Það var mikið!

Bjarni Benediktsson heitinn notaði tímann vel í aðdraganda vinnudeilna og ræktaði sérstakt samband sitt við helstu áhrifamenn á vinnumarkaðnum, bæði atvinnurekendur og ekki síður verkalýðsforingja. 

Þetta gerði hann til að leggja sitt af mörkum eins og hægt var til þess að beina viðfangsefnunum í réttan farveg. 

Bjarni var uppi á þeim tíma sem flestir kynntust aðstæðum alþýðu til sjávar og sveit á einn eða annan hátt. Flest kaupstaðabörn fóru í sveit á sumrin og námsmenn unnu verkamannavinnu á sumrin gamla stílnum með skóflu og haka ef svo bar undir.

Núverandi valdhafar sýna ákveðna firringu þegar þeir göslast áfram í því að ganga fram af flestu fólki með því að nota aðstöðu sína til að mylja undir þá sem best mega sína og forðast að setja sig inn í kjör alþýðu manna.  

Forsætisráðherrann hefur sagt að fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að koma samskiptum sínum og viðfangsefnum í réttan farveg áður en að ríkisstjórnin lyfti fingri. 

Þetta er alröng afstaða. Þvert á móti hefði stjórnin átt að vera búin að vinna vel og lengi að því að koma á trúnaðarsambandi við báða aðila vinnumarkaðarins og leggja með því sitt af mörkum til þess að beina samskiptum deiluaðila og viðfangsefnunum í réttan farveg. 

Styrmir Gunnarsson er meðal þeirra sem hafa réttilega gagnrýnt þessa leti og firringu valdhafanna og kallað á að þeir fari að hysja upp um sig. 

Og loks núna heyrist eitthvað af því tagi. Hækkun persónuafsláttarins hefur lengi verið eitt af helstu réttlætismálum tekjulágs fólks. 

Í umræðum um það fyrir kosningarnar 2007 var mótbáran sú að þetta væri svo dýrt fyrir ríkissjóð. 

Í málflutningi Íslandshreyfingarinnar þá var bent á það að afslátturinn hefði verið miklu meiri 1995 enda þótt þá hefði verið erfið í þjóðarbúskapnum vegna stórminnkandi þorskafla. 

Úr því að menn hefðu getað veitt sér háan þröskuld afsláttarins 1995 til hagsbóta fyrir láglaunafólk og þá sem minnst mega sín, hlyti að vera hægt að gera það í góðæri (gróðæri). 

Hækkun persónuafsláttarins er jafn brýnt hagsmunamál núna og ævinlega því að hann skilar sér beint til hinna lægst launuðu og hjálpar þannig til við að bæta hag þeirra án þess að það sú hækkun breiðist upp allan launastigann og valdi verðbólgu sem étur upp ávinninginn af hinni brýnu kjarabót.

Ríkisstjórnin orðar þetta nú og þótt fyrr hefði verið. Það var mikið! 


mbl.is Tvö skattþrep í stað þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þá gömlu góðu daga þegar valdhafarnir voru glæsilegir og göfugir.  Þegar við höfðum ekkert internet og ritstjórar gátu búið til lítil fréttaleikrit fyrir pöpulinn.  Núna blasa þeir við allir berrassaðir og engin eru leiktjöldin.      

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 11:42

2 identicon

Nú er ég alveg Ómari. Mikið var. Það sem mér þykir eiginlega einkennilegt eru þessi tvö skattþrep. getur verið að það eigi að taka persónuafsláttinn þannig af þeim lægst launuðu með hærra skattþrepi?

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband