Hvað þýða fylgistölur Framsóknar? "Sáuð þið hvernig ég tók hann"?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór á bak við þjóðina og flokk sinn varðandi eignir í aflandsfélagi, laug framan í allan heiminn í sjónvarpsviðtali, fór áfram á bak við þingflokkinn með því að fara án samráðs við eigin þingmenn og þingflokk samstarfsflokksins eindæma sneypuför til Bessastaða og var þar með orðinn svo rúinn trausti, að hann hraktist úr forsætisráðherrastóli og fór í timabundna útlegð.

Fylgi Framsóknarflokksins hrapaði af þessum orsökum niður í 6 prósent.

En Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tók við forsætisráðherraembættinu, var strax í upphafi með allt annað yfirbragð að öllu leyti en SDG.

Eitt lítið dæmi um það var 17. júní ræða á allt öðrum nótum en hafði verið hjá SDG. 

Við tók friðsamlegt vorþing og eins og er stefnir í haustkosningar án stórkostlegra átaka á þingi.

Í samræmi við þetta eykst fylgi Framsóknarflokksins og er hún komið yfir 10 prósent, augljóslega mest Sigurði Inga að þakka.

Eða það hefði maður haldið.  

Nú þarf hann og stuðningsmenn hans að þekkja sinn vitjunartíma og fylgja þessu eftir. 

Mjög sérkennilegt er þegar fylgismenn Sigmundar Davíðs segja, að það sé vegna "endurkomu" hans úr útlegðinni sem fylgi Framsóknarflokksins hefur náð sér á strik og kalla framboð Höskuldar Þórhallssonar til fyrsta sætis í prófkjöri flokksis í Norðvesturkjördæmi "pólitískt ólæsi."

Slíkt minnir á Jón sterka í Skugga-Sveini þegar hann var felldur en spratt á fætur og sagði: "Sáuð þið hvernig ég tók hann?" 

  


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stalín þurfti ekkert svona.

Harðsnúnustu einræðisherrar heims beita ýmsum ráðum til þess að tryggja alræðisvöld sín og víla ekkert fyrir sér. 

Sagt er að Kim Yong-Jin hafi verið líflátinn fyrir að dotta undir ræðu Kom Jong-un, en eitthvað fleira var tínt til af því sem hefði brotið af sér. En uppgefnar ástæður voru 

Fjöldi þeirra sem Stalín lét drepa var slíkur, að það er óhugsandi að þeir hafi allir verið sekir um það sem þeim var refsað fyrir.

Hann lét fjarlægja meira en 70 prósent yfirmanna í Rauða hernum, og þessi blóðtaka, sem hafði lamandi áhrif á herinn, var ein af ástæðum þess hve herfilega Rússum gekk að verjast innrás Hitlers 1941, svo að við lá að stríðið tapaðist. 

Það var aldrei gefið nákvæmlega upp hvað Ernst Röhm, foringi SA-sveitanna, sem höfðu fram til ársins 1934 verið hryggjarstykkið í þeim liðsafla, sem stóð að baki Hitler, hefði gert af sér.

En "nótt hinna löngu hnífa" voru hann og fjölmargir aðrir í sveitunum, drepnir af útsendurum Hitlers á miskunnarlausan hátt, að því er virtist eingöngu vegna sjúklegrar vænisýki Foringjans.

Og í kjölfarið gat Hitler látið stofna þúsund manna lífvarðaveit og láta SS-sveitirnar undir stjórn hins viðbjóðslega Heinrich Himmlers verða að hrikalegustu morðsveitum allra tíma.

Svona "hreinsanir" eins og þær eru oft kallaðar, eru aðferð harðstjóra til þess að skapa svo mikinn ótta, að ekki sé hætta á því að harðstjórninni verði hrundið.

Í leyniræðu Nikita Krústjoffs 1956 var aðferðum Stalíns lýst fyrir lokuðum hópi forystumanna sovéska kommúnistaflokksins til þess að leggja grunn að því að reynt yrði að lina á kúguninni og ógnarstjórninni.   


mbl.is Sofnaði á fundi og tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virtist vonlaust og galið í upphafi en lifir samt 30 árum síðar.

Ég hygg að það hafi verið nokkuð almenn skoðun þegar stöð 2 var stofnuð fyrir þremur áratugum, að það væri alveg vonlaust og galið fyrirtæki. 

Okkar örsmái markaður bæri ekki tvær sjónvarpsstöðvar. 

Stöðin fór reyndar á hausinn rúmum þremur árum síðar og gjaldþrotin og eigendaskiptin urðu fleiri. 

En alltaf lifði þetta ótrúlega fífldirskulega fyrirtæki, og stórhugur stofnenda Stöðvar 2 sýndi að þeir hlutu að hafa haft rétt fyrir sér, annars hefði það ekki hjarað og fengið framhaldslíf. 

Og kannski var þetta ekki svona vonlaust, vegna þess að menn hafa skynjað mikilvægi fjölbreyttrar fjölmiðlunar og að tilvist fjölmiðla utan ríkiseignar er afar mikilvæg á svo marga lund. 

Nú herja erlendir ljósvakamiðlar af nýju tagi og fjarskiptaþjónusta á innlenda miðla. 

Það hefði átt að vera búið að bregðast fyrr við með því, til dæmis með því að létta gjöldum af íslensku miðlunum, sem hinir erlendu sleppa við að borga. 

Það er engin lausn að veikja RÚV. Þvert á móti hefur mikilvægi þess miðils sem kjölfestu og tryggingu fyrir viðgang íslenskrar menningar aldrei verið meiri. 


mbl.is Kaupa ljós- og fjarskiptahluta 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband