Fjölmörg fordæmi. VGVG?

Fjölmörg fordæmi eru fyrir því úr íslenskri þingsögu að þingmenn segi skilið við þingflokka sína, stofni eigin þingflokk og jafnvel nýja stjórnmálaflokka.

Tryggvi Þórhallsson fór úr Framsóknarflokknum og stofnaði Bændaflokkinn, Vilmundur Gylfason stofnaði Bandalag jafnaðarmanna meðan hann var þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn, Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn meðan hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaka fyrir kosningarnar 1995.

Einstaka þingmenn Borgaraflokksins yfirgáfu hann og fóru yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

Eggert Haukdal, Jón G. Sólnes og Stefán Valgeirsson eru dæmi um þingmenn sem fóru í sérframboð.

Allt voru þetta þingmenn, sem höfðu verið kosnir af fólki, sem var ekki alltaf á eitt sátt með það að þeir skyldu ekki fylgja flokkslínunni heldur færu sínu fram.

Á síðari árum höfum við Kristin H. Gunnarsson og Þráin Bertelsson sem dæmi um þingmenn sem hafa farið á milli flokka og jafnvel úr stjórnarandstöðu yfir í stjórn.

Þingmenn sverja eið að því að fylgja sannfæringu sinni og samvisku og þess vegna geta þeir kjósendur þeirra lítið gert, sem finnst að þeir hafi brugðist þeim sem veittu þeim umboðið.

Sumir þeirra sem fóru í klofningsframboð vildu fá listabókstafi eins og DD eða BB og hefðu atkvæðin, sem þessi framboð fengu, bæst við atkvæði móðurflokkanna. Í öll skiptin hafnað viðkomandi fjórflokkur þessari beiðni.

Og hvaða skammstöfun ætti nýja aflið að hafa? VGVG?  Vinstra Græna Villta Gengið?  Eða VGVK? Vinstri Grænu VilliKettirnir?

 


mbl.is Íhuga að stofna þingflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Og höfuðstöðvarnar væntanlega í Kattholti..

Sævar Helgason, 14.4.2011 kl. 21:45

2 Smámynd: Libertad

Kannski ætti flokkur Steingríms að breyta nafni flokks síns í VB (Vinstri brúnir), því að brúnn er litur quislinga.

Libertad, 14.4.2011 kl. 23:18

3 identicon

Þar sem að "kettirnir" virðast standa á prinsippinu, þá væri nær að kalla hina vinstri brúna. Öll sjónarmið SJS frá því fyrir kosningar eru quisluð í þeim heilaga tilgangi að halda (sjálfstæðismönnum frá) völdum.

Mæli með CF listastöfum. Catus Felis. Köttur :D Líka skammstöfun fyrir "cash flow", - ekki veitir af.

Nú eða K listi katta.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 08:33

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta mál er ekki grín mál. Þetta fólk er eina haldreiði okkar að við séum ekki innlimuð í ESB með klækjum eins og Össur mun gera. Hann í dag stendur fyrir að undirrita allskonar hliðar lög sem hægt er að ganga frá án inngöngu. Setjum þennan nýja flokk ofar öllu og stöndum með þeim með ESB málefnið þar til það er burt úr atburðarrásinni. ESB umsóknin var og er Landráðamál og Ómar af öllum ætti að vita það.

Valdimar Samúelsson, 15.4.2011 kl. 09:51

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er aðeins ein leið útúr þessari óánægju landans með fjórflokkakerfið og þingmenn og stjórnmálamenn yfir höfuð..

Sú leið er vel fær, og við ættum að skoða hana áður en við kollvörpum því formi sem þó er til í dag, en það er almenn þátttaka fólks í stjórmálastarfi, og það skiptir engu máli hvort að við erum með núverandi kerfi eða tökum upp persónukjör með einhverjum hætti.. Ef að almenningur og fólkið í landinu tekur ekki þátt og hefur ekki skoðanir þá mun kerfið sama hvaða nafni það nefnist ekki virka.. ja nema að við tökum upp einræði, þá er ekki í boði að taka þátt.

Ég ætla hvorki að vera með eða á móti því að þingmenn taki pokan sinn og yfir gefi sína flokka, það er eðlilegt að það gerist annað slagið en í tlfelli þeirra þriggja sem nú hafa það gert, þá held ég miðað við það sem gefið var út fyrir síðustu kosningar að þau séu nær boðaðri stefnu VG en forusta flokksins, en það er einnig þekkt að forusta flokkana sveigir af yfirlýstri stefnu sem mörkuð hefur verið á þeirra æðsta stjórnsýslustigi viðkomandi flokks, landsþingum eða aðalfundum.

Með þátttöku á flokksstarfi þá hafa menn áhrif, en með setu í eldhúskróknum þá gerist lítið.

Það sama á við um persónukjörna þingmenn, það eitt og sér er engin lausn, þeir myndu skipta um skoðanir rétt eins og þingmenn gera nú, þeir myndu endurskrifa sína eigin stefnu og það væri í raun mun einfaldara þar sem ekki væri nein landsþingssamþykkt til að vitna í eins og nú er.

Því er ég á þvi að einhverskonar blönduð leið sé rétta leiðin, en hvernig hún er útfærð eða framsett, það hef ég ekki í mínum kolli nú, en aflaust gæti góður hópur manna og kvenna fundið þá leið sem flestum hugnast..

Og eitt að lokum..

Með fullri virðingu fyrir þér og öðrum stjórnlaganefndarmönnum, Ómar, þá sjáum við að það er ákveðin hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem ætti mun aðveldara með að ná kjöri í hreinu persónukjöri, en það eru þekkt andlit úr samfélaginu, en  margir óþekktir ágætir frambjóðendur til þings eiga ekki séns..

Og ekki er það nú góður þverskurður af samfélaginu eða hvað..??

Þannig að blönduð leið og almenn þátttaka okkar í starfi flokkana er sú leið sem vænlegust er til árangurs til að ná okkur upp úr skotgrafahernaði flokkslína..

Eiður Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 10:50

6 Smámynd: Libertad

"Þar sem að "kettirnir" virðast standa á prinsippinu, þá væri nær að kalla hina vinstri brúna."

Jón Logi: Já, þetta var einmitt það sem ég skrifaði. Flokkur Steingríms er sá hluti VG sem rígheldur sér í pilsfald Jóhönnu með öllum tiltækum ráðum.

Libertad, 15.4.2011 kl. 11:55

7 identicon

Ahh, sá þetta of seint. Fyrirgefðu.

Þingflokkur VB, hehe.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 12:24

8 identicon

Ég er sammála Valdimar, en verð að segja að ég er alveg gáttaður á þessu.  Sjálfum finnst mér að Íslendingar ættu að segja JÁ við að greiða bretum og hollendingum.  En úr því að 60% landsmanna sagði NEI, þá finnst mér furðulegt að stjórnin skuli sitja enn við völdin.  En furðulegra þykir mér að menn séu að VELTA FYRIR SÉR að ganga í ESB.  Og svo koma Þysk herskip til Íslands og menn ætlast til að þeim sé fagnað ...

Hvernig stendur á því að þessum málum er svona illa að staðið á landinu? Hvernig stendur á því að menn rísa ekki upp, og beita valdi gegn svona stjórnarháttum.  Fyrst kemur Geir Haarde og fær Norska sérfræðinga til að "hlúa að sér", nú eru Þýsk herskip í nánd ... 

Ef menn eru ekki enn farnir að skilja að það er full ástæða til að taka á þessum málum, með hnefatökum og vopnum ef út í það er farið, þá spyr ég fólk hvaðan þeim datt það í hug að telja sig einhver séní almennt.

Ég á ekki til orð, mér finnst eins og menn séu bara almennt í einhverri eiturlyfjavímu þarna og ekki með á nótunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 12:45

9 identicon

Ég næ nú engum sérstökum botni í þennan texta. En ef maður reynir að brjóta hann niður, þá sýnist mér að NEI-ið ætti að fella stjórnina og ESB umsóknin sé furðuleg.

Sammála.

Svo koma Þýsk herskip. Ég fagna því, þar sem það þýðir björgunarþyrlu á svæðinu. Þjóðverjar eru jú líka í NATO, altso eru gjörbreyttir frá 1939.

Hnefatök? er þetta nýtt orð?  Vopn er gamalt orð, og hnefi + vopn mætti þýða sem ofbeldi. Niðurstaða þýðingar er að fólk sé vitlaust (ekki séní) ef það beitir ekki ofbeldi til að koma sínu fram.

Víman sýnist mér helst leynast í textanum þínum Bjarne. Tóm steypa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband