"Stútfull af sandi" að sjálfsögðu.

Það ætti í raun og veru ekki að vera nein frétt að Landeyjahöfn sé "stútfull af sandi" svo miklir sem sandflutningarnir eru, hafa verið og verða með suðurströndinni. 

Austar við ströndina, við Vík, hefur sjór verið að brjóta niður fjöruna sem hefur færst innar, og til þess að ráða bót á því var gripið til gamalþekkts ráðs, sem notað hefur verið um allt land, að búa til grjótgarða sem teygðu sig út fyrir ströndina á svipaðan hátt og varnargarðarnir við innsiglinguna í Landeyjahöfn. 

Slíkir garðar, sem skaga út frá strönd eða árbakka aurugrar ár, drepa strauminn eða trufla hann svo að sandur eða leir í honum verður kyrrstæðari eða í hvirflum, sekkur til botns og hækka hann á svæðinu við garðana, svo að það verður smám saman "stútfullt af sandi." 

Nú eru að verða fimm ár frá gosinu í Eyjafjallajökli og því æ langsóttara að kenna flóðinu úr honum um síhækkandi sandbotn við mynni Landeyjahafnar. 

Það fyrirbæri var fyrirsjáanlegt. 


mbl.is Höfnin er „stútfull af sandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta reddast!"

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 17:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 17:13

3 identicon

Hví ekki að byggja sjálvirkan hreinsibúnnað drifinn af sjávarföfllum?

Hvernig? Já, það er nú það.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 17:26

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Fyrst hét hún Landeyjahöfn.
Svo fylltist hún af sandi og hét þá Sandeyjahöfn.
Svo tók Herjólf niðri og þá hét hún Strandeyjahöfn.
En núna heitir hún bara Fyrirhöfnfoot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 30.3.2015 kl. 17:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

There is a Westman Island,
in the south, a second-hand,
their harbour,
like the shore,
has always been full of sand.

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 17:39

6 identicon

Það er víða "Sand im Getriebe" hjá innbyggjum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 17:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ölduhæðin við suðurströndina er lægst undan Bakkafjöru en ferjuhöfnin er varin með tveimur brimvarnargörðum, svokölluðum bermugörðum sem er séríslensk hönnun þróuð af Siglingastofnun."

Þorsteinn Briem, 30.3.2015 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband