Mikilvægt skref hjá Icelandair.

Velgengni Icelandair á þessari öld hefur byggst að miklu leyti á því að félagið hefur haft í notkun vélar af gerðinni Boeing 757, sem er með mikla rekstrarhagkvæmni en jafnframt dugnað á erfiðum flugvöllum umfram Boeing 737, sem er með talsvert minni vængi og þess vegna þörf fyrir lengri flugbrautir. 

Þegar Icelandair tók stærstu 757 vélar sínar í notkun var það eina áætlunarflugfélagið sem notaði slíkar vélar á jafn löngum flugleiðum og eru milli Íslands og áfangastaða inni í Bandaríkjunum á borð við Denver og Minneapolis. 

Aðeins svonefnd pakkaflugfélög, sem tóku að sér ódýr leiguflug á löngum leiðum notuðu á þeim tíma 757. 

757 er með sömu skrokkbreidd og hafði verið tekin upp fyrir 60 árum á fyrstu Boeingþotunni, Boeing 707, og miðaðist við meðalstærð fólks á þeim tíma, og þegar búið er að hrúga hátt í 200 manns inn í langan skrokk slíkrar vélar getur umhverfi farþeganna gefið þeim tilfinningu um þrengsli á löngum flugleiðum. 

Boeing 767 gefur farþegum allt annað og rýmra umhverfi á löngum flugleiðum með sinn breiða og rúmgóða skrokk. 

Með því að bæta slíkum vélum í flotann tekur Icelandair mikilvægt skref í að víkka út möguleika sína til að ná til sín nýjum markhópum viðskiptavina. 


mbl.is Fyrri breiðþotan af tveimur komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þegar meðalaldur flugflota Icelandair er 20 ár og það virðist ganga vel hjá því félagi hefði maður haldið að það væri komin tími til að yngja upp flotan. Maður las fyrir stuttu að Íranir hafi ákveðið að yngja upp flugflotan hjá sér eftir að Bandaríkjastjórnin hafi aflétt viðskiptaþvingunum, þar sem þeirra floti væri orðin gamall sem sagt 20 ára. Maður spyr sig.

Kjartan (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 08:22

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég held að málið liggi meira í því að Boing 767-300 getur flogið tæplega helmingi lengra en 757-300 eða um 11093 km í stað 6287 km. Það þýðir að Flugleiðir geta sem dæmi farið að fljúga beint frá Keflavík til Shanghai sem er um það bil 9000 km!

Keflavíkurflugvöllur stefnir í að verða alþjóðlegur flugvöllur fyrir tengiflug sem mörg önnur flugfélög vilja nýta sér. Þetta er ekki ósvipað og með stórar hafnir, það vilja allir fara á ákveðna staði umfram aðra út af tengimö-guleikanum. Því eru t.d. ekki nema örfáar stórar hafnir í Danmörku sem eru að nýtast, aðrar standa ónotaðar. Þetta mikilvæga atriði yfirsést mörgum. Spurning hvort að íslendingar geti gert það sama fyrir skipaumferðina og er að gerast með flugumferðina?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.8.2015 kl. 10:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Athyglisverð atriði hjá þér, Kjartan Pétur. 

Ómar Ragnarsson, 7.8.2015 kl. 12:55

4 identicon

20 ár er engin dauðadómur yfir flugvélum.

Icelandair er að kaupa 15 ára vél núna !

Aðalástæðan fyrir að Íran er að fara að uppfæra, er að þeir hafa ekki fengið varahluti reglulega, einmitt vegna viðskiptabanns USA.

Með reglubundu og góðu viðhaldi geta flugvélar auðveldlega verið í rekstri í 30 ár.

En einsog þú væntanleist veist af þá er Icelandair að bíða eftir nýjum flugvélum af gerðini 737-800 og 900 MAX.

Birgir Guðjoósson (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband