Lækkun olíuverðsins skekkir umræðuna.

Fyrsta verðhjöðnun í Bretlandi í 55 ár sætir tíðindum og sömuleiðis hefur það sætt tíðindum hér á landi að síðustu misserin hefur íslenska hagkerfið sótt í sig veðrið. 

Alls konar ástæður eru nefndar en sú þeirra, sem er langstærst og raunar forsenda fyrir öllum hinum, hin einstæða og mikla lækkun olíuverðs, er varla nefnd á nafn. 

Ástæðan er skiljanleg því að í flestum löndum er þetta utanaðkomandi ástæða, sem stjórnvöld hvers lands hafa ekki komið nálægt.

En það eru augljóslega ekki lítil áhrif sem olíuverðið hefur, svo gríðarlega stóran hlut sem olían á í þjóðarbúskap allra landa á okkar tímum.

Mikilvægt er að hafa fyrir sér rétta mynd af helstu áhrifavöldum í hagkerfinu þegar verið að kryfja það til mergjar og skiptast á mismunandi skoðunum.

Hætt er við því að tími þurfi að líða við lítt breytt ástand þar til hægt verður að meta helstu þættina nógu vel og þeirri skekkingu umræðunnar linir, sem lækkun olíuverðsins hefur valdið.  


mbl.is Verðhjöðnun í fyrsta sinn í 55 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband