Alveg nýtt fyrirbæri, en standa þarf vaktina.

Það er alveg nýtt að virkjanakostir séu dregnir til baka vegna þess að þeir hafi áhrif á friðuð svæði eins og Orkustofnun hefur gert varðandi þrjá virkjunarkosti á norðausturhálendinu. 

Í nýlegum bloggpistli hér á síðunni var fjallað um það að þarna væri enn verið að pressa fram þá virkjanakosti íslenska, sem hefðu mestu mögulegu óafturkræfu neikvæðu umhverfisáhrif hér á landi.

Það vafðist ekki fyrir þeim Siv Friðleifsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur á sínum tíma að aflétta friðun Kringilsárrana til þess að koma Kárahnjúkavirkjun á koppinn. 

Því fylgdu yfirlýsingar þeirra um að hvaða friðun sem væri mætti aflétta að vild, sama var og er uppi á teningnum varðandi Þjórárver og meðal um það bil 100 virkjanakosta sem kynntir voru fyrir nokkrum árum, voru að sjálfsögðu Geysir, Gullfoss, Landmannalaugasvæðið, Kerlingarfjöll og Askja.

Ekkert er heilagt, þótt Bandaríkjamenn líti á mesta orkubúnt sinnar álfu sem "heilög vé."

Ég hygg að það, að Orkustofnun dragi til baka þrjá virkjanakosti, sé nánast einsdæmi hér á landi.

Og ástæðan sem gefin er upp er sú, að vegna rangra upplýsinga hafi stofnunin haldið að virkjanirnar myndu ekki ná inn í Vatnajökulsþjóðgarð en úr því að svo væri, yrðu kostirnir dregnir til baka. 

Guð láti á gott vita sagði gamla fólkið stundum, en enda þótt að ekki megi gera lítið úr þessu hiki Orkustofnunar, verður að standa vaktina fyrir íslenska náttúru eftir sem áður. 


mbl.is Dregur þrjá virkjunarkosti til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2013:

"Aðspurð hvort hún sé ennþá ánægð með Kárahnjúkavirkjun og þær ákvarðanir sem hún tók sem iðnaðarráðherra á sínum tíma segir Valgerður Sverrisdóttir:

"Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík."


Valgerður var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1987-2009, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006, utanríkisráðherra 2006-2007 og formaður Framsóknarflokksins 2008-2009."

Valgerður Sverrisdóttir: "Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík"

Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 22:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 23:05

3 identicon

Klöppuðu kvensurnar allar,

kættust og  börðu á hupp,

virkjuðust liljurnar vallar,

er veðurguð náð’onum upp!

 

 http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/01/29/getnadarlims_sky_vakti_lukku/

xxx (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband