Jafnaldri, eins og góðkunningi.

Ég hef alltaf haft dálæti á Cliff Richard og reynt að fylgjast sem best með því sem hann er að gera.

Enda fylgist maður óvart betur með jafnöldrum sínum en öðrum, því innan við mánuður er í milli fæðingardaga okkar Cliffs og einnig John heitins Lennons. Þegar ég átti stórafmæli áttu þeir það líka.

Sem sagt, þrír jafnaldrar sem alast að vísu upp hver á sínum stað en fást við svipuð viðfangsefni.  

Mér finnst Cliff vera það sem kalla má upp á ensku "no nonsense"- maður, hæfilega yfirlætislaus, jarðbundinn og yfirvegaður.

Mér likar vel við það sem hann segir núna og leggur til málanna. Vandaður og íhugull mannvinur.  


mbl.is „Hvað myndi breytast ef ég væri samkynhneigður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ellibelgir báðir tveir,
annar off en hinn er on,
orðstír þeirra aldrei deyr,
Ómar líkur John Lennon.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 17:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ellibelgir orðnir þeir,
annar off en hinn er on,
orðstír þeirra aldrei deyr,
Ómar líkur John Lennon.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband