Fáránleiki tilgangslausra styrjalda.

Heimsstyrjöldin fyrri sem hófst fyrir réttum 100 árum var ekki aðeins einhver tilgangslausasta styrjöld sögunnar heldur voru mannfórnir hennar oft á tíðum fáránlegar. 

Þannig gerðist það oft þegar fótgönguliðum tókst að komast einhverjar vegalengdir í stórárásum stríðins eins og við Somme og Verdun, án þess að óvirnirnir gætu sallað þá alla niður með vélbyssum sínum og rifflum nægilega fljótt, að framsókn þessara hermanna kom þeim sjálfum í koll þegar þeir hlupu inn í stórskotahríð eigin stórskotaliðs að baki þeim og voru stráfelldir af landsmönnum sínum.

Hersveitirnar, sem byrjuðu að marséra þennan dag fyrir öld í þáttökulöndum stríðsins voru kvaddar með gleðisöngvum og uppörvandi hrópum þjóða, sem hver um sig hélt að sigurför sinna manna yrði lokið með glæstum sigri fyrir jól. 

Það er ógleymanlegt hverjum, sem það hefur fengið að upplifa, að ganga um grafreitina endalausu við Verdun og gera sér í hugarlund líf og sögu allra þeirra milljóna ungra hermanna, sem voru murkaðir niður í stríði, sem gerði ekkert annað en að kveikja neista og eldsmat fyrir enn verra framhaldsstríð tuttugu árum eftir lok stríðsins, sem átti að binda enda á allar styrjaldir.

Millistríðsárin voru aðeins ígildi leikhlés í knattspyrnuleik eftir fyrri hálfleikinn, og síðari heimsstyrjöldin ígildi seinni hálfleiks, sem leysti raunar ekki úr vandamálunum, sem skópu þennan mikla ófrið, heldur tók Kalda stríðið við eins og framlenging og árin eftir það eins og vítaspyrnukeppni. 

Kalda stríðið kostaði tugi milljóna manna lífið, ekki aðeins í Kóreustríðinu, Vietnamstríðinu og fleiri styrjöldum um allan heim, heldur einnig í ofbeldi Maós, Rauðu Kmeranna og ýmissa harðstjóra og einræðisherra, sem stóðu fyrir fjöldamorðum og "hreinsunum".   


mbl.is 8 börn meðal látinna á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyri heimstyrjöldin var senilega óumflíjanleg með alla þessa víxlteingíngu á varnarsamstarfi ríkja. skildum við sjá svipað aftur með ukraníu þar virðist vera komin upp áhveðið vandamál sem ekki leisist svo auðveldlega. kalda sreíðið hafði bæði kosti og galla. það þurfa helst að vera tvö stórveldi að bídast. en þora ekki að berjast við hvort annað. af ótta við afleiðíngarnar. þanig kemst á áveðið jafnvægi. þegar bretar höfðu ekki efni á að stiðja bandamenn sína víða um heim tóku bandaríkinn við svo breiyíngin var kanski ekki mikil. úr pundum yfir í dollar og nú í jen´

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 22:41

2 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband