Gaman að fylgjast með maraþoninu.

Það var gaman að fylgjast með Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í dag. Veðrið alveg himneskt og fjölbreytni keppenda með ólíkindum. Ninna, maraþon 16

Til dæmis magnað að sjá blindan mann hlaupa með fylgdarmanni.

Ég fylgdist með hlaupinu í klukkustund í yndislegu umhverfi í Elliðaárdal og síðan aftur við endamark niðri í Lækjargötu.

Hugsa sér að þessi dagur, Menningarnóttin, var ekki til fyrir nokkrum áratugum.  

Og síðan að sjá endaspretti af margvíslegum toga í Lækjargötunni. Ninna og Óskar, maraþon 16

Ninna okkar og Óskar tengdasonur hlupu bæði, hann að vísu styttra en hún því að hún hljóp heilt maraþon eina ferðina enn. 

Átti nóg eftir þegar hún hljóp endasprettinn eftir allri Lækjargötuna, sjá mynd, sem ég ætla að setja á facebook. 

Þegar maður er á rafreiðhjóli er það langbesti fararskjótinn á degi sem þessum þegar heilu hverfin eru lokuð fyrir skráðum farartækjum. 

Við Óskar notuðum báðir reiðhjól í dag, eins og sjá má á myndinni af honum og Ninnu. 


mbl.is Menningarnótt 2016 hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2016:

"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."

"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.

Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.

Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.

Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband