Gumað af gömlum hitaveituframkvæmdum.

Á árunum 1975 til 1990 fór að mestu fram sú uppbygging á nýtingu jarðhita til húsahitunar sem talsmenn Íslendinga guma af hvar sem þeir geta og láta líta svo út sem að þetta höfum við verið að gera þetta nýlega af hugsjónaástæðum.

Hið rétta er að eingöngu peningasjónarmið lágu að baki hitaveituframkvæmdunum. Orkan var einfaldlega ódýrari heldur en ef brennt var kolum eða olíu.

Bílaflotinn á Íslandi mengar líklega meira á hvern íbúa en í nokkru öðru landi í Vestur- og Norður-Evrópu og til að tala niður það, sem hægt er að gera í samgöngum, eru reiknaðar inn í mengunartölur losunar, sem varð á seinni hluta síðustu aldar vegna þess að grafnir voru 32 þúsund kílómetrar af skurðum til að ræsa fram votlendi, en aðeins 14% af hinu uppþurrkaða landi var gert að túnum.

Talsmenn Íslendinga sýna myndir af Hellisheiðarvirkjun sem dæmi um hreina og endurnýjanlega orku, þegar við blasir, að nýting jarðhitans, sem leystur er úr læðingi, er innan við 15%, en 85% fara til einskis út í loftið, aðeins er gerð krafa um að orkan undir Nesjavalla-Hellisheiðarsvæðinu endirst í 50 ár og hún er þegar farin að dvína.

Og orkan er ekki hreinni en svo að mengun vegna brennisteinsvetnis hefur verið meiri en mengun frá álverum og verið við heilsuverndarmörk í austustu byggðum höfuðborgarsvæðisins.

 


mbl.is Erum ekki í „stórskuld við umheiminn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og það sem meira er , búinn að eyðileggja háspennumöstrin á heiðinni. Það yrði eitthvað sagt ef við hefðum gert þetta Ómar

Halldór Jónsson, 30.11.2015 kl. 20:46

2 identicon

Mikil mengun frá grænu hreinu orkuverunum?

GB (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 22:58

3 identicon

Ég held við ættum að loka Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Í staðinn gætum við verið með olíukynnta stöð nærri höfuðborgarsvæðinu til að framleiða heitt vatn. Stöðin gæti síðan brennt sorpi til viðbótar, og ef til vill nægði það að jafnaði.  Miklu betri og vistvænni lausn en þessar jarðhitavirkjanir.

Gustur

Gustur (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband