Hermann Jónasson 1956: "Efnahagslífið er helsjúkt."

"Efnahagslíið er helsjúkt" sagði Hermann Jónasson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins í útvarpsumræðum fyriri Alþingiskosningarnar 1956.

Allt frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum og fram undir lok aldarinnar var íslenskt efnahagslíf helsjúkt hafta- og spillingarkerfi, sem fór síðan enn lengra yfir á hina hliðina eftir aldamótin 2000.  

Hermann sagði þetta 1956, enda þótt flokkur hans hefði verið í ríkisstjórn í níu ár, fyrst með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, en síðan með Sjálfstæðisflokki síðustu sex árin. 

Milli hans og Ólafs Thors hafði verið trúnaðarbrestur í 14 ár, sem hafði haft slæm og afgerandi áhrif á íslensk stjórnmál í tvo áratugi.

Í alvarlegri stjórnarkreppu um áramótin 1949-50 kom í ljós að eini mögulegi kosturinn var samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en í veginum stóð að hvorki Ólafur Thors né Hermann tóku í mál að sitja í stjórn undir forsæti undir forsæti hins.

Varð úr að Steingrímur Steinþórsson myndaði stjórnina en Ólafur var sjávarútvegsráðherra og Hermann landbúnaðarráðherra.

En Hermann tók ekki í mál að sitja í samstjórninni sem Ólafur myndaði eftir kosningarnar 1953.

Á árunum 1947-56 var komið á svakalegra hafta- og skömmtunarkerfi en þekkst hafði í sögu landsins. Tekið var upp handstýrt margfalt gengi og því var lýsing Hermanns rétt 1956, að efnahagslífið var helsjúkt.

Hann myndaði stjórn 1956 sem hélt áfram á sömu helsjúku brautinni á sama tíma og nágrannaþjóðrnar brutust út úr haftafjötrunum.  

Viðreisnarstjórnin slakaði verulega á en það var ekki fyrr en á síðasta áratug aldarinnar sem loksins tókst að koma málum í svipað horf og í öðrum löndum.

En það ástand hélst ekki nema í örfá ár. Þá jvar kúrsinn tekinn í þveröfuga átt þar sem frelsið átti að vera sem allra mest og eftilitslausast en þó drifið áfram af stórkarlalegum, áhættusömum og arðlitlum ríkisframkvæmdum í sovétstíl, sem engir einkaaðilar hefðu lagt í. 

Afleiðingin var Hrunið mikla, sem auðvitað var afleiðing af því að í raun var "efnahagslífið helsjúkt" árin 2003-2008.  

 


mbl.is „Frakkland er sjúkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundruð milljarða "hurfu" hér.

Það þykir talsverð frétt og sú mest lesna á mbl.is í augnablikinu aö forstjóri erlends fyrirtækis sé horfinn með 13 milljarða króna, alla peningana, sem voru á lausu í fyrirtækinu.

Þetta þótti nú ekki mikið hér á landi fyrir sex árum. Í heimildamynd Helga Felixsonar um Hrunið er einn "útrásarvíkingurinn"spurður hvað hafi orðið um hundruð milljarða króna fjárhæðir, sem hefðu verið dásamaðar og gulltryggðar eignir og staðið undir miklum framkvæmdum og fjárfestingum og hann svarar bltátt áfram: "Þær bara hurfu". 

Já, þær bara hurfu, gufuðu upp, urðu að engu enda lýsti Hannes Smárason því mjög vel í tímaritsviðtali hvernig tugir milljarða "yrðu til" í hvert sinn við notkun viðurkenndra bókhaldsaðferða þegar fyrirtæki voru keypt og seld eða runnu saman og búin var til viðskiptavild upp á stjarnfræðilegar upphæðir og hvert sinn.

Hann sagði að Mesti gróði hans fælist í því að kaupa sem allra skuldsettust fyrirtæki, slá lán til að borga skuldirnar og braska síðan með þessi fyrirtæki á alla kanta í kennitölufallki, allt saman löglegt, svo að tuga og hundruða milljarða króna gróða skapaðist. Gróðinn væri líka algerlega skattfrjáls ef hann léti þetta ganga nógu hratt.  

Og í lok viðtalsins lýsti hann meginatriðum fjármálatöfra hans og annarra slíkra snillinga  með þessari dásamlegu setningu: "Það myndi engum detta í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki, sem veit engan veginn hvað það er að fara út í."

Lítð sem ekkert hefur breyst í því alþjóðlega fjármálaumhverfi sem skóp Hrunið og íslenskir ráðamenn þess tíma stukku á og spóluðu hér upp í einkavinavæðingu ríkiseigna og tilbúnnni þenslu og hágengi krónunnar með afleiddu neyslusukki og fjórföldun skulda heimila og fyrirtæka.

Allt var þetta fyllilega löglegt hjá fjármálasnillingunum nema þegar fjölmiðlamaður einn glæptist til þess að segja að peningar eins snillinganna hefðu "gufað upp" eða horfið.  Þá var höfðað mál til að dæma fjölmiðlamanninn.  


mbl.is „Forstjórinn er horfinn og peningarnir líka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband