Iðnaðarhúsnæði / íbúðarhúsnæði / gistiheimili / skemmtistaður.

Í lögum er lögð mikil áhersla á friðhelgi heimilisins og af því leiðir að íbúðarhúsnæði hefur mikla sérstöðu gagnvart húsnæði, sem er notað til annars. Samt virðist þetta einfalda atriði vefjast fyrir furðulega mörgum og oft vera einkennlega erfitt fyrir suma að skilja þetta.

Tilhneigingin virðist aðallega vera í tvær gagnastæðar áttir.

Annars vegar er iðnaðar- eðga geymsluhúsnæði er leigt út sem íbúðarhúsnæði í stórum stíl og aðstaðan þar oft fyrir neðan allar hellur.

Á hinn bóginn er íbúðarhúsnæði oft notað sem gistiheimili eða jafnvel veitinga- eða skemmtistaður.

Svo vill til að ég kynntist þessu síðarnefnda á æskuárum mínum.

Kona, sem átti eina af sex íbúðum fjölbýlishússins sem við bjuggum í, tók upp á því að stunda tvenns konar atvinnurekstur í íbúð sinni.  Íbúðin hennar var á efri hæð vesturendan hússins, en okkar íbúð okkar gegnt henni í austurendanum og afar hljóðbært í gegnum vegginn, sem aðskildi íbúðirnar tvær.

Á daginn, einkum á matartímum, notaði hún íbúð sína sem matsölustað og þegar sú starfsemi var í hámarki var mikil umferð manna upp og niður stigann til hennar og tilheyrandi skarki og ónæði, einkum fyrir þá sem bjuggu í íbúðinni fyrir neðan hana.

Um þverbak keyrði þó á kvöldin, því að þá bauð hún upp á aðstöðu til skemmtanahalds, sem stóð oft langt fram á nótt, oft með miklum tónlistarhávaða og ölvun.

Þetta voru einkum afmælis- skírnar- og brúðkaupsveislur en verst varð ástandið á vorin þegar fermingarveislurnar og útskriftarveislurnar bættust við.

Til einskis var að kvarta yfir þessu til lögreglu og borgaryfirvalda.

Fólkið í húsinu var mikið friðsemdarfólk og seinþreytt til vandræða.

Foreldrar mínir voru mikið sjálfstæðisfólk og hélt til dæmis upp á kjörorðið: Gjör rétt - þol ei órétt.

Var svo komið undir það síðasta, að þeir gripu til þess ráðs í þágu þeirra íbúa hússins, sem liðu fyrir þetta ónæði, að gjalda líku líkt og  berja í vegginn, sem var á milli íbúðanna, svo að samkomugestir þar yrðu varir við þessi mótmæli.

Brá þá svo við að veitingakonan mikla sendi gesti sína yfir til að kvarta við okkur og hringdi jafnvel á lögreglu til að fá hana til að liðs við sig svo við hættum þessu !  Einnig reyndi hún að frá aðra íbúa hússins til þess að ganga lið með sér !

Svo fór að þessu ófriðarástandi í húsinu linnti sjálfkrafa þegar konan hafði efnast það vel á starfsemi sinni að hún gat flutt í annað og stærra íbúðarhúsnæði til þess að stunda atvinnurekstur sinn í óþökk ennþá fleiri nágranna sinna.  


mbl.is „Ekki hægt að búa við þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband