Íslendingar höfum ekki. Þess vegna getum við lítið um það sagt hvaða áföll má þola til að öðlast það eða endurheimta.)

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 05:01

36 Smámynd: Njáll Harðarson

NATO er hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Evrópu og víðar, sem Ísland og ESB eiga ekkert erindi í.

Það má líka spyrja sig hvort þarna sé ekki um hulin hlunnindi sem ákveðnir ráðamenn voru að sækjast í persónulega. Við köllum það mútur. Það eru þó nokkrir ráðamenn sem að sögn eiga feita reikninga í USA. Gaman væri að fá upplýsingar varðandi þann vinkil.

Einnig vil ég minna á að þann 1. des kemur ESB inn sem forsvari aðildarríkja í utanríkismálum, setur sinn fyrsta forseta og leggur á ESB skatt.

Njáll Harðarson, 24.11.2009 kl. 08:22

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar munu að sjálfsögðu ekki segja sig úr NATO á næstunni, enda hefur meirihluti þjóðarinnar og Alþingis verið á móti því.

Starfsemi NATO á Norður-Atlantshafi felst í björgun og eftirliti, rétt eins og Landhelgisgæslu Íslands.
Og umferð flutningaskipa og olíuskipa mun aukast mikið á Norður-Atlantshafi á næstu árum.

Og hér skiptir engu máli hvort Bandaríkjamenn eru með einhverja hermenn á Miðnesheiði. NATO-herskip eru oft í íslenskri landhelgi og höfn, þar sem danski sjóherinn, sem er í NATO, sér um eftirlit í fiskveiði- og efnahagslögsögu Færeyja og Grænlands.

"HDMS [Her Danish Majesty's Ship] Vædderen (F359) [Hrúturinn] is a Thetis-class ocean patrol vessel of the Royal Danish Navy. She is employed to exercise Danish sovereignty in waters around the Faroe Islands and Greenland."

Her Danish Majesty's Ship Vædderen (F359) - Wikipedia

Utanríkisráðuneytið - Varnar- og öryggismál

Önnur NATO-herskip
, til dæmis norsk, bresk, kanadísk, bandarísk, þýsk, hollensk, frönsk og spænsk, koma einnig reglulega í íslenska landhelgi og höfn.

Bandaríkjamenn voru hér meðal annars með björgunarþyrlur og þegar ljóst var að þær færu héðan þurfti að stækka þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 24.11.2009 kl. 11:20

38 Smámynd: Njáll Harðarson

Steini, það er enginn að mótmæla því að öll þessi runa af milliríkjasamningum sé ekki staðreynd, en það að segja ef einhver dallur frá Danmöku sé sendur til Íslands þá sé það NATO sem sé komið í heimsók er fullmikið NATO Kjaftæði.

Svo man ég ekki til þess að NATO! hafi komið okkur íslendingum til hjálpar í þorskastríðinu, veit ekki betur en NATO! hafi ráðist á Ísland, þ.e.a.s. Bretland fyrir hönd NATO! eins og þú heldur fram.

Hvern fjandan höfum við að gera innan herbandalags USA?

Njáll Harðarson, 24.11.2009 kl. 14:02

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Njáll Harðarson.

Ég er búinn að útskýra þetta allt saman hér í löngu máli og þú getur lesið það aftur eða þá lært að lesa. Langflestar aðildarþjóðir NATO eru í Evrópu en ekki Norður-Ameríku.

Þar að auki vill meirihluti Íslendinga og Alþingis að Ísland sé í NATO. Ef þú vilt breyta því getur þú boðið þig fram til Alþingis. Það þýðir ekkert fyrir þig og aðra kverúlanta hér að rífast í mér út af því atriði.

Þorsteinn Briem, 24.11.2009 kl. 14:16

40 Smámynd: Njáll Harðarson

Þú ert sem sagt ekki fær um að svara því af hverju NATO réðist á Ísland?

Njáll Harðarson, 24.11.2009 kl. 18:13

41 Smámynd: Njáll Harðarson

Bara til að herða aðeins á þessu sem Steini í NATO er að segja,

Önnur NATO-herskip, til dæmis norsk, bresk, kanadísk, bandarísk, þýsk, hollensk, frönsk og spænsk, koma einnig reglulega í íslenska landhelgi og höfn."

Samkvæmt þessu þá koma Bresk herskip í heimsókn og eru þá á vegum NATO, en þegar þau ráðast á Íslensk varðskip eru þau þá ekki líka NATO!?

Ég einfaldlega krefst þess hér og nú að Steini í Nato 'copy and paste´ einhverjar vitrænar skýringar á þessu fyrirbæri, ég fer ekki fram á að fá neinar skýringar frá Steina í NATO sjálfum, enda virðist ekki vera mikil sjáfstæða hugsun á þeim bæ

Njáll Harðarson, 24.11.2009 kl. 18:48

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Njáll. Þú hefur ekki rétt til að krefjast eins eða neins hér en þú ert skemmtilega heimskur, elsku kallinn minn!

Þorsteinn Briem, 24.11.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband