28.12.2009 | 15:53
Verður hægt að ná betri samningum?
Það kemur fram í þeirri tillögu sem kemur fram í nefndaráliti Sjálfstæðismanna á Alþingi að Icesave-málið snúist ekki um það hvort ganga eigi til samninga við Breta og Hollendinga, heldur hvernig.
Þeir leggja til að farið verði enn á ný á vit þessara samningsþjóða og látið á það reyna til þrautar hvort betri kjör fáist.
Að þessu leyti rímar þetta ekki við þann málflutning að okkur beri ekki skylda til að borga neitt.
Það er því greinilega þingmeirihluti fyrir því að leysa þetta mál með samningum.
Spurningin er sú hvort hægt verði að ná betri samningum með því að reyna í þriðja sinn.
Þetta er spurning um stöðumat. Hve lengi er hægt að þæfa málið? Hvað mun hafast upp úr því krafsi?
Hvaða áhætta er tekin af frekari töf á afgreiðslu málsins.
Einhvers staðar liggur lína sem ekki verður hægt að komast yfir í samningum. Hvar liggur hún?
Vilja vísa Icesave frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar,
Við vitum að Streingrímur og skutilsveinn hans, Svavar, geta ekki náð betri samningum. Steingrímur sendi Svavar til samninga með þeim fyrirmælum einum að hespa þessu af, sem Svavar gerði því hann nennti ekki að standa í þessu. Svavar hafði meira aðkallandi hluti að gera í Köben en gæta hagsmuna sinnar þjóðar í London.
En það er rétt Ómar að það er ekkert vit í að draga þetta mál á langinn. Þetta átti að vera fyrir löngu afgreitt.
Annars, er það ekki rétta spurningin hvort við getum náð betri samningum seinna. Það er ekkert svar til við því. Hins vegar er hægt að svara spurningunni hvort þessir eru okkur ásættanlegir. Mitt svar er, nei.
Ég tel Hollendinga of Breta alveg hæfa og tilbúna--þeir eru ekki eins bissí og Svavar--til að vernda hagsmuni sinna þjóða og munu án efa setja fram (hart?) mótsvar ef Íslendingar segja nei. Það er þeirra mál. Það eru þeirra hagsmunir að sækja þetta mál, okkar að verjast.
Annars legg ég til að eins og gert var með Gamla Sáttmála þá verði Bretar og Hollendingar beðnir um að mæta á Íslandi á þjóðfund og leggja fram sínar kröfur og rökfærslur til stuðnings í almannaheyrn. Íslenskur almenningur getur síðan spurt spurninga og sagt sína skoðun áður en ákvörðun verður tekin af almenningi. Það er jú verið að fara fram á að íslenskur almenningur borgi þessar kröfur.
Að lokum, þá er sagt í Bandaríkjunum að ef þú skuldar bankanum $200 og getur ekki borgað, þá er þú í heljarklandri. En ef þú skuldar bankanum $200 milljónir og getur ekki borgað, þá er bankinn í heljarklandri. Við Íslendingar höfum hagað okkur eins og Icesave sé allt á okkar ábyrgð, sem það er ekki.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 18:04
Sæll Ómar. Ég veit að þetta er ekki athugasemd við þetta hjá þér, en vildi gjarnan fá skoðun þína á þessu.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item318754/
Ingimundur Kjarval, 28.12.2009 kl. 18:41
Sæll Ómar. Það er útbreiddur misskilningur að við sem mótmælum Icesavesamningum, í þeirri mynd sem Alþingi hefur fjallað um, séum á móti því að taka á okkur ábyrgð fyrir hönd hins skilyrta og lagabundna EES ábyrgðartryggingarsjóðs.
Því sem við mótmælum er að greiða (prívat og pólitískar) uppgreiðslur breskra og hollenskra umfram greiðsluskyldu og okurvexti af öllum þeim pakka. Við viljum nýjan og réttlátan samning í samræmi við Brusselviðmiðin.
Kolbrún Hilmars, 28.12.2009 kl. 19:22
Ef vegnar eru saman stærðir viðkomandi þjóða og ábyrgð þeirra er ég sammála því að sá hlutur sem okkur Íslendingum er gert að borga er of stór. Hvernig sem þetta mál fer er framundan margra ára barátta fyrir því að sanngirni sé viðhöfð áður en málið verður endanlega úr sögunni.
Ómar Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 20:08
"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í kvöld að heildarskuldir hins opinbera muni nálgast 130% af vergri landsframleiðslu í lok næsta árs. Þar af séu innlendar skuldir 70% af landsframleiðslu og erlendar skuldir um 60%.
Steingrímur sagði, að af þessum heildarskuldum væri vægi Icesave-skuldbindinganna 11% ef miðað sé við að ekki verði greitt út úr búi Landsbankans inn á Icesave-skuldina á næsta ári og skuldbindingin standi þá í 230 milljörðum króna."
Og ekki orð um það meir!
Vægi Icesave úr öllu samhengi
Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 22:04
Auðvitað er miklu auðveldara að leggja aðaláhersluna á þær skuldir sem vondir útlendingar vilja heimta af okkur.
Hinu verður ekki neitað að þegar um er að ræða hina óheyrilega skuldabyrði sem blásist hefur upp innanlands og utan munar um alla viðbótt við það, jafnvel þótt hún nemi 11% af heildarskuldunum.
Ómar Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 23:12
Ef ég skulda 100 krónur hef ég nú litlar áhyggjur af 11 krónum af þessum 100.
Og þætti harla einkennilegt ef ég væri stöðugt að fjargviðrast út af þeim.
Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 23:22
Steini, ef ég skuldaði þessar 100 krónur og og við bættust 11 krónur myndi ég heldur ekki fjargviðrast neitt.
En væri upphæðin 10 milljónir og viðbótin 1 milljón+eitthundrað þúsund myndi ég tuða næstu 10 árin. :)
Kolbrún Hilmars, 29.12.2009 kl. 17:22
Kolla.
Með því að vera á Evrópska efnahagssvæðinu höfum við Íslendingar grætt mörgum sinnum hærri fjárhæðir í lægri tollum en sem nemur þessum IceSave-reikningum og munum halda áfram að græða á því mun hærri fjárhæðir næstu árin.
Ef einhverja langar til að fara á geðveikrahæli út af þessum 11% er mér nokk sama.
Punktur.
Gleðilegt ár!
Þorsteinn Briem, 29.12.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.