Þetta hefur gerst áður. "Ég drep þig, helvítið þitt!"

'Óhugnanleg er hún, fréttin um tilefnislausa árás manns á annan mann í umferðinni.  

En það hefur áður gerst að bíl hefur verið veitt eftirför á öðrum bíl, sem hefur stoppað fyrir framan bílinn, sem eltur var, maður stigið út úr eftirfararbílnum með andlit afmyndað af bræði, vaðið framan að bílnum, sem var fyrir aftan, öskrandi með steyttan hnefa: "Ég drep þig, helvítið þitt!"

Síðan fylgt því eftir með því að slá með krepptum hnefa í gegnum hliðarrúðu bílsins, svo að hún brotnaði og glerbrotin sáldruðust um allan bíl.

Um þetta get ég vitnað, því að ég varð fyrir svona árás fyrir nokkrum árum. Þá áttu fáir, þeirra á meðal ég, von á því að svona gæti gerst hér á landi, en nú sést, að þetta er blákaldur raunveruleiki í þjóðlífi okkar.  

Það er óhugnanlegt að upplifa svona og sýnir, að á "Íslandi í dag"enginn er neins staðar óhultur fyrir svona mönnum.


mbl.is Veitt eftirför og sleginn í andlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég var að vinna með einum frá Selfossi sem var ansi skapbráður og ég frétti að hann hafi einmitt gerst sekur um athæfi þessu líkt sem þú ert að lýsa(kannski bara sami maður).En öðru sinni var hann að aka eftir einum sem honum þótti aka allt of hægt og hann byrjaði að öskra í bílnum-drífðu þig þarna helvítið þitt- og sló í framrúðuna á bílnum hjá sér í leiðinni en heldur fast því hann mölbraut hana með hnefanum.Kannski lært eitthvað af þessu?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.3.2013 kl. 21:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ófétið í honum hékk,
sem hundur trítilóður,
kveðju sjómanns kalda fékk,
kórdrengur þar góður.

Þorsteinn Briem, 10.3.2013 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband