Og þetta var flokkur Abrahams Lincons.

Ein og hálf öld er liðin frá Þrælastríðinu í Bandaríkjunum. Það snerist um réttindabaráttu blökkufólks sem Abraham Lincoln forseti, leiðtogi Republikana, hafði fórnað lífi sínu fyrir.

Á þessum 150 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar én samt hefði Lincoln varla órað fyrir því hvert flokkur hans myndi leita til að afla sér fylgis, en tengd frétt á mbl.is segir sína sögu um það.

Í aðdraganda kosninganna virðist yfirburðafylgi Donalds Trumps eflast við það að gefa æ svakalegri yfirlýsingar.

Það er eitt af of mörgum dæmum um það á hvaða mið flokkur Lincolns og fylgismenn hans freistast til að róa, því miður.  


mbl.is Repúblikanar dekktu húðlit Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú myndi ég klappa, væri ég ekki brotinn.

Viðtöl Brodda Broddasonar við veðurfræðing og fleiri í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ættu að vera skyldunámsefni fyrir alla þá sem eru að læra fjölmiðlun.

Í stað landlægrar kranablaðamennsku leiddi styrk hönd afburða fréttamanns viðtölin, byggð á þekkingu, yfirsýn og hæfni, alla í gegnum viðfangsefnið, svo að unun var á að hlýða.

Að ekki sé nú talað um óbrigðult málskyn og málnotkun Brodda, rammíslenskt alþýðumál eins og það gerist best. Fátítt er að heyra slikt nú á dögum.

Þarna heyrðist til dæmis orðið "hábölvað" sem varla hefur heyrst í fjölmiðli árum saman. Rétt orð í réttu samhengi.

Heyra má þær raddir, að RUV sé nátttröll sem eigi ekki rétt á sér við nútíma aðstæður.

75% þjóðarinnar eigi heima á Suðvesturlandi og allt sé að færast yfir á netið.

Raunar heldur RUV uppi öflugri þjónustu á netinu, en þessa gagrýnendur varðar ekki um það. 

Ef slíkar röksemdir eiga að ráða má allt eins leggja mestalla íslenska fjölmiðlun og íslenska tungu niður í ljósi þess að aðeins rúmlega 1% Norðurlandabúa eða 0,05% Evrópubúa eigi heima á Íslandi. 

Þeir, sem miða alla sína sýn á Ísland á slík rök undir yfirskini víðsýni, ættu að íhuga hvort sjónarhóll þeirra sjálfra þar sem sem allt er innan sjóndeildarhringinn utan um tölvuna þeirra, beri ekki vott um þröngsýni.

Um afgreiðslu RUV á óveðrinu, sem ekki rúmaðist innan þessa sjóndeildarhrings, segi ég bara: Nú skyldi ég klappa, væri ég ekki axlarbrotinn!  

 


mbl.is Veðrið hefur náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband