Nú byggja menn skurði í stað þess að grafa þá.

Orðafátækt veldur því að ýmis góð og lýsandi orð hverfa úr málinu. Orðin svona, þannig og hvernig eru að víkja fyrir orðalengingunni "með þeim hætti".

Í stað orðana verður og mun heyrði ég veðurfræðing einn segja í sjónvarpin "kemur til með að" eða "koma til með að" sjö sinum í röð í nokkrum setningum.

Í stað þess að segja að einhverju fjölgi eða fækki er talað um aukningu eða minnkun á fjölda.

Nú eru menn að byggja allan andskotann;  - í tengdri frétt er talað um að byggja skurði í stað þess að grafa þá og menn byggja göng í stað þess að bora þau .

Næsta skref gætir orðið að grafir verði ekki grafnar í kirkjugörðum heldur byggðar, og að maður verði byggður í kirkjugarði. 

Orðalengingarnar eru alls staðar. Dæmi: Í stað þess að segja einfaldlega "ferðamönnum fjölgar" er sagt: "Við erum að sjá aukningu á fjölda ferðamanna."

Já, það þykir fínt að troa sem víðast inn orðunum "við erum að sjá." 

 


mbl.is Ráðast í gríðarmikið veituverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðir í hlekkjum hugarfarsins.

Baldur Hermannsson gerði athyglisverða sjónvarpsþáttaröð fyrir um aldarfjórðungi sem hét "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og fjallaði um þjóðfélagsástandið á Íslandi á síðustu öldum.

Áhrif olíualdarinnar á þjóðir heims eru svo yfirþyrmandi, að nota má orðalagið "hlekki hugarfarsins" um það mál.

Þrátt fyrir ráðstefnur og fundi í allar götur frá ráðstefnuni í Ríó 1992, samþykktir og viljayfirlýsingar, miðar þjóðum heims lítt úr hlekkjum hugarfars olíuvinnslunnar.

Nærtækt dæmi um það eru Norðmenn og Íslendingar sem enn hafa ekki brotist út úr viðjum í þessum efnum, heldur halda því áfram í sameiningu að gefa leyfi til borana og rannsókna og vinnslu á nýjum olíusvæðum norðan heimsskautsbaugs.

Í blaðagrein þáverandi íslensks ráðherra um rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu var ekki orð um vinnsluleyfið í fyrirsögn, heldur varð að leita að tveimur orðum um það, "..og vinnslu.." aftarlega í greininni.

Ráðherrann í næstu stjórn á undan stærði sig af því að vera olíumálaráðherra Íslands.

Báðar þjóðir fela sig á bak við það, að í kröfum um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er vinnsla jarðefnaeldsneytis ekki innifalin og báðar stefna að því að berja sér á brjóst og monta sig fyrir skerf sinn umhverfismálum.

Sem gerir það siðleysi enn meira en ella að stunda rányrkju á kostnað komandi kynslóða með tvíþættum afleiðingum: ´Ástandi lofthjúpsins og velta því yfir á afkomendur okkar að vinna úr þeim hrikalegu viðfangsefnum sem sóun auðlinda jarðar hefur í för með sér.

Frændþjóðirnar við Norður-Atlantshaf eru þjóðir í hlekkjum hugarfarsins, því miður.  

 

 

 


mbl.is Veita umdeild olíuvinnsluleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleiksbroddur í full harkalegum ummælum.

Einu sinni var íslenskur ráðherra sem sagði að þekktur erlendur efnahagssérfræðingur, sem var gagnrýninn á íslenska efnahagsstefnu 2008 ætti að fara í endurhæfingu.

Það reyndust full harkaleg ummæli svo ekki sé meira sagt, eins og kom á daginn nokkrumm mánuðum seinna.

Ummæli Bill Clintons um pólska og ungverska ráðamenn eru kannski full harkaleg en fela þó í sér sannleiksbrodd.

Í sumum löndum í Austur-Evrópu hafa stjórnlyndir og mjög þjóðernissinnaðir menn lengi átt nokkur hljómgrunn og Adolf Hitler þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að þar kæmust til valda fasistar í aðdraganda innrásarinnar í Sovétríkin 1941. Þeir voru þegar komnir til valda. 

Að sönnu er langur vegur frá því að slíkir menn nái svipuðum völdum í þessum ríkjum nú og þá, en ákveðnar viðvörunarbjöllur hringja þegar fréttist af ýmsum tilburðum þar til að kæfa frjálsa skoðanamyndun í nafni nauðsynjar á "sterkri stjórn."

 


mbl.is Bill Clinton leiti sér hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband