Við erfiðustu aðstæðurnar á versta tíma ársins.

Bresku drengirnir fjórir sem ætla sér að ganga lengstu leið yfir Ísland, horn í horn frá NA-horninu til SV-hornsins færast eins erfitt verkefni í fang og hugsast getur.

Mestu velur að framundan er dimmasti og illviðrasamasti hluti ársins.

Göngugörpum fyrri tíðar hefur vegna misjafnlega vel, og Guðmundur Eyjólfsson, sem gekk á sínum tíma frá Hornvík til Vopnafjarðar eftir miðju hálendinu, fyrstur manna til að gera slíkt án aðstoðar, lenti í miklum erfiðleikum, en gekk þó á miklu skaplegri tíma vetrarins, þegar dag var farið að lengja.

Útlendingar, sem hafa reynt svona vetrargöngur yfir jöklana eða hálendið, hafa oftar en ekki orðið að gefast upp og verið bjargað þegar í ógöngur var komið.

Hjá þeim hafa tjöld rifnað eða fyllst af snjó í ofsveðrum, nema hvort tveggja væri, og einn þeirra sagði, þegar rætt var við hann eftir svaðilförina: "Það var þrennt sem kom mér algerlega á óvart: Snjórinn, rokið og kuldinn."

Ofangreint skrifa ég ekki til þess að vera með sérstakar hrakspár um ætlun ungu Bretanna.

Þvert á móti er ég aðeins að benda á staðreyndir, sem þeir verða að hafa hugfastar svo að vel fari.  

 


mbl.is Táningar ganga þvert yfir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnunarinnar sjaldan getið.

Það er vel að Íslendingar eigi aðild að viðburði á Parísarráðstefnunni, þar sem súrnunar sjávar er getið.

Í öllum rökræðunum með og á móti aðgerðum hér á landi hefur sjaldan verið getið um þetta atriði, sem er óumdeilanlega stórt atriði í því þegar mat er lagt á loftslagsmálin.

Öðru atriði er rétt að halda á lofti, en snýst um það að af mannavöldum sé ekki valdið svo stórfelldum breytingum í samsetningu lofthjúps jarðar, að með því sé að óþörfu verið að "rugga bátnum" ef svo má segja í viðkvæmu jafnvægi í náttúru og lífríki jarðarinnar.

Fyrir 20 árum voru lögð fram rök fyrir því að hlýnun lofthjúps jarðar að meðaltali á þeim 511 milljónum ferkílómetra sem yfirborð jarðarinnar er gæti orsakað kólnun á Norður-Atlantshafi vegna útsteymis létts, fersks bráðnunarvetns jökla og hafíss, sem gæti orðið til þess að þyngri saltur sjór Golfstraumsins sykki fyrr og sunnar niður í hringekju hafanna en hann hefur gert fram að þessu.

Í bær öllum tölvulíkönum um áhrif gróðurhúsalofttegunda síðustu áratugina má sjá bláan blett suðvestur af Íslandi sem stingur í stúf við rauða litinn á mestöllum lofthjúpi jarðarinnar.

Þegar þetta er skoðað blasir við hve mikilvægt það er að menn hægi á því ferli, sem mun annars færa okkur á næstu árum þann áfanga, að magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingar.  


mbl.is Hafið og norðurslóðir í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Esjan truflar veðurkerfið.

Esjan og hálendið frá Kjalarnesi að Hvalfjarðarbotni hefur oft mikil áhrif á veðrið á höfuðborgarsvæðinu í norðan- og norðaustlægum áttum, eins og er einmitt núna.

Stundum þarf vindáttin ekki að breytast nema um fáar gráður til þess að ýmist detti allt í dúnalögn eða rjúki upp í versta óveðri.

Af blöndu af landfræðilegum- og veðurfræðilegum ástæðum getur verið þreifandi blint og ófært í sumum hverfum þótt annars staðar sé veður skaplegt.

Þegar svona mikil lausamjöll er, hefur vindurinn mest áhrif, og skafrenningurinn er oft svo mikill að á jörðu niðri virkar kófið sem snjókoma.Suzuki Fox GTI

Sums staðar þarf ekki nema einn skafl og einn bíl til að allt lokist.

Nema náttúrulega ef jöklajeppi er við höndina.

Þeir segja að mesta ófærðin sé í nágrenni við mig, í Grafarvogi og Grafarholti.

Vindurinn hefur náð sér upp meðfram fyrrnefndu fjalllendi að austanverðu, þótt miklu skaplegra veður sé vestar í borginni. Auk þess hefur vindurinn úr að moða miklum lausasnjó eins langt og augað eygir í norðausturátt.

Um leið og vindurinn hreyfist aðeins til norðurs, gæti veðrið snarbatnað í austanverðri borginni en orðið bálhvasst í Vesturbænum.

Ég þarf að fara af bæ og verð kannski að grípa til minnsta jöklajeppa landsins, fornbílsins Suzuki Fox "86 á 32ja tommu dekkjum, eða Range Rover með dísilvél, módel 1973, á 38 tommu dekkjum.  Kemur í ljós.

P.S. Það kom í ljós að færið í Grafarvogshverfinu var með því allra besta sem verið hefur síðustu daga, og ekki einu sinni þörf á að fara á bíl, - búið að ryðja hjólastíga!   


mbl.is Björgunarsveitir að störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sá allra fallegasti.

Ég minnist þess enn hvað ég varð hrifinn af BMW 507 sportbílnum, þegar hann kom fram 1956.BMW_507[1]

Þessar bogadregnu línur voru svo vel heppnaðar vegna þess að þær féllu óvenjulega vel inn í svonefnt "forward look" sem Virgil Exner hjá Chrysler innleiddi á þessum árum, en "forward look" leiddi hins vegar yfirleitt af sér ansi kantað útlit.

Enn þann dag í dag er BMW 507 einn allra fallegasti bíll allra tíma.

Einn af frægum, sem keypti BMEW 507 var Elvis Presley, þegar hann gegndi herþjónustu í Vestur-Þýskalandi.BMW_700_Sport

Á þessum árum reru BMW verksmiðjurnar lífróður vegna þess að þær vantaði bíla í þeim verðflokkum sem mest sala var í.

Þeir voru með stóra og afar gamaldags bíla, sem áttu ekki roð í Benzana, og síðan með örbílinn BMW Isetta, sem var á hraðri útleið vegna stórbatnandi lífskjara í Vestur-Þýskalandi.  

1959 duttu verksmiðjurnar niður á einstaklega vel heppnaðan og fallegan tveggja strokka smábíl, BMW 700, sem bjargaði þeim frá gjaldþroti.BMW_1800_TI-SA_1965_white_vr_TCE[1]

Hann var með loftkældri "boxara" vél í sönnum BMW vélhjóla stíl og lagði grunninn að jafn vel heppnuðum millistærðarbíl, BMW 1500 og 1800, sem varð fyrirrennari BMW 1600 og BMW 3-seríunnar sem enn lifir góðu lífi.   

Á miðmyndinni má sjá BMW 700 sport, sem ég gæti vel hugsað mér að eiga ef ég ætti fyrir honum.

En næstneðsta myndin er af BMW 1500, en toppurinn á þróun hans í aðeins minni bíl var BMW 2002 turbo sem var og er klassabíll og erfði útlitið að mestu frá 1500 bílnum.

Væri ekki amalegt að eiga einn slíkan, 172 hestöfl í um 1100 kílóa bíl. 2002_ti_PL[1]

BMW hékk á "forward look" í 35 ár, en sumir lýstu því útliti með orðunum "gríptu mig, ég er að detta fram fyrir mig!"  


mbl.is Fágætur Bimmi brátt boðinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband