Margt getur gerst þegar tortryggnin grípur menn.

Tortryggni í bland við vænisýki er eitt af þeim fyrirbærum sem koma upp á yfirborðið og fanga hug fólks þegar átök og togstreita fara vaxandi. Geta ótrúlegustu smámunir orðið risastórir í því sambandi. 

Þegar Kóreustríðið stóð sem hæst 1952 og bandarískur her var kominn til Keflavíkurflugvallar og í Hvalfjörð kom frétt í Tímanum þess efnis að grunsamlegir menn hefðu sést vera á ferli við brúna yfir Laxá í Leirársveit og verið að mæla breidd hennar. 

Þótti líklegt að þarna hefðu verið á ferð njósnarar Rússa á Íslandi. 

Síðar kom í ljós að þetta höfðu verið Íslendingar að taka nákvæmt mál af brúnni vegna hugsanlegs flutnings á litlum sumarbústað yfir hana. 

Þegar Wegener og aðrir þýskir vísindamenn voru á ferð um hálendi Íslands á árunum fyrir Seinni heimsstyrjöldina þóttu stangir og aðrar merkingar, sem þeir settu upp, vera grunsamlegar, og gekk þetta svo langt að þær voru rifnar niður. 

Wegener var einhver merkasti jarðfræðingur sögunnar og var að reyna að færa sönnur á landrekskenningu sína og voru merkipunktar hans því nauðsynlegur hluti af rannsóknum hans. 

Sumarið 1939 birtist frétt í Alþýðublaðinu um að grunsamlegir menn hefðu sést á ferli á norðausturhálendinu og skilið eftir sig merkingar, sem gætu verið í þágu fyrirætlana Þjóðverja um innrás í landið.

Síðar hef ég komist á snoðir um það að í september 1939 hafi smalamenn af Jökuldal rifið niður vörður, sem Þjóðverjar voru taldir hafa hlaðið á þeim stað, þar sem núna er næst stærsti flugvöllur landsins, Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum. (Stærðin byggist á að leggja saman lengd flugbrauta).  

Mörg fleiri dæmi má vafalaust nefna um það hvernig grunsemdir, tortryggni og vænisýki geta fætt af sér margar kenningar, sem reynast síðan misjafnlega áreiðanlegar.  


mbl.is Herinn rannsakar dularfullt píp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður skást að Hillary vinni naumt en verði að hrökklast úr embætti?

Veður eru válynd í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ein skýring á því af hverju FBI hefur gefið jafn mikið upp um tölvupóstmálið og raun ber vitni kann að vera sú, að málið virðist svo alvarlegt, að eftir á væri hægt að saka FBI um ábyrgðarleysi fyrir að greina frá ekki frá því, þótt það kunni í augnablikinu að líta út eins og óviðurkvæmilegt inngrip í kosningabaráttuna. 

Manni er um og ó út af stöðu mála vestra. Annars vegar ótrúlega vanhæfur og viðsjárverður maður, Donald Trump, en hins vegar frambjóðandi sem standur frammi fyrir háskalegu hneykslismáli, hefur lokast inni á löngum ferli í leyndarhyggju og er varasamur haukur í utanríkismálum. 

Kannski yrði skásta atburðarásin sú, að Hillary vinni naumlega en verði síðan að hrökklast úr embætti og að næsta óþekkt varaforsetaefni taki við, líkt og Harry S. Truman, fyrrverandi gjaldþrota vefnaðarvörukaupmaður frá Missouri, gerði 1945. 


mbl.is „Fóru í rúmið með skrímsli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki "samferða" þjóðinni, launavísitalan grunnur, í umsjón óháðari aðila?

Mun skárri sátt væri í þjóðfélaginu um laun æðstu embættismanna, svo sem þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, ef þau hækkuðu í takt við launavísitölu þannig að komist yrði hjá kollsteypum af því dagi sem enn eina ferðina hefur dunið á landsmönnum og vinnumarkaðnum. 

Kjararáði eða nýjum, óháðum aðila, sem ekki yrði eins mikill hluti af "elítunni" og oft hefur verið, yrði falið að fjalla um nánari útfærslur og meta breyttar aðstæður að öðru leyti, og líklegt er, að breytingar í samræmi við það yrðu hvergi nærri eins miklar og í eins stórum stökkum og verið hefur. 

Í samningum á vinnumarkaði eru ákvæði um hækkanir með mun styttra millibili en verið hefur í ákvörðunum Kjaradóms. 

Af hverju geta æðstu embættismenn ekki verið samferða þorra þjóðarinnar í þessum efnum?


mbl.is Ekki gott í prinsippinu að grípa inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband