Kominn til útlanda í eigin fæðingarborg?

Kristinn R. Ólafsson kvaddi síðdegisútvarpið með stæl, að minnsta kost í bili, með snilldarlega sömdum pistli á döguknum um mótmæli íbúanna í Barcelona, sama efnið sem frétt á mbl.is fjallar um og þessi bloggpistill er tengur við. 

Mótmæli íbúanna eru umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga, því að hið sama gæti verið í uppsiglingu hjá okkur.

Í gamla daga sveif andi lagsins "Vorkvöld í Reykjavík" yfir vötnum í miðbænum þegar Rúnturinn var og hét og bærinn iðaði af því lífi sem texti Sigurðar Þórarinssonar lýsir.

Nú er það hins vegar orðið þannig, að suma daga og sum kvöld er eins og maður sé kominn í erlenda smáborg þegar farið er um gömlu miðborgina okkar.

Að manni sækir sú hugsun að þetta sé ekki lengur gamla fæðingarborgin manns. 

Þótt ástandið sé kannski ekki alveg sín slæmt og það er í sumum hverfum erlendis, gætum við engum kennt um nema sjálfum okkur ef það yrði það, því að árum saman hefur hið "einstaka" næturlíf borgarinnar verið kynnt sem aðdráttarafl fyrir útlendinga eins hin alræmda auglýsing um "one night stand" var gott dæmi um.

En það er víst engin leið önnur en að lifa með þessu því að hinn kosturinn er miklu verri, að hleypa stóriðjustefnunni á enn meiri hraða með tilheyrandi neikvæðum og óafturkræfum spjöllum á einstæðum íslenskjm náttúruverðmætum. 

Verst er þó sú tilhugsun, að græðgin sé svo mikil að þrátt fyrir stórvöxt ferðamannastraumsins verði samt engu eirt á neinu sviði.  

 

 

 

 


mbl.is Ekki fleiri drukkna og nakta ferðamenn takk fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist sem gamlinginn hafi misst stjórn á nærumhverfi sínu og nágrannarnir hafi skipt úr súru skyri fyrir jógúrt og siginni ýsu fyrir pizzu. Þá er ekki annað að gera fyrir gamlingja sem vilja halda í fortíðina og indælan vesaldóm æskuáranna en hella sér út í baráttu fyrir ósnertanleika hverrar steinvölu sem hvílt hefur á sandauðn síðan kindurnar eyddu öllum gróðri. Breytingar eru honum böl því allt var svo miklu betra í torfkofunum. Þá var enginn svo gráðugur að vilja eiga til hnífs og skeiðar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 21:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvað er að iðandi mannlífi í miðborg Reykjavíkur alla daga og öll kvöld en þeir sem ekki þola hávaðann ættu að sjálfsögðu ekki að búa í miðbænum.

Nú getur fólk farið á veitingahús í miðbænum nánast hvenær sem er, valið þar úr hundruðum veitingastaða sem sérhæfa sig í réttum frá fjölmörgum löndum og fengið sér vín eða bjór með matnum.

En hér áður gátu menn ekki einu sinni keypt bjór á veitingahúsum hér á Íslandi og voru nánast taldir vera drykkjusjúklingar ef þeir fengu sér eitt eða tvö glös af áfengi á kvöldin á virkum dögum.

Drykkjusjúklingarnir fór hins vegar á hádegisbarinn á Hótel Borg, flestir fóru í Ríkið á föstudögum og venjan hjá mörgum að drekka frá sér ráð og rænu af vodka og brennivíni á föstudags- og laugardagskvöldum.

Og örfá veitingahús í miðbænum.

Þar að auki eru nú þar alls kyns hátíðir um nánast hverja helgi þar sem allir skemmta sé saman, fólk frá öllum heimshornum og hommar sem áður flúðu landið.

Negri í Þistilfirði

Þorsteinn Briem, 6.9.2014 kl. 22:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég bý sem betur fer úti á landi, og þekki því ekki vel til borgarinnar, fyllist óþolinmæði í hvert sinn sem ég þarf að fara þangað. En ég sakna Kristins R. Ólafssonar og vona að hann fái að koma aftur sem allra fyrst. P.s. Algjörlega sammála þér með græðgina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2014 kl. 22:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þar sem allir skemmta sér saman, ..." átti þetta nú að vera.

Hins vegar: "Ég reiðhjól." (Fyrir útlendingana á Google Translate.)

Ekki drekkur Ómar vín,
aldrei reykir nikótín,
ætíð sól á skallann skín,
skortir ekki vítamín.

Þorsteinn Briem, 6.9.2014 kl. 22:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég bý sem betur fer úti á landi, ..."

Þorsteinn Briem, 6.9.2014 kl. 22:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fullorðið fólk getur í flestum tilfellum valið hvar það býr og kjánalegt þegar það í alvöru hallmælir einhverjum stöðum þar sem það býr ekki sjálft.

En margir grínast að sjálfsögðu með það og rígur á milli hverfa og bæja getur verið skemmtilegur upp að vissu marki, til að mynda á milli áhangenda íþróttafélaga.

Þorsteinn Briem, 6.9.2014 kl. 22:55

7 identicon

Já segðu Ómar..!!

Stutt verður í það, að ásýnd Reykjavíkurborgar verði

ennþá fjarlægri þeirri borg sem  þú fæddist í.

Brátt verður byggð hér Moskva, þannig

að allir sem til fæðingarbæjar þíns koma , megi sjá,

hvort sem þeir koma af vestan, norðan eða austan,

akandi inn til fæðingarbæjar þíns,  að fyrsta

merki þess að koma inn til er Reykjavíkur,

verður hálfmáni og turnar.

Frábært. Algjör snilld. Ekki til betri aðferð til að

útmá af einhverjum einkennum  Reykjavíkurborgar,

fæðingborg þinni.

Áróður um fjölmenningarsamfélag, sem á endanum

kostar okkar hefðir og venjur, verður aldrei til góðs.

Betra væri, að þeir sem hér koma, komi hér til þess

að aðlagast landi og hefðum.

Hins vegar er þetta orðið svo, að við eigum

að aðlagast þeirra hefðum, venjum og  trúarbrögðum,

en ekki öfugt..!!!!

Þetta hefur þú stutt Ómar.

Þannig að af hverju ætti þetta að koma þér á óvart..????

Fæðingar bær þinn er farinn meira  og minna að líkjast "útlöndum"..??

Fjölmenningar samfélag....???????  Fyrir hverja...???

"Vorkvöld í Reykjavík" er eitthvað sem gæti orðið bannað

í þinni fæðingarborg, vegna þess að "Ekkert er fegurða en

"What Allah creates".

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 23:46

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er á meðan er.En um leið og sjarminn fer af Reykjavík vegna þess að hún verður ekki lengur sú borg sem kemur kanski fram í ljóði sem Ómar Ragnerson söng og flutti,og hét ,"sveitaball" eru þá nokkrir öruggir um að nokkur hafi áhuga að koma til þeirrar Reykjavíkur sem kanski verður orðin Amsterdam.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:35

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er mál til komið að fólksemkennir sig við umhverfisvernd vakni og líti til þeirrar skipulögðu eyðileggingarstarfsemi sem verið er að vinna á Reykjavík.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:38

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sér í lagi á Vesturbænum. Miðbænum verður varla bjargað úr þessu .Hvað þá Skúlagötunni eða Skuggahverfinu.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:42

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi fer nú umhverfisvernadarfólk að líta sér nær.Ferðamenn sem koma til Reykjavíkur hætta að sjálfsögðu að koma þangað þegar þeir fá ekki þá tilfinningu sem allir eru að vonast eftir að fá sem eru að skemmta sér í R.Vík, skemmta sér og kemur fram í ljóði ómars sveitaball.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:52

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ómar verður að líta til þess að einhver stóriðjustefna er dauð, ef hún hefur´þá einherntíma verið til.Verið er að selja orku.Sá fær sem hæðst býður.Það er stefnan í dag.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 03:03

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fallorkan er eins og olía sem streimir fram og er ekki nýtt.Ekki er hægt að nýta orku jökulfjóta þegar allir jöklar verða bráðnaðir ,sem verður eftit 100-200 ár.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 03:06

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi kemur eitthvað frá skáldinu í Sörlaskjóli,Hann getur varla verið steingeldur.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 03:10

15 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Alltaf finnst mér nú ljúft að koma í höfuðborgina mína eins og ykkar og telst ég nú til landsbyggðartúttu. Finnst gaman að rölta um miðborgina,heimsækja slóðir afa og ömmu,rölta með vesturströndinni, skoða mannlífið, fá mér eitthvað gott að snæða og drykk með á meðan að ég virði fyrir mér mannlífsflóruna,allra þjóða "kvikindi" :)Sama sjón og birtist manni í miðborgum annarra landa . Dásamlegt og sýnir litróf lífsins.Hamingjan er einfaldlega þar sem hjartað slær :)

Ragna Birgisdóttir, 7.9.2014 kl. 17:23

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðni Ágústsson mjólkureftirlitsmaður býr skammt frá Laugaveginum, á Lindargötu 35, og hefur hvergi sofið betur en þar á sínu græna eyra.

Þorsteinn Briem, 7.9.2014 kl. 22:58

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjavík the capital is awash in thriving cafes, high-energy clubs, friendly pubs, and a brightly-colored old town with rows of wooded houses clustered together.

It’s more like a giant small town than a city. However, this city is one of the trendiest in the world, as Icelanders are obsessed with design, technology, and architecture."

Where Is The Best Place To Visit In The World?

Þorsteinn Briem, 8.9.2014 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband