Dæmigert skómiguviðhorf.

Sjá má að menn grípa það á lofti, jafnvel að því er virðist á jákvæðan hátt, að verkföllin núna minnki verðbólgu þennan mánuð og þá væntanlega allan þann tíma sem þau standa. 

Alveg er dæmigert fyrir áhersluna á afmarkaða stundarhagsmuni, ef þessi mjög svo tímabundna hjöðnun verðbólgu er mærð, því að allt frá fyrstu óðaverðbólgunni, sem skall yfir þegar þensla stríðsáranna var sem mest, til Þjóðarsáttarsamninganna 1990, voru vinnudeilur og afleiðingar þeirra drjúgur eldsmatur í verðbólgubálið. 

Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 unnu bug í bili á því skómiguhugarfari sem í hálfa öld hafði knúið áfram verðbólguna og margfalt meiri höft en nú eru. 

Reynsla áranna 1942 til 1990 sýndi grimmilega að það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn.  


mbl.is Verkfall minnkar verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið sýst ekki um að pissa í skóinn, heldur að dagvinnulaun dugi fyrir framfærslu miðað við venjulegan vinnudag.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 10:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg hárrétt og tek heilshugar undir það með þér, enda fjallar pistillinn alls ekki um hinn góða málstað verkalýðshreyfingarinnar heldur um vafasamt mat á ákveðnum tímabundnum afleiðingum vinnudeilna. 

Ríkisstjórnin hefur gengið fram af þorra fólks með átríðufullri þjónkun sinni við þá sem betur mega sín og valdaöflin í þjóðfélaginu þar sem saman tvinnast hin banvænu tengsl auðs og stjórnmála. 

Svo firrt eru helstu talsmenn stjórnarinnar að í sjónvarpsþætti í gær kom sú útskýring á fádæma litlu trausti sem þjóðin ber til oddvita ríkisstjórnarinnar að spurningarnar í skoðanakönnunum væru ekki rétt orðaðar! 

Eru þetta þó sömu spurningarnar og lagðar voru fyrir fólk í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannsssonar, en ekki vantaði þá að Framsóknarmenn væru réttlega ánægðir með hinar einstæðu vinsældir sem hann naut þá. 

Ómar Ragnarsson, 11.5.2015 kl. 10:24

3 identicon

Það er vitnað í skoðanakannanir.
Jamm, þær geta verið herfilega rangar, eins og kom í ljós í nýafstöðnum kosningum í Bretlandi. Eftir gengdarlausan áróður vinstrimanna um illsku íhaldsflokksins, stutt með fjölda fylgiskannana sem staðfestu áróður vinstrimanna, og hins breska Rúv, BBC, þá vann íhaldsflokkurinn stórsigur.

Menn eru að spá í, hvort það gæti haft áhrif, að hinum nýju fasistar, vinstrimenn, gangi fram með slíkum öfgum að venjulegt fólk þorir ekki að tjá skoðanir sínar af ótta við fasistana.

Við skulum hafa orð Churchills í huga:
“The Fascists of the future will be the anti-fascists.”

Við skulum hafa það í huga, að þegar vinstrimenn tala um "þjóðina", þá er hún að tala um sjálfa sig.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 10:31

4 identicon

Þetta hlýtur að styrkja baráttuþrekið hjá þeim sem vilja verðbólguna upp hvað sem það kostar (eins og mér sýnist vera aðalmarkmið a.m.k. sumra). 

Annars er þessi grein ekki að benda á annað en að verðbólga vegna hækkandi húsnæðisverðs komi kannski ekki fram í næstu vísitölumælingu (vegna verkfalls), heldur muni hún bætast við þá sem kemur þar á eftir. Ég fann allavega enga hlandlykt þarna.

Reyndar alveg með ólíkindum hvað menn geta fundið sér til að röfla yfir, sérstaklega þegar það er hægt að snúa því upp á pólitík og andúð t.d. á tilteknum stjórnmálaflokkum.

ls (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 10:33

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Tilgangur mogga með fréttinni er að láta fólk sætta sig við verkföll og aðgerðar- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar.   

Moggi?  Það er própagandarör.  Allt sem stendur í mogga verður að skoðast í ljósi áróðurs.

Blaðið moggi er trekt sem efsta lag samfélags notar til að troða ofan í þjóðina própaganda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2015 kl. 11:02

6 identicon

ps. Hækkun verðbólgu er vondur málstaður, nema helst fyrir þá sem ætla að nota hana til að benda á ríkisstjórnia og segja hvað hún sé vond.  Og ekki reyna að segja mér þeir séu ekki allmargir verkalýðsrekendurinr sem myndu ekki sýta það!

Reyndar er einn möguleiki að verbólgan rjúki ekki upp þó svo að verkelýðsrekendurir komist ekki niður á jörðina, en hann er sá að verði langvarandi verkfall, fáum við atvinnuleysi í staðinn.

Rétt að taka fram að ég er launamaður og þó auðvitað væri alltaf gott að fá launahækkun, þá veit ég að ég myndi tapa henni ef hún verður of há, annaðhvort gerist þá (eða bæði): verðbólgan snarhækkar lánin mín svo ég er jafnvel ver settur en fyrir eða ég missi vinnuna (þarf ekki að útskýra hvaða áhrif það hefur sérstaklega ef verðbólgan fer líka upp).

Mér þætti líka allt í lagi að þeir lægst launuðu fengju meiri hækkun en ég (t.d. með því að henda lægstu töxtunum út í hafsauga) eða að heilbrigðisstarfsmenn t.d. fengju aðeins skárri laun; mín laun lækka ekkert við það.  Ríkið og SA eru að því er virðist ekkert sérstaklega á móti því heldur (taka fram að ég veit bara það sem ég les í fréttum), en mér sýnist ekkert verkalýsðsfélag vera tilbúið að aðrir fá prómill meira en þeir, og meðan það viðhorf ríkir er ekki von á góðu.

ls. (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband