65 ára gamalt trix og Framsókn með eina konu inni.

Trixið, sem virðist ætla að skila Framsókn konu inn í borgarstjórn, er gamalkunnugt og var fyrst reynt af þeim flokki í Alþingiskosningunum 1949. Þá hafði Framsókn aldrei verið neitt nálægt því að fá þingmann í Reykjavík en hugkvæmdist að gera tvennt í einu:

1. Bjóða fram vel menntaða konu, lögmann hvorki meira né minna, en það var afar sjaldgæft þá.

2. Keyra á eitt afmarkað einfalt mál sem myndi draga að sér alla athyglina í kosningunum í Reykjavík.

Rannveig Þorsteinsdóttir náði svo sannarlega athyglinni í Reykjavík í þessum kosningum og gerði það með því að yfirbjóða þá, sem gagnrýndu harðlega spillinguna sem ríkisstýrð skömmtun og höft höfðu innleitt.

Hún fór meira að segja létt með að taka upp miklu harðari afstöðu en kommarnir, sem voru þá í stjórnarandstöðu og gagnrýndu þáverandi ríkisstjórnarflokka harðlega. Hún réðist hreinlega á þá flokka sem stóðu lengst til hægri og þar með á sinn eigin flokk.

"Ég segi fjárplógsstarfseminni stríð á hendur!" hrópaði Rannveig. Já, hvorki meira né minna: Stríð !

Ég man vel eftir þessu, svo mikla athygli vakti það.

Hún var kosin á þing en fyrr en varði höfðu helstu fjárplógsöfl landsins ekki aðeins tekið upp það sem Rannveig sagðist vera á móti, heldur keyrðu þau spillinguna í nýjar hæðir næstu sex árin í tveimur ríkisstjórnum Sjalla og Framsóknar sem fengu nafnið Helmingarskiptastjórnirnar.

Kommissarar flokkanna skiptu eftirsóttustu gæðum, sem skömmtuð voru, bróðurlega á milli sín.

Einn af skólafélögum mínum hafði meira segja það sendilsstarf að fara á milli með skilaboð um skiptingu gæðanna, hvaða einkavinir Sjallanna fengju Packard eða Chrysler sem umbun fyrir góða flokksþjónustu og hverjir teldust minni spámenn og fengju bara amerískan eða jafnvel þýskan eða breskan Ford, Wolkswagen, Pobeda eða Moskwitch, -  og hvaða einkavinir Framsóknarforystunnar fengju Buick og Oldsmobile en hverjir væri það smáir spámenn að þeir fengju aðeins Chevrolet, Opel eða Wauxhall.

Stríðsyfirlýsingar Rannveigar gufuðu auðvitað upp og hún hvarf gersamlega, bæði inni á þinginu og síðan af þingi.

Nú býður Framsókn fram konu, sem hefur fundið sér eitt afmarkað og einfalt mál, sem tekur alla athyglina í kosningabaráttunni. Og fer sennilega inn eins og Rannveig forðum daga og enn og aftur er málefnið þess eðlis, að það er á skjön við stefnu flokks hennar.

Hvort hún hverfur eftir kjörtímabilið er síðan önnur saga. En 65 ára gamalt trix virðist ætla að virka.  

Í aðdraganda Alþingiskosninganna 2007 fann Frjálslyndi flokkurinn sér sama málefni og Framsókn nú í borgarstjórn og það dugði til að flokkurinn dytti ekki af þingi þá.

En eins og Rannveig datt hann af þingi fjórum síðar.

Ekkert er nýtt undir sólinni. Og gullfiskaminnið sér til þess að sömu trixin virka endalaust.  

   


mbl.is Framsókn með einn mann í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað hefur þú að segja um ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Er annars ekkert varið í spillingar og rasistaásakanir nema þær snúist um framsóknarmenn! http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1392012/   

Fer þér eins og Illuga Jökulssini, Láru Hönnu, Jónasi Kristjáns, Agli Helga og hvað þeir heita nú allir þessir ofurbloggarar, það verður að heita framsókn til að sé eitthvað varið í að nefna það! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 22:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú leiðinlegt að Framsóknarflokkurinn tekur þennan mann af Sjálfstæðisflokknum, þannig að hann fær einungis þrjá menn í borginni.

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 22:25

3 identicon

Það sem mig undrar vegna framgöngu konunar sem er í fyrsta sæti , hún ætti að vera læs og líka með eitthvað í kollinum.  Annars væri hún varla með próf sem lögfræðingur , eða hvað ?  Er þetta mælikvarðinn um þannig lærdóm ? Þetta með ,,eina málið"  sem hefur náð í gegn hjá henni, er það mælikvarði á hvað konur geta lagts lágt ?

JR (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 22:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkinginfimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn borgarfulltrúa hvert framboð."

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 22:29

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta afmarkaða og einfalda mál er væntanlega flugvallarmálið. Oddviti Framsóknar þekkir nokkuð til flugs og er með sólópróf í því. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2014 kl. 22:35

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn er mörgum ofarlega í huga,þessa dagana.Þeir menn eru að koma til.Enda af sveitafólki komnir, einn austan úr Skaftafellssýslum.Annar, st,br. býr svo vel að afi hans var fyrsti formaður Framsóknarflokksin, að sögn st,sjálfs.Það þarf enginn að efast um hvað hann kýs.

Sigurgeir Jónsson, 28.5.2014 kl. 22:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn er með svo gott sólópróf að hún tekur mann af Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 28.5.2014 kl. 22:40

8 identicon

Athyglisvert er að Samfylkingin,Björtframtíð og VG mega ekki á það minnst, að íbúa líðræði fái að ráða með þessa Moskvu í Sogamýrinni, en þessir sömu aðilar börðust hart fyrir því að kosið yrði um áframhald samninga við ESB. þetta er lýðskrum af verstu sort, og ekki kjósendum bjóðandi,og þessi Trúarbrögð samræmast ekki Stjórnarskrá Lýðveldisins.

Því á ekki að leyfa starfsemi þeirra hér á landi.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 23:02

9 identicon

Örugglega margir sem vilja fá Guðfinnu inn. Kannski að þær verði tvær?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 23:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"5. gr. Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi."

Lög um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970


Ef Framsóknarflokkurinn vill breyta lögunum er það gert á Alþingi
en ekki í borgarstjórn Reykjavíkur.

Og Framsóknarflokkurinn er nú með meirihluta á Alþingi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:23

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:27

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er hvorki hægt að banna mönnum að byggja mosku í Reykjavík né að úthluta mönnum lóð þar undir mosku.

Og engin atkvæðagreiðsla getur brotið í bága við Stjórnarskrá Íslands.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:29

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:32

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landspítalinn er í eigu ríkisins og víða annars staðar hér á Íslandi er óútskýrður munur á launum kynjanna.

Og það er að sjálfsögðu ekki jafnrétti kynjanna, frekar en hjá einhverjum múslímum.

Karlkyns læknar á Landspítalanum með hærri laun en konur

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:38

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að flytja ætti Moskvu til Reykjavíkur.

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
enda er hann Óli grís,
enn með réttu kyni.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 00:51

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hitller hafði andúð á gyðingum.Eitthvað hafa menn samt talið óvíst með ætterni hans og jafnvel talið að hann hafi sjálfur verið af þeim kominn, og andúðin hafi verið sálfræðilegs eðlis.st.br.hefur lýst því yfir að hann sé kominn af fyrsta formanni Framsóknarflokksin.Getur verið að andúð hans á flokknum stafi af því.Moska er táknmynd islam.Enginn munur mun verða á þeirri mosku sem byggð verður við Suðurlandsbraut og þeim moskum sem standa í Jeddha í Saudi-Arabíu og Mekka.Sú kúgun á konum sem ástunduð er í Saudi-Arabíu stenst engin alþjóðalög um mannráttindi.Umræða hefur farið fram,meðal annars í alþjóðalandinu Sviss, þar sem saman eru komnar fleiri alþjóðastafnanir en í nokkru öðru landi, hvort skilgreina beri í raun islam sem trúarbrögð.Bræðralag muslima er bannað í Egyptalandi.Það er það islam sem muslimar í Evrópu hafa verið í samskiptum við og er engin ástæða til að ætla að það sé öðruvísi með íslenska muslima, eins og til að mynda st.br., ef hann er í þeim hópi. Muslimar í Noregi og Danmörku berjast með Al-Kaida í Sýrlandi.Spurning er hvort íslenskir muslimar séu í þeim hópi.Munu þeir nota moskuna við Suðurlandsbraut sem samkomustað þegar þeir skreppa heim og taka félaga sína frá Sudi- Arab.íu með sér.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2014 kl. 08:47

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tel ummæli Kristínar Soffíu forkastanleg, en mér hefur skilist að hún hafi dregið þau til baka.

Þetta eina mál Guðfinnu er auðvitað moskumálið, því að áður hafði hún reynt flugvallarmálið en ekki náð nógu flugi til að komast inn samkvæmt skoðanakönnunum.

Ég þekki fjölmarga flugvallarvini og samkvæmt mjög mörgum samtölum við þá voru afar margir í þeim hópi, sem fannst það of stór biti að kyngja fyrir málið að kjósa Framsókn, enda fyrirsjáanlegt að þrátt fyrir stöðugt meira en 70 prósenta fylgi við flugvöllinn, myndi málið ekki verða að kosningamáli.

Bæði nú og 2007 sést hins vegar, að fyrst eftir að einhver frambjóðandi stekkur á innflytjendamálin, fær viðkomandi listi stóraukið fylgi.

Eins og skoðanakönnun á Útvarpi Sögu sýndi strax og Jón Valur Jensson og fleiri glöddust mjög yfir, þ.e. að Framsókn færi langt með að fá hreinan meirihluta borgarfulltrúa en núverandi meirihluti samanlagt aðeins fjórðunginn af fylgi Framsóknar!  

Ómar Ragnarsson, 29.5.2014 kl. 18:23

19 identicon

Forkastanlegt. Það er rétta orðið Ómar. Hafa þessar konur enga sómatilfinningu?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/05/29/logreglan_stod_adgerdalaus_hja/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 19:15

20 identicon

Ómar þetta snýst ekki um Innflytjendamál,málið snýst um Trúfrelsi á íslandi samkvæmt Stjórnarskrá, innan ramma stjórnarskrár,65.gr. konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna,sama hvaða Trúfélag er um að ræða,þessu skilyrð er ekki fyrir að fara í þeim trúarbrögðum sem um er deilt.

Því ber að banna öll trúfélög sem geta ekki starfað innan ramma Stjórnarskrárinnar.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 20:20

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landspítalinn er í eigu ríkisins og víða annars staðar hér á Íslandi er óútskýrður munur á launum kynjanna.

Og það er að sjálfsögðu ekki jafnrétti kynjanna, frekar en hjá einhverjum múslímum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 20:41

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Framsóknarflokkurinn vill breyta lögunum er það gert á Alþingi en ekki í borgarstjórn Reykjavíkur.

Og Framsóknarflokkurinn er nú með meirihluta á Alþingi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 20:42

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar kristilega kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 20:47

24 identicon

S.Briem no.23

63.gr.Allir eiga rétt á að stofna trúfélög,.........................

Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði, eða allsherjarreglu.

Fjölkvæni, barnagiftirngar, og kúgun kvenna, getur tæplega fallið undir gott siðferði og alsherjarreglu, hvað þá sjaria-lögin.

Trúfélög sem geta ekki starfað innan ramma Stjórnarskrár á skylðislaust að banna.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 21:14

25 identicon

BMX (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 21:20

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölkvæni og barnagiftingar eru ekki leyfðar samkvæmt íslenskum lögum.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 21:34

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er m.a. athyglisvert við stuðningsmenn framsóknarflokksinns eða þeirra sem taka undir sora-málflutning framsóknarmaddömunnar, - að þeir vilja ekki aðeins banna moskuna heldur vilja þeir bókstaflea banna islamstrú.

Það er alveg ótrúlegt að sjá íslendinga halda svona fram.

Maður hefur að vísu oft séð þessa tilhneigingu í netumræðu undanfarin sirka 10 ár a.m.k.

Þessvegna var alveg vitað að fyrir flokk með sjálfsvirðingu fyrir neðan núll, þá væri freistandi að setja út muslimafóbíuspilið.

Að framsóknarflokkurinn skyldi gera það núna í borginni, þessi að verða 100 ára flokkur, er þá eitthvað sem fæstir höfðu getað ímyndað sér. Fæstir gátu ímyndað sér að framsókn leggðist með þessum hætti svo gjörsamlega í svaðið.

Að lokum eru hér eru íbúar á götu í New York spurðir um afstöðu til muslima.

http://www.youtube.com/watch?v=GEvojpq-1HE

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2014 kl. 23:42

28 identicon

Stjórnvöld gefa skít í 70.000 undirskriftir. Það er glænýtt trix. Spurning hvað það skilar mörgum auðum kjörseðlum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 09:52

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir í fyrra um Reykjavíkurflugvöll eru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki eru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 10:36

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki undirskriftasafnanir né skoðanakannanir eru kosningar.

Ef svo væri hefði ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fyrir löngu þurft að segja af sér.

18.4.2014:


Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn missa tíu þingmenn ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin félli

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband